Hvaðan kemur orðið „trúarbrögð“. Brögð hljómar eins og það séu einhver töfrabrögð eða galdrar. Af hverju varð þetta orð til á Íslandi. Orðið „trú“ hljómar virðulegra en þegar búið er að bæta við orðinu „brögð“.Orðmyndirnar trúbrögð og trúarbrögð þekkjast þegar í fornu máli eins og sjá má í fornmálsorðabókinni sem unnið er að í Kaupmannahöfn (ONP). Sama er að segja um orðið bragð. Hvergi er að sjá í heimildum að átt sé við töfrabrögð eða galdra. Úr ONP er þetta dæmi fengið úr Orkneyinga sögu frá 14. öld:
her mun hvorgi þurfa at funda annan firir mannkosta saker edr trubragdaÚr annálum frá 17. öld í Ritmálsskrá Orðabókar Háskólans er þetta dæmi:
Vildi fólkið margt hvert ekki meðtaka þá umbreyting trúarbragðanna, sem upphófst af biskup Gissuri hér á landi.Í síðara dæminu er verið að vísa til siðskiptanna, sem af sumum eru nefnd siðbót, það er þegar skipt var frá kaþólsku til Lúterstrúar.

Orðmyndirnar trúbrögð og trúarbrögð þekkjast þegar í fornu máli en hvergi er að sjá í heimildum að átt sé við töfrabrögð eða galdra. Altaristafla frá 15.öld.
- Íslensk orðabók. 2002. Þriðja útgáfa, aukin og endurbætt. M–Ö. Ritstjóri Mörður Árnason. Edda, Reykjavík.
- (ONP) = Ordbog over det norrøne prosasprog – Københavns Universitet
- Ritmálsskrá Orðabókar Háskólans.