Sólin Sólin Rís 10:17 • sest 16:10 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 21:40 • Sest 15:54 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 10:12 • Síðdegis: 22:46 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 03:46 • Síðdegis: 16:36 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 10:17 • sest 16:10 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 21:40 • Sest 15:54 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 10:12 • Síðdegis: 22:46 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 03:46 • Síðdegis: 16:36 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Móðir mín er spænsk listakona og ætlar að þýða hluta af Njáls sögu, getið þið hjálpað henni að skilja orðið gandreið?

Guðrún Kvaran

Árnastofnun - mynd í *Árnarstofnun
Öll spurningin hljóðaði svona:

Móðir mín er spænsk listakona og elskar íslenska menningu og samfélag. Hún las Njáls sögu í fyrra sumar og núna ætlar hún að þýða hluta af sögunni á spænsku og nota textann á nýja listaverkið sitt.

En hún er með spurningu sem ég gat ekki svarað; kannski gætuð þið hjálpað henni að skilja orðið „gandreið“ sem er notað í 125. kafla Njáls sögu. Hún vill vita hvað það þýðir. Hún hefur séð þrjár mismunandi þýðingar á ensku: "wolf-ride", "witch-ride" og "spirit-ride". En hvað er „gandreið“ nákvæmlega? Henni fannst þetta orð sérstaklega skemmtilegt. Takk fyrir hjálpina!

Orðið gandur hefur fleiri en eina merkingu en þessar helstar: stafur, staur, töfra- eða spástafur, reiðprik galdranorna og seiðmanna svo eitthvað sé nefnt. Gandreið er þá reið, einkum í lofti, á reiðskjóta sem magnaður er göldrum.

Gandreið er reið, einkum í lofti, á reiðskjóta sem magnaður er göldrum.

Í vísunni í 125. kafla Njálu er einmitt verið að lýsa slíkum reiðskjóta með eldi í endum og eitri í miðju. Er tekið fram að honum fylgi ógæfa enda stutt í brennuna á Bergþórshvoli (129. kafli).

Mynd:

Svarið var lítillega lagfært 28.11.2023 eftir ábendingu frá Sigurði Karlssyni.

Höfundur

Guðrún Kvaran

prófessor

Útgáfudagur

24.3.2014

Síðast uppfært

28.11.2023

Spyrjandi

Julia Boira

Tilvísun

Guðrún Kvaran. „Móðir mín er spænsk listakona og ætlar að þýða hluta af Njáls sögu, getið þið hjálpað henni að skilja orðið gandreið?“ Vísindavefurinn, 24. mars 2014, sótt 21. nóvember 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=66985.

Guðrún Kvaran. (2014, 24. mars). Móðir mín er spænsk listakona og ætlar að þýða hluta af Njáls sögu, getið þið hjálpað henni að skilja orðið gandreið? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=66985

Guðrún Kvaran. „Móðir mín er spænsk listakona og ætlar að þýða hluta af Njáls sögu, getið þið hjálpað henni að skilja orðið gandreið?“ Vísindavefurinn. 24. mar. 2014. Vefsíða. 21. nóv. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=66985>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Móðir mín er spænsk listakona og ætlar að þýða hluta af Njáls sögu, getið þið hjálpað henni að skilja orðið gandreið?
Öll spurningin hljóðaði svona:

Móðir mín er spænsk listakona og elskar íslenska menningu og samfélag. Hún las Njáls sögu í fyrra sumar og núna ætlar hún að þýða hluta af sögunni á spænsku og nota textann á nýja listaverkið sitt.

En hún er með spurningu sem ég gat ekki svarað; kannski gætuð þið hjálpað henni að skilja orðið „gandreið“ sem er notað í 125. kafla Njáls sögu. Hún vill vita hvað það þýðir. Hún hefur séð þrjár mismunandi þýðingar á ensku: "wolf-ride", "witch-ride" og "spirit-ride". En hvað er „gandreið“ nákvæmlega? Henni fannst þetta orð sérstaklega skemmtilegt. Takk fyrir hjálpina!

Orðið gandur hefur fleiri en eina merkingu en þessar helstar: stafur, staur, töfra- eða spástafur, reiðprik galdranorna og seiðmanna svo eitthvað sé nefnt. Gandreið er þá reið, einkum í lofti, á reiðskjóta sem magnaður er göldrum.

Gandreið er reið, einkum í lofti, á reiðskjóta sem magnaður er göldrum.

Í vísunni í 125. kafla Njálu er einmitt verið að lýsa slíkum reiðskjóta með eldi í endum og eitri í miðju. Er tekið fram að honum fylgi ógæfa enda stutt í brennuna á Bergþórshvoli (129. kafli).

Mynd:

Svarið var lítillega lagfært 28.11.2023 eftir ábendingu frá Sigurði Karlssyni....