Sólin Sólin Rís 10:17 • sest 16:10 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 21:40 • Sest 15:54 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 10:12 • Síðdegis: 22:46 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 03:46 • Síðdegis: 16:36 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 10:17 • sest 16:10 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 21:40 • Sest 15:54 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 10:12 • Síðdegis: 22:46 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 03:46 • Síðdegis: 16:36 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Hvað getið þið sagt mér um gráa forneskju sem var á undan frumlífsöld og upphafsöld?

Jón Gunnar Þorsteinsson

Við höfum fjallað töluvert um ýmis tímabil og tímaskeið á Vísindavefnum, allt frá upphafi alheimsins með Miklahvelli og inn í framtíðina, til dæmis í svörum við spurningunum Hverjar verða mikilvægustu vísindagreinar framtíðinnar? og Er líklegt að hægt verði að smíða flugbíla í framtíðinni?

Um sum tímaskeið er auðveldara að fjalla en önnur af því að sæmileg sátt ríkir um það hvernig eigi að afmarka þau. Við getum svarað spurningum eins og Hvað var endurreisnartímabilið? og Hvenær voru miðaldir? af því að við vitum um það bil til hvaða alda þessi tímabil eru vanalega talin vísa. Í svörunum fylgir engu að síður umfjöllun um það hvernig hugtökin eru skilgreind og af hverju þau eru skilgreind þannig.

Hugtök eins og miðaldir og endurreisn eru hluti af fræðilegri orðræðu en önnur orð yfir tímabil eru óljósari og oft engin hefð fyrir því að láta þau vísa til ákveðinna tímabila. Það á til dæmis við um hugtakið 'gráa forneskju' sem spyrjandi setur í samhengi við hugtök sem eru notuð í umfjöllun um jarðsögu.

Jarðsögualdir eru taldar vera fimm:
  • upphafsöld 4500 millj. ár - 2500 millj. ár
  • frumlífsöld 2500 millj. ár - 590 millj. ár
  • fornlífsöld 590 millj. ár - 248 millj. ár
  • miðlífsöld 248 millj. ár - 65 millj. ár
  • nýlífsöld hófst fyrir 65 millj. ára
Hægt er að skipta jarðsöguöldunum í tvennt: Frá og með frumlífsöld hefst tími lífs á jörðinni en þar á undan er upphafsöld sem hefst með myndun jarðarinnar. Við vitum ekki til þess að hefð sé fyrir því að vísa til tímans fyrir myndun jarðarinnar með hugtakinu 'grá forneskja', en ef spyrjandi vill fræðast um það tímabil bendum við honum á að lesa svar við spurningunni Hvernig varð alheimurinn til?

Það er hins vegar ýmislegt sem réttlætir að ekki eigi að kalla tímann fyrir upphafsöld gráa forneskju og við mælum alls ekki með þeirri orðanotkun.

Orðið forneskja merkir forsögulegir eða ævafornir tímar og það vísar einnig til fornar kunnáttu eða galdra, stundum er sagt 'römm er forneskjan'. Með þetta í huga er hægt að láta forneskju vísa til forsögu mannkynsins eða fram að því er ritöld hefst. Þeim sem vilja lesa um það er bent á svar Guðmundar Hálfdanarsonar við spurningunni Hvað nær mannkynssagan langt aftur í tímann? Þar eru færð rök fyrir því að mannkynssögu, sem hugtak yfir ákveðið tímabil, beri að miða við upphaf ritmenningar hjá Súmerum í Mesópótamíu fyrir um 3000 árum f. Kr.

Við bendum þó á að orðið forneskju er hægt að nota á fleiri vegu sem eins konar tímabilshugtak. Það er rótgróin sú merking að til forneskju teljist heiðinn dómur og í þeim skilningi mætti til dæmis segja að fyrir kristnitöku á Íslandi hafi forneskja ríkt.

Höfundur

Jón Gunnar Þorsteinsson

bókmenntafræðingur og ritstjóri Vísindavefsins

Útgáfudagur

12.11.2004

Spyrjandi

Elvar Smári Ingvason, f. 1988

Tilvísun

Jón Gunnar Þorsteinsson. „Hvað getið þið sagt mér um gráa forneskju sem var á undan frumlífsöld og upphafsöld?“ Vísindavefurinn, 12. nóvember 2004, sótt 21. nóvember 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=4608.

Jón Gunnar Þorsteinsson. (2004, 12. nóvember). Hvað getið þið sagt mér um gráa forneskju sem var á undan frumlífsöld og upphafsöld? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=4608

Jón Gunnar Þorsteinsson. „Hvað getið þið sagt mér um gráa forneskju sem var á undan frumlífsöld og upphafsöld?“ Vísindavefurinn. 12. nóv. 2004. Vefsíða. 21. nóv. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=4608>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Hvað getið þið sagt mér um gráa forneskju sem var á undan frumlífsöld og upphafsöld?
Við höfum fjallað töluvert um ýmis tímabil og tímaskeið á Vísindavefnum, allt frá upphafi alheimsins með Miklahvelli og inn í framtíðina, til dæmis í svörum við spurningunum Hverjar verða mikilvægustu vísindagreinar framtíðinnar? og Er líklegt að hægt verði að smíða flugbíla í framtíðinni?

Um sum tímaskeið er auðveldara að fjalla en önnur af því að sæmileg sátt ríkir um það hvernig eigi að afmarka þau. Við getum svarað spurningum eins og Hvað var endurreisnartímabilið? og Hvenær voru miðaldir? af því að við vitum um það bil til hvaða alda þessi tímabil eru vanalega talin vísa. Í svörunum fylgir engu að síður umfjöllun um það hvernig hugtökin eru skilgreind og af hverju þau eru skilgreind þannig.

Hugtök eins og miðaldir og endurreisn eru hluti af fræðilegri orðræðu en önnur orð yfir tímabil eru óljósari og oft engin hefð fyrir því að láta þau vísa til ákveðinna tímabila. Það á til dæmis við um hugtakið 'gráa forneskju' sem spyrjandi setur í samhengi við hugtök sem eru notuð í umfjöllun um jarðsögu.

Jarðsögualdir eru taldar vera fimm:
  • upphafsöld 4500 millj. ár - 2500 millj. ár
  • frumlífsöld 2500 millj. ár - 590 millj. ár
  • fornlífsöld 590 millj. ár - 248 millj. ár
  • miðlífsöld 248 millj. ár - 65 millj. ár
  • nýlífsöld hófst fyrir 65 millj. ára
Hægt er að skipta jarðsöguöldunum í tvennt: Frá og með frumlífsöld hefst tími lífs á jörðinni en þar á undan er upphafsöld sem hefst með myndun jarðarinnar. Við vitum ekki til þess að hefð sé fyrir því að vísa til tímans fyrir myndun jarðarinnar með hugtakinu 'grá forneskja', en ef spyrjandi vill fræðast um það tímabil bendum við honum á að lesa svar við spurningunni Hvernig varð alheimurinn til?

Það er hins vegar ýmislegt sem réttlætir að ekki eigi að kalla tímann fyrir upphafsöld gráa forneskju og við mælum alls ekki með þeirri orðanotkun.

Orðið forneskja merkir forsögulegir eða ævafornir tímar og það vísar einnig til fornar kunnáttu eða galdra, stundum er sagt 'römm er forneskjan'. Með þetta í huga er hægt að láta forneskju vísa til forsögu mannkynsins eða fram að því er ritöld hefst. Þeim sem vilja lesa um það er bent á svar Guðmundar Hálfdanarsonar við spurningunni Hvað nær mannkynssagan langt aftur í tímann? Þar eru færð rök fyrir því að mannkynssögu, sem hugtak yfir ákveðið tímabil, beri að miða við upphaf ritmenningar hjá Súmerum í Mesópótamíu fyrir um 3000 árum f. Kr.

Við bendum þó á að orðið forneskju er hægt að nota á fleiri vegu sem eins konar tímabilshugtak. Það er rótgróin sú merking að til forneskju teljist heiðinn dómur og í þeim skilningi mætti til dæmis segja að fyrir kristnitöku á Íslandi hafi forneskja ríkt....