Móðir mín er spænsk listakona og elskar íslenska menningu og samfélag. Hún las Njáls sögu í fyrra sumar og núna ætlar hún að þýða hluta af sögunni á spænsku og nota textann á nýja listaverkið sitt. En hún er með spurningu sem ég gat ekki svarað; kannski gætuð þið hjálpað henni að skilja orðið „gandreið“ sem er notað í 125. kafla Njáls sögu. Hún vill vita hvað það þýðir. Hún hefur séð þrjár mismunandi þýðingar á ensku: "wolf-ride", "witch-ride" og "spirit-ride". En hvað er „gandreið“ nákvæmlega? Henni fannst þetta orð sérstaklega skemmtilegt. Takk fyrir hjálpina!Orðið gandur hefur fleiri en eina merkingu en þessar helstar: stafur, staur, töfra- eða spástafur, reiðprik galdranorna og seiðmanna svo eitthvað sé nefnt. Gandreið er þá reið, einkum í lofti, á reiðskjóta sem magnaður er göldrum. Í vísunni í 125. kafla Njálu er einmitt verið að lýsa slíkum reiðskjóta með eldi í endum og eitri í miðju. Er tekið fram að honum fylgi ógæfa enda stutt í brennuna á Bergþórshvoli (129. kafli). Mynd:
- Harry Potter Launch Weekend: Beware of Low Flying Witches! | Flickr - Photo Sharing!. (Sótt 17.03.2014). Myndin er birt undir leyfinu Creative Commons — Attribution-NonCommercial-NoDerivs 2.0 Generic — CC BY-NC-ND 2.0