Sólin Sólin Rís 10:17 • sest 16:10 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 21:40 • Sest 15:54 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 10:12 • Síðdegis: 22:46 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 03:46 • Síðdegis: 16:36 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 10:17 • sest 16:10 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 21:40 • Sest 15:54 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 10:12 • Síðdegis: 22:46 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 03:46 • Síðdegis: 16:36 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Hvað nær mannkynssagan langt aftur í tímann?

Guðmundur Hálfdanarson

Þessari spurningu má svara á ýmsa vegu. Þannig getum við sagt að mannkynssagan nái aftur til þess tíma þegar dýrategundin Homo sapiens kemur fram fyrir um það bil 400-500 þúsundum ára, eða fyrsti forveri hennar (Australopithecines) sem talinn er koma fram fyrir u.þ.b. 4,4 milljónum ára.

Venjan er hins vegar í fræðilegri umræðu að miða upphaf sögunnar við það skeið þegar menn fóru að skilja eftir sig ritaðar heimildir í ýmsum myndum. Sagnfræði (e. history) er því rannsókn á menningarheimum sem höfðu þróað með sér skriftartækni, en fyrri skeið nefnast þá forsaga (e. prehistory). Með orðum breska fræðimannsins Stuart Piggot:
Ég legg til að það sem raunverulega skilur að söguleg og forsöguleg samfélög sé einmitt það sem felst í þessum orðum: Einn hópur er sögulegur [e. historic], vegna þess að vitneskjan um tilvist hans er aðallega byggð á rituðum heimildum og er rannsökuð af sagnfræðingum; og annar hópur er forsögulegur [e. prehistoric], hvar sem við verðum hans vör; hann er til áður en ritlist hafði verið fundin upp á svæðinu eða flutt inn frá öðrum svæðum, og er því rannsakaður af „forsagnfræðingum" [e. prehistorians] sem nota ekki ritheimildir." (Stuart Piggot, Ancient Europe from the Beginnings of Agriculture to Classical Antiquity, Edinborg, 1965, bls. 3).
Ef við skiljum hugtakið saga (og þar með talið mannkynssaga) á þennan hátt staðnæmumst við í Mesópótamíu um það bil 3000 árum fyrir Krist. Þar urðu miklar breytingar á þjóðskipulagi og efnahagslífi á þessum tíma með (1) tilkomu borga sem miðstöðva stjórnkerfis, (2) pólitískum kerfum sem byggðust á landsvæði fremur en ættartengslum, (3) verkaskiptingu og sérhæfingu fólks utan framleiðslu nauðþurfta, (4) stéttaskiptingu og samþjöppun auðs, (5) veglegum byggingum, (6) kerfi til að geyma skjöl, (7) verslun við fjarlæga staði, (8) verulegum framförum í vísindum og listum (sjá t.d. Richard W. Bulliet, o.fl., The Earth and Its Peoples: A Global History, Boston, 1997, bls. 32).

Þarna má því segja að hin eiginlega mannkynssaga hefjist, í þeim skilningi sem hér hefur verið lýst.

Frekara lesefni á Vísindavefnum:

Mynd:

Höfundur

Guðmundur Hálfdanarson

prófessor í sagnfræði við HÍ

Útgáfudagur

9.3.2000

Spyrjandi

Ævar Már Óskarsson, f. 1983

Tilvísun

Guðmundur Hálfdanarson. „Hvað nær mannkynssagan langt aftur í tímann?“ Vísindavefurinn, 9. mars 2000, sótt 21. nóvember 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=206.

Guðmundur Hálfdanarson. (2000, 9. mars). Hvað nær mannkynssagan langt aftur í tímann? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=206

Guðmundur Hálfdanarson. „Hvað nær mannkynssagan langt aftur í tímann?“ Vísindavefurinn. 9. mar. 2000. Vefsíða. 21. nóv. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=206>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Hvað nær mannkynssagan langt aftur í tímann?
Þessari spurningu má svara á ýmsa vegu. Þannig getum við sagt að mannkynssagan nái aftur til þess tíma þegar dýrategundin Homo sapiens kemur fram fyrir um það bil 400-500 þúsundum ára, eða fyrsti forveri hennar (Australopithecines) sem talinn er koma fram fyrir u.þ.b. 4,4 milljónum ára.

Venjan er hins vegar í fræðilegri umræðu að miða upphaf sögunnar við það skeið þegar menn fóru að skilja eftir sig ritaðar heimildir í ýmsum myndum. Sagnfræði (e. history) er því rannsókn á menningarheimum sem höfðu þróað með sér skriftartækni, en fyrri skeið nefnast þá forsaga (e. prehistory). Með orðum breska fræðimannsins Stuart Piggot:
Ég legg til að það sem raunverulega skilur að söguleg og forsöguleg samfélög sé einmitt það sem felst í þessum orðum: Einn hópur er sögulegur [e. historic], vegna þess að vitneskjan um tilvist hans er aðallega byggð á rituðum heimildum og er rannsökuð af sagnfræðingum; og annar hópur er forsögulegur [e. prehistoric], hvar sem við verðum hans vör; hann er til áður en ritlist hafði verið fundin upp á svæðinu eða flutt inn frá öðrum svæðum, og er því rannsakaður af „forsagnfræðingum" [e. prehistorians] sem nota ekki ritheimildir." (Stuart Piggot, Ancient Europe from the Beginnings of Agriculture to Classical Antiquity, Edinborg, 1965, bls. 3).
Ef við skiljum hugtakið saga (og þar með talið mannkynssaga) á þennan hátt staðnæmumst við í Mesópótamíu um það bil 3000 árum fyrir Krist. Þar urðu miklar breytingar á þjóðskipulagi og efnahagslífi á þessum tíma með (1) tilkomu borga sem miðstöðva stjórnkerfis, (2) pólitískum kerfum sem byggðust á landsvæði fremur en ættartengslum, (3) verkaskiptingu og sérhæfingu fólks utan framleiðslu nauðþurfta, (4) stéttaskiptingu og samþjöppun auðs, (5) veglegum byggingum, (6) kerfi til að geyma skjöl, (7) verslun við fjarlæga staði, (8) verulegum framförum í vísindum og listum (sjá t.d. Richard W. Bulliet, o.fl., The Earth and Its Peoples: A Global History, Boston, 1997, bls. 32).

Þarna má því segja að hin eiginlega mannkynssaga hefjist, í þeim skilningi sem hér hefur verið lýst.

Frekara lesefni á Vísindavefnum:

Mynd:...