Sólin Sólin Rís 10:17 • sest 16:10 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 21:40 • Sest 15:54 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 10:12 • Síðdegis: 22:46 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 03:46 • Síðdegis: 16:36 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 10:17 • sest 16:10 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 21:40 • Sest 15:54 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 10:12 • Síðdegis: 22:46 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 03:46 • Síðdegis: 16:36 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Hvað þýðir orðið bragð?

Guðrún Kvaran

Í heild hljóðaði spurningin svona:
Hvað þýðir orðið bragð, sbr. trúarbrögð, bragðarefur, brögð í tafli, afbragð, krókur á móti bragði. Ég átta mig á að bragð tengist lyktar- og matarskyni, sbr. bragðskyn og bragðlaukar. Ég átta mig hins vegar ekki á því hvaða merkingu orðið hefur í dæmunum hér fyrir ofan.

Orðið bragð hefur margar merkingar í íslensku. Það merkir samkvæmt orðabókum, til dæmis Íslenskri orðsifjabók ‘snögg hreyfing; svipan, stutt stund; úrræði, athöfn; glímubragð; klækur; útlit, svipur; hreinlegt útlit; smekkur; skurður, eyrnamark; vafningur, hnútur’ og fleira.

Spurt var um orðið bragðarefur. Þar er átt við slóttugan mann sem beitir svikum. Bragð er þar í merkingunni ‘klækur’.

Orðið bragðarefur hefur lengi verið notað um slóttugan mann sem beitir svikum. Nú er það líka notað um ísrétt þar sem ýmiskonar góðgæti er blandað saman við ísinn.

Spurt var um orðatiltækið brögð í tafli. Það er þekkt þegar í fornu máli en elsta dæmi úr síðari alda máli er frá 16. öld. Myndin svik í tafli í sömu merkingu er yngri eða frá 18. öld. Átt er við svik í manntafli.

Í krókur á móti bragði er með krókur átt við ákveðið glímubragð, það er krókur merkir þarna ‘hælkrókur, hælbragð,’ það er hælnum er krækt aftur fyrir hæl andstæðingsins og hann felldur þannig.

Afbragð er sótt í merkinguna ‘smekkur, ágæti’. Bæði menn og hlutir geta verið afbragð, það er prýðilegir, glæsilegir.

Orðið trúarbrögð er gamalt í málinu og virðist orðið alltaf notað í fleirtölu. Elsta dæmi í Ritmálssafni Orðabókar Háskólans er úr riti eftir Guðbrand biskup Þorláksson. Hvað bragð/brögð merkir þarna nákvæmlega er ekki gott að segja. Ég tel líklegt að vísað sé til athafnarinnar að iðka trú sína sama hver hún er. Átt er við trú á ákveðinn guð eða guði samkvæmt ákveðnu hugmyndakerfi.

Heimild og mynd:

Höfundur

Guðrún Kvaran

prófessor

Útgáfudagur

23.6.2022

Spyrjandi

Súsanna

Tilvísun

Guðrún Kvaran. „Hvað þýðir orðið bragð?“ Vísindavefurinn, 23. júní 2022, sótt 21. nóvember 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=83333.

Guðrún Kvaran. (2022, 23. júní). Hvað þýðir orðið bragð? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=83333

Guðrún Kvaran. „Hvað þýðir orðið bragð?“ Vísindavefurinn. 23. jún. 2022. Vefsíða. 21. nóv. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=83333>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Hvað þýðir orðið bragð?
Í heild hljóðaði spurningin svona:

Hvað þýðir orðið bragð, sbr. trúarbrögð, bragðarefur, brögð í tafli, afbragð, krókur á móti bragði. Ég átta mig á að bragð tengist lyktar- og matarskyni, sbr. bragðskyn og bragðlaukar. Ég átta mig hins vegar ekki á því hvaða merkingu orðið hefur í dæmunum hér fyrir ofan.

Orðið bragð hefur margar merkingar í íslensku. Það merkir samkvæmt orðabókum, til dæmis Íslenskri orðsifjabók ‘snögg hreyfing; svipan, stutt stund; úrræði, athöfn; glímubragð; klækur; útlit, svipur; hreinlegt útlit; smekkur; skurður, eyrnamark; vafningur, hnútur’ og fleira.

Spurt var um orðið bragðarefur. Þar er átt við slóttugan mann sem beitir svikum. Bragð er þar í merkingunni ‘klækur’.

Orðið bragðarefur hefur lengi verið notað um slóttugan mann sem beitir svikum. Nú er það líka notað um ísrétt þar sem ýmiskonar góðgæti er blandað saman við ísinn.

Spurt var um orðatiltækið brögð í tafli. Það er þekkt þegar í fornu máli en elsta dæmi úr síðari alda máli er frá 16. öld. Myndin svik í tafli í sömu merkingu er yngri eða frá 18. öld. Átt er við svik í manntafli.

Í krókur á móti bragði er með krókur átt við ákveðið glímubragð, það er krókur merkir þarna ‘hælkrókur, hælbragð,’ það er hælnum er krækt aftur fyrir hæl andstæðingsins og hann felldur þannig.

Afbragð er sótt í merkinguna ‘smekkur, ágæti’. Bæði menn og hlutir geta verið afbragð, það er prýðilegir, glæsilegir.

Orðið trúarbrögð er gamalt í málinu og virðist orðið alltaf notað í fleirtölu. Elsta dæmi í Ritmálssafni Orðabókar Háskólans er úr riti eftir Guðbrand biskup Þorláksson. Hvað bragð/brögð merkir þarna nákvæmlega er ekki gott að segja. Ég tel líklegt að vísað sé til athafnarinnar að iðka trú sína sama hver hún er. Átt er við trú á ákveðinn guð eða guði samkvæmt ákveðnu hugmyndakerfi.

Heimild og mynd:

...