Sólin Sólin Rís 09:06 • sest 17:16 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 06:24 • Sest 16:46 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 05:17 • Síðdegis: 17:24 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 11:24 • Síðdegis: 23:36 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 09:06 • sest 17:16 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 06:24 • Sest 16:46 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 05:17 • Síðdegis: 17:24 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 11:24 • Síðdegis: 23:36 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Hverjar verða mikilvægustu vísindagreinar framtíðinnar?

Þorsteinn Vilhjálmsson

Vitrir menn hafa bent á að það er erfitt að spá, sérstaklega um framtíðina! Engu að síður er bæði sjálfsagt og áhugavert að fjalla hér um þessa spurningu þó ekki væri nema til að vekja lesendur til umhugsunar.

Þá er affarasælast að byrja á því að reyna að átta sig á þróun vísinda að undanförnu. Á öldinni sem nú er liðin hefur vísindunum fleygt fram sem aldrei fyrr. Jafnframt hafa þau haft sívaxandi áhrif á daglegt líf okkar. Framfarir 20. aldar í vísindum hafa bæði bætt skilning okkar á heiminum kringum okkur og eins leitt af sér ýmislegt sem við látum í askana og er oft kennt við tækni.

Skammtafræði og afstæðiskenning mótuðust í upphafi aldarinnar. Sú þróun hefur orðið mjög afdrifarík allar götur síðan. Erfðafræði Mendels kom einnig fyrir alvöru fram á sjónarsviðið um aldamótin 1900 og átti eftir að reynast verðmæt viðbót við þróunarkenningu Darwins. Landrekskenning Wegeners birtist í frumgerð nokkru síðar en átti að vísu erfitt uppdráttar lengi vel.

Nokkru fyrir miðbik aldarinnar kom kjarnorkan fram á sjónarsviðið og vakti bæði vonir og vonbrigði, undrun og umræður um gildi vísindanna. Þá komu fram fyrstu eiginlegu tölvurnar sem hafa síðan gerbreytt mörgum störfum manna, ekki síst vísindastörfum. Nokkru síðar komust menn að undirstöðuatriðunum í gerð erfðaefnisins DNA. Af því fræi hefur vaxið mikill meiður þar sem er sameindaerfðafræði nútímans. Í sama mund voru fúkkalyfin einnig fundin upp.

Um svipað leyti fóru menn að beita hinni torskildu skammtafræði til smíða og tækniframfara, til dæmis í smárum (transistors) sem hafa verið undirstaða alls konar framfara í raftækni æ síðan, þar á meðal í tölvutækninni. Það sem kallað er hátækni má einmitt að miklu leyti rekja til skammtafræðinnar.

Síðustu áratugir aldarinnar hafa einkennst af framförum í tölvum og hugbúnaði, í hvers kyns samskiptatækni, í líffræði og líftækni, í stjarnvísindum og á fleiri sviðum. Í ýmsum tilvikum hafa menn þarna verið að nýta sér kenningar og hugmyndir sem komu fram á fyrri hluta aldarinnar en virtust þá kannski ekki hafa neitt sérstakt hagnýtt gildi.

Ef við skoðum samskipti vísinda og samfélags er fróðlegt að hugsa til baka svo sem aldarfjórðung, til ársins 1975. Þá voru menn að vakna til vitundar um vistkreppuna sem svo er kölluð og stafar af sívaxandi efnislegum umsvifum manna, fólksfjölgun, iðnvæðingu og eflingu borga. Á þessum tíma fór hvers konar neysla efnis og orku ört vaxandi meðal manna. Menn sáu ekkert lát á þeirri þróun en vissu jafnframt sem er að ýmsum auðlindum náttúrunnar eru takmörk sett. Hópar vísindamanna spáðu þess vegna með beinum framreikningi fyrir um auðlindaþurrð og ýmiss konar umhverfisspjöll.

Jafnframt sáu margir sem hugleiddu þessi mál að vonlaust yrði að komast hjá verulegum vandræðum nema með því að beita til þess aðferðum og viðhorfum vísindanna. Þannig hafa þessi vandamál valdið verulegum áherslubreytingum í viðfangsefnum vísinda og verður ekki aftur snúið á þeirri braut.

Vistkreppuspárnar hafa ræst að ýmsu leyti en að öðru leyti ekki. Magn efnis og orku sem Vesturlandabúar nota hefur ekki vaxið eins ört og menn héldu. Munar þar mestu að þróunin í átt til þyngri og orkufrekari hluta kringum okkur hefur að ýmsu leyti stöðvast.

Þetta tengist því að ný þekking hefur haldið áfram að hafa mikil áhrif á líf okkar. Lengst af öldinni sneru framfarir í vísindum og tækni að aukinni orkuframleiðslu og efnislegri neyslu en þetta fór einmitt að breytast fyrir aldarfjórðungi eða svo. Hin nýja þekking á síðasta fjórðungi 20. aldar hefur hins vegar ekki síður beint huga manna á Vesturlöndum að ýmiss konar neyslu þar sem efnismagn og orka koma síður við sögu. Er þá átt við bæði tölvurnar og ýmiss konar framfarir í lífvísindum og heilbrigðisvísindum. Neysla okkar snýr í vaxandi mæli að hlutum sem eru ekki verðmætir vegna efnismagnsins sem í þeim er heldur vegna þekkingarinnar, hugvitsins og mannauðsins sem varið hefur verið til að hanna þá og framleiða.

Ekki eru horfur á öðru en að þessi þróun haldi áfram. Samkvæmt því verða vaxtarbroddar vísinda og tækni einkum tveir á næstu áratugum, annars vegar tölvunarfræði, hugbúnaðargerð og eðlisfræði og efnistækni sem snýr að hvers konar tölvutengdum búnaði, til dæmis í fjarskiptum og annarri hátækni, og hins vegar sameindalíffræði og líftækni. Vel getur líka verið að svokölluð nanófræði og nanótækni komi þarna við sögu og muni tengja þessi fræðasvið á skemmtilegan hátt sem muni enn draga úr efnisnotkuninni. Við sjáum nú þegar vísi að þessu í hátækni sem beitt er við skurðlækningar og í "varahlutum" sem gerðir eru af manna höndum og settir inn í mannslíkamann, til dæmis í staðinn fyrir líffæri sem bila.

Aðrar greinar raunvísinda þurfa þó engu að kvíða því að vísindi og þekking eru ein samofin heild og þessar greinar sem hér voru nefndar sækja mjög margt til annarra greina á næstu landareignum í heimi vísindanna. Þannig fer til dæmis beiting eðlisfræði og stærðfræði í líffræðirannsóknum ört vaxandi um þessar mundir og líftæknifyrirtæki safna til sín mönnum úr öllum greinum raunvísinda. Svipað gildir um þróun tölvutækninnar, að þar reynir mjög á þekkingu á eðlisfræði og stærðfræði. – Einnig er líklegt að ýmsar vísindagreinar sem virðast höfða sérstaklega til forvitninnar, greinar eins og stjarnvísindi og öreindafræði, muni blómstra áfram. Þá er vert hafa í huga að þessar greinar hafa oft leitt af sér ýmsar framfarir á öðrum fræðasviðum.

Við erum um þessar mundir að upplifa eðlisbreytingu á gildi þekkingar, rannsókna og vísinda í vestrænum samfélögum, jafnvel hér á Íslandi þar sem áður var hjari veraldar. Til skamms tíma hefur afrakstur rannsókna og þekkingaröflunar fyrir samfélagið fyrst og fremst verið fólginn í því að leiða til efnislegrar framleiðslu sem skapaði fólki atvinnu, jafnvel án þess að viðkomandi einstaklingar hefðu neina sérstaka menntun eða hefðu átt nokkurn hlut að rannsóknunum sem um var að ræða.

Þetta er nú að breytast á þann veg að þekkingin sjálf er verðmætið, milliliðalaust. Segja má að vísindi, rannsóknir og þekkingaröflun séu að verða nýr atvinnuvegur með því að samfélagið er farið að viðurkenna verðmætasköpunina sem verður í þessum störfum án þess að bíða endilega eftir því að þekkingin verði að lokum látin í askana. Þannig eru stofnanir og fyrirtæki í rannsóknum og þekkingaröflun að verða verðmæti í sjálfum sér, vegna reynslunnar og kunnáttunnar sem býr með starfsfólkinu, og vegna hugmyndanna og þekkingarinnar sem þar verður til án afláts. Frá sjónarmiði þeirra sem hafa alla tíð gert sér grein fyrir verðmæti þekkingarinnar má segja að hún fari nú loksins að njóta sannmælis í samfélaginu og valdamiðstöðvum þess.

Sennilega verður þetta þegar upp er staðið mikilvægasta breytingin á stöðu vísinda og hlutverki á næstunni.

Höfundur þakkar Viðari Guðmundssyni yfirlestur og athugasemdir.

Höfundur

Þorsteinn Vilhjálmsson

prófessor emeritus, ritstjóri Vísindavefsins 2000-2010 og ritstjóri Evrópuvefsins 2011

Útgáfudagur

25.4.2001

Spyrjandi

Jón Emil Guðmundsson, f. 1985

Tilvísun

Þorsteinn Vilhjálmsson. „Hverjar verða mikilvægustu vísindagreinar framtíðinnar?“ Vísindavefurinn, 25. apríl 2001, sótt 30. október 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=1530.

Þorsteinn Vilhjálmsson. (2001, 25. apríl). Hverjar verða mikilvægustu vísindagreinar framtíðinnar? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=1530

Þorsteinn Vilhjálmsson. „Hverjar verða mikilvægustu vísindagreinar framtíðinnar?“ Vísindavefurinn. 25. apr. 2001. Vefsíða. 30. okt. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=1530>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Hverjar verða mikilvægustu vísindagreinar framtíðinnar?
Vitrir menn hafa bent á að það er erfitt að spá, sérstaklega um framtíðina! Engu að síður er bæði sjálfsagt og áhugavert að fjalla hér um þessa spurningu þó ekki væri nema til að vekja lesendur til umhugsunar.

Þá er affarasælast að byrja á því að reyna að átta sig á þróun vísinda að undanförnu. Á öldinni sem nú er liðin hefur vísindunum fleygt fram sem aldrei fyrr. Jafnframt hafa þau haft sívaxandi áhrif á daglegt líf okkar. Framfarir 20. aldar í vísindum hafa bæði bætt skilning okkar á heiminum kringum okkur og eins leitt af sér ýmislegt sem við látum í askana og er oft kennt við tækni.

Skammtafræði og afstæðiskenning mótuðust í upphafi aldarinnar. Sú þróun hefur orðið mjög afdrifarík allar götur síðan. Erfðafræði Mendels kom einnig fyrir alvöru fram á sjónarsviðið um aldamótin 1900 og átti eftir að reynast verðmæt viðbót við þróunarkenningu Darwins. Landrekskenning Wegeners birtist í frumgerð nokkru síðar en átti að vísu erfitt uppdráttar lengi vel.

Nokkru fyrir miðbik aldarinnar kom kjarnorkan fram á sjónarsviðið og vakti bæði vonir og vonbrigði, undrun og umræður um gildi vísindanna. Þá komu fram fyrstu eiginlegu tölvurnar sem hafa síðan gerbreytt mörgum störfum manna, ekki síst vísindastörfum. Nokkru síðar komust menn að undirstöðuatriðunum í gerð erfðaefnisins DNA. Af því fræi hefur vaxið mikill meiður þar sem er sameindaerfðafræði nútímans. Í sama mund voru fúkkalyfin einnig fundin upp.

Um svipað leyti fóru menn að beita hinni torskildu skammtafræði til smíða og tækniframfara, til dæmis í smárum (transistors) sem hafa verið undirstaða alls konar framfara í raftækni æ síðan, þar á meðal í tölvutækninni. Það sem kallað er hátækni má einmitt að miklu leyti rekja til skammtafræðinnar.

Síðustu áratugir aldarinnar hafa einkennst af framförum í tölvum og hugbúnaði, í hvers kyns samskiptatækni, í líffræði og líftækni, í stjarnvísindum og á fleiri sviðum. Í ýmsum tilvikum hafa menn þarna verið að nýta sér kenningar og hugmyndir sem komu fram á fyrri hluta aldarinnar en virtust þá kannski ekki hafa neitt sérstakt hagnýtt gildi.

Ef við skoðum samskipti vísinda og samfélags er fróðlegt að hugsa til baka svo sem aldarfjórðung, til ársins 1975. Þá voru menn að vakna til vitundar um vistkreppuna sem svo er kölluð og stafar af sívaxandi efnislegum umsvifum manna, fólksfjölgun, iðnvæðingu og eflingu borga. Á þessum tíma fór hvers konar neysla efnis og orku ört vaxandi meðal manna. Menn sáu ekkert lát á þeirri þróun en vissu jafnframt sem er að ýmsum auðlindum náttúrunnar eru takmörk sett. Hópar vísindamanna spáðu þess vegna með beinum framreikningi fyrir um auðlindaþurrð og ýmiss konar umhverfisspjöll.

Jafnframt sáu margir sem hugleiddu þessi mál að vonlaust yrði að komast hjá verulegum vandræðum nema með því að beita til þess aðferðum og viðhorfum vísindanna. Þannig hafa þessi vandamál valdið verulegum áherslubreytingum í viðfangsefnum vísinda og verður ekki aftur snúið á þeirri braut.

Vistkreppuspárnar hafa ræst að ýmsu leyti en að öðru leyti ekki. Magn efnis og orku sem Vesturlandabúar nota hefur ekki vaxið eins ört og menn héldu. Munar þar mestu að þróunin í átt til þyngri og orkufrekari hluta kringum okkur hefur að ýmsu leyti stöðvast.

Þetta tengist því að ný þekking hefur haldið áfram að hafa mikil áhrif á líf okkar. Lengst af öldinni sneru framfarir í vísindum og tækni að aukinni orkuframleiðslu og efnislegri neyslu en þetta fór einmitt að breytast fyrir aldarfjórðungi eða svo. Hin nýja þekking á síðasta fjórðungi 20. aldar hefur hins vegar ekki síður beint huga manna á Vesturlöndum að ýmiss konar neyslu þar sem efnismagn og orka koma síður við sögu. Er þá átt við bæði tölvurnar og ýmiss konar framfarir í lífvísindum og heilbrigðisvísindum. Neysla okkar snýr í vaxandi mæli að hlutum sem eru ekki verðmætir vegna efnismagnsins sem í þeim er heldur vegna þekkingarinnar, hugvitsins og mannauðsins sem varið hefur verið til að hanna þá og framleiða.

Ekki eru horfur á öðru en að þessi þróun haldi áfram. Samkvæmt því verða vaxtarbroddar vísinda og tækni einkum tveir á næstu áratugum, annars vegar tölvunarfræði, hugbúnaðargerð og eðlisfræði og efnistækni sem snýr að hvers konar tölvutengdum búnaði, til dæmis í fjarskiptum og annarri hátækni, og hins vegar sameindalíffræði og líftækni. Vel getur líka verið að svokölluð nanófræði og nanótækni komi þarna við sögu og muni tengja þessi fræðasvið á skemmtilegan hátt sem muni enn draga úr efnisnotkuninni. Við sjáum nú þegar vísi að þessu í hátækni sem beitt er við skurðlækningar og í "varahlutum" sem gerðir eru af manna höndum og settir inn í mannslíkamann, til dæmis í staðinn fyrir líffæri sem bila.

Aðrar greinar raunvísinda þurfa þó engu að kvíða því að vísindi og þekking eru ein samofin heild og þessar greinar sem hér voru nefndar sækja mjög margt til annarra greina á næstu landareignum í heimi vísindanna. Þannig fer til dæmis beiting eðlisfræði og stærðfræði í líffræðirannsóknum ört vaxandi um þessar mundir og líftæknifyrirtæki safna til sín mönnum úr öllum greinum raunvísinda. Svipað gildir um þróun tölvutækninnar, að þar reynir mjög á þekkingu á eðlisfræði og stærðfræði. – Einnig er líklegt að ýmsar vísindagreinar sem virðast höfða sérstaklega til forvitninnar, greinar eins og stjarnvísindi og öreindafræði, muni blómstra áfram. Þá er vert hafa í huga að þessar greinar hafa oft leitt af sér ýmsar framfarir á öðrum fræðasviðum.

Við erum um þessar mundir að upplifa eðlisbreytingu á gildi þekkingar, rannsókna og vísinda í vestrænum samfélögum, jafnvel hér á Íslandi þar sem áður var hjari veraldar. Til skamms tíma hefur afrakstur rannsókna og þekkingaröflunar fyrir samfélagið fyrst og fremst verið fólginn í því að leiða til efnislegrar framleiðslu sem skapaði fólki atvinnu, jafnvel án þess að viðkomandi einstaklingar hefðu neina sérstaka menntun eða hefðu átt nokkurn hlut að rannsóknunum sem um var að ræða.

Þetta er nú að breytast á þann veg að þekkingin sjálf er verðmætið, milliliðalaust. Segja má að vísindi, rannsóknir og þekkingaröflun séu að verða nýr atvinnuvegur með því að samfélagið er farið að viðurkenna verðmætasköpunina sem verður í þessum störfum án þess að bíða endilega eftir því að þekkingin verði að lokum látin í askana. Þannig eru stofnanir og fyrirtæki í rannsóknum og þekkingaröflun að verða verðmæti í sjálfum sér, vegna reynslunnar og kunnáttunnar sem býr með starfsfólkinu, og vegna hugmyndanna og þekkingarinnar sem þar verður til án afláts. Frá sjónarmiði þeirra sem hafa alla tíð gert sér grein fyrir verðmæti þekkingarinnar má segja að hún fari nú loksins að njóta sannmælis í samfélaginu og valdamiðstöðvum þess.

Sennilega verður þetta þegar upp er staðið mikilvægasta breytingin á stöðu vísinda og hlutverki á næstunni.

Höfundur þakkar Viðari Guðmundssyni yfirlestur og athugasemdir.

...