Leit á vefnum
Niðurstöður leitar - 37 svör fundust
Eru galdrar til?
Galdur felur í sér tilraunakennda þekkingarleit, sem er að hluta til byggð á eftirfarandi: athugun á lögmálum og náttúrukröftum,trú mannsins á æðri máttarvöld,trú hans á eigin getu til þess að ná sambandi við og virkja innri sem ytri krafta. Sé grennslast fyrir um eðli galdraathafna má segja að þau feli í sér vi...
Er mögulegt að töfrabrögð séu upphaf trúarbragða (samanber aldur listarinnar og tilgang hennar)?
J.G. Frazer, þekktur brautryðjandi í trúarbragðafræðum, kom um 1890 fram með þá kenningu að trúabrögð hefðu upphaflega sprottið úr töfrum eða göldrum. Fyrstu viðbrögð manna gagnvart máttarvöldum tilverunnar hefðu verið þau að reyna að finna ráð til þess að þvinga máttarvöldin til þess að láta að vilja mannanna. Þa...
Hver er elsta þekkta heimild um galdrastafi á Íslandi?
Íslensk hefð galdrabóka, sem á alþjóðmálum kallast grimoires, hófst snemma á svonefndri lærdómsöld (1550–1750), sem þrátt fyrir nafnið var engan veginn laus við hjátrú. Fyrir miðja 16. öld urðu siðaskipti í landinu og tók lútherstrú við af kaþólsku. Ísland var þá hluti af danska konungsríkinu. Ströng opinber viðmi...
Móðir mín er spænsk listakona og ætlar að þýða hluta af Njáls sögu, getið þið hjálpað henni að skilja orðið gandreið?
Öll spurningin hljóðaði svona: Móðir mín er spænsk listakona og elskar íslenska menningu og samfélag. Hún las Njáls sögu í fyrra sumar og núna ætlar hún að þýða hluta af sögunni á spænsku og nota textann á nýja listaverkið sitt. En hún er með spurningu sem ég gat ekki svarað; kannski gætuð þið hjálpað...
Getið þið sent mér eina ekta íslenska galdraþulu?
Á heimasíðu Galdrasýningar á Ströndum er hægt að skoða nokkra galdrastafi. Þar er til dæmis sagt frá Lásastaf en með honum átti að vera hægt að ljúka upp lás lykilslaust. Jafnframt átti að fara með þessa þulu: Blæs eg svo bylur í lási og blístra af mannsístru; fjandinn með fúlum anda fast í lásinn blási; tröl...
Hversu alvarleg geðveiki hrjáði Jón Magnússon sem ritaði píslarsöguna?
Jón Magnússon ritaði píslarsögu sína 1658-1659 þá tæplega fimmtugur. Þar greinir hann frá hremmingum þeim sem hann hafði orðið fyrir til líkama og sálar og rekur til galdramanna sveitunga sinna. Þetta var á þeim tíma sem svonefnt galdrafár grúfði yfir Evrópu og teygði anga sína til Íslands, einkum Vestfjarða. Munu...
Hvaða rannsóknir hefur Ármann Jakobsson stundað?
Ármann Jakobsson er prófessor í íslenskum bókmenntum fyrri alda við Háskóla Íslands. Meðal helstu rannsóknarefna hans eru hugmyndir og hugtök Íslendinga um yfirnáttúruna á miðöldum, viðhorf Íslendinga til konungsvalds, fagurfræði konungasaga, rannsóknasaga miðaldabókmennta og sögupersónur á jaðrinum í íslenskum mi...
Hver er uppruni Ægishjálms og hvar er hans fyrst getið á prenti?
Einnig var spurt: Hvað merkir galdrarúnin Ægishjálmur? Elsta dæmið um Ægishjálm í þeirri átta arma mynd sem þekktust er í dag er að finna í skinnhandritinu Lbs 143 8vo sem varðveitt er á handritadeild Landsbókasafns-Háskólabóksafns og gefið var út 2004. Handritið er talið frá því um miðja 17. öld og þar er að...
Hvað hefur vísindamaðurinn Katrín Anna Lund rannsakað?
Katrín Anna Lund er mannfræðingur og prófessor í land- og ferðamálafræði við Líf- og umhverfisvísindadeild Háskóla Íslands. Fræðilegar áherslur rannsókna hennar hafa beinst að fyrirbærafræði landslags, hreyfanleika (e. mobility), skynjun og frásögnum (e. narratives) með áherslu á ferðamennsku í víðum skilningi. Áh...
Hvaðan er kanill upprunalega og hvar finnst hann í náttúrunni?
Kanill er krydd sem unnið er úr berki margra tegunda sígrænna trjáa. Trén eru af ættkvíslinni Cinnamomum í Lauraceae-ættinni. Kanill er bæði notaður í formi kanilstanga og dufts. Sumir telja að Cinnamomum verum (studum kallaður C. zeylanicium) sé hinn eini sanni kanill (e. true cinnamon). Um 80-90% af heimsframlei...
Af hverju voru galdraofsóknir svona algengar á Ströndum?
Ofsóknir á hendur galdramönnum breiddust jafnan út í litlum samfélögum þar sem nábúakrytur og tortryggni náðu að grafa um sig. Undirrótin var sá málflutningur kirkjunnar manna að engum væri að treysta, djöfullinn væri alls staðar með vélar sínar að villa um fyrir mönnunum. Þessi málflutningur hafði gengið linnulau...
Hvað er vitað um töfrasteina eins og óskasteina og huliðshjálmssteina?
Trú á mátt töfrasteina er ævagömul á Íslandi. Í Grágás, íslenskri lögbók frá því um miðja þrettándu öld, er lagt bann við því að „fara með steina eða magna þá til þess að binda á menn eða fénað“. Til dæmis varðar það fjörbaugsgarð „ef maður trúir á steina til heilindis sér eða fé sínu“ (19). Af þessu má ráða að st...
Hvers vegna voru hafðar galdrabrennur hér í gamla daga?
Svar þetta er skrifað með unga lesendur í hugaGaldrabrennurnar í gamla daga helguðust af því að fólk hugsaði of mikið um djöfulinn og það óttaðist að hann væri að ná tökum á mannfólkinu. Þetta sagði að minnsta kosti Brynjólfur Sveinsson, biskup í Skálholti, í bréfi sem hann skrifaði einum af prestum landsins árið ...
Hverjar eru síðustu heimildir um galdraiðkun á Íslandi?
Heimildir um galdraiðkun á Íslandi eru ýmiss konar. Um þau galdramál sem háð voru fyrir dómstólum eru Alþingisbækur traustustu heimildirnar auk þeirra héraðsdómsskjala sem varðveist hafa (dóma- og þingbækur). Þar sem þeim heimildum sleppir hafa annálar, bréfabækur, prestastefnubækur og máldagar einnig reynst haldb...
Hvað getið þið sagt mér um gráa forneskju sem var á undan frumlífsöld og upphafsöld?
Við höfum fjallað töluvert um ýmis tímabil og tímaskeið á Vísindavefnum, allt frá upphafi alheimsins með Miklahvelli og inn í framtíðina, til dæmis í svörum við spurningunum Hverjar verða mikilvægustu vísindagreinar framtíðinnar? og Er líklegt að hægt verði að smíða flugbíla í framtíðinni? Um sum tímaskeið er a...