Hvað þýðir orðið bragð, sbr. trúarbrögð, bragðarefur, brögð í tafli, afbragð, krókur á móti bragði. Ég átta mig á að bragð tengist lyktar- og matarskyni, sbr. bragðskyn og bragðlaukar. Ég átta mig hins vegar ekki á því hvaða merkingu orðið hefur í dæmunum hér fyrir ofan.Orðið bragð hefur margar merkingar í íslensku. Það merkir samkvæmt orðabókum, til dæmis Íslenskri orðsifjabók ‘snögg hreyfing; svipan, stutt stund; úrræði, athöfn; glímubragð; klækur; útlit, svipur; hreinlegt útlit; smekkur; skurður, eyrnamark; vafningur, hnútur’ og fleira. Spurt var um orðið bragðarefur. Þar er átt við slóttugan mann sem beitir svikum. Bragð er þar í merkingunni ‘klækur’.
- Ásgeir Blöndal Magnússon. 1989. Íslensk orðsifjabók. Bls. 455. Orðabók Háskólans, Reykjavík. (Bókina má einnig nálgast á heimasíðu Stofnunar Árna Magnússonar í íslenskum fræðum.)
- Mynd: Facebook - Ísbúðin Háaleiti. (Sótt 17.5.2022).