Sólin Sólin Rís 10:17 • sest 16:10 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 21:40 • Sest 15:54 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 10:12 • Síðdegis: 22:46 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 03:46 • Síðdegis: 16:36 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 10:17 • sest 16:10 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 21:40 • Sest 15:54 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 10:12 • Síðdegis: 22:46 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 03:46 • Síðdegis: 16:36 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Hvers vegna voru hafðar galdrabrennur hér í gamla daga?

Ólína Þorvarðardóttir

Svar þetta er skrifað með unga lesendur í huga
Galdrabrennurnar í gamla daga helguðust af því að fólk hugsaði of mikið um djöfulinn og það óttaðist að hann væri að ná tökum á mannfólkinu. Þetta sagði að minnsta kosti Brynjólfur Sveinsson, biskup í Skálholti, í bréfi sem hann skrifaði einum af prestum landsins árið 1656.

Úti í Evrópu hafði kaþólska kirkjan í margar aldir barist við svokallaða villutrúarmenn en það var fólk sem ekki þótti hafa rétta trú. Því var jafnvel haldið fram að það þjónaði djöflinum og kirkjan dæmdi þetta fólk til dauða og brenndi það á báli. Þetta var á 12. og 13. öld. En þegar kom fram á 15. öld höfðu þessar villutrúarofsóknir breyst í ofsóknir gegn galdrafólki, og settur var upp sérstakur rannsóknardómur sem hafði það hlutverk að rannsaka og dæma fólk sem talið var göldrótt. Rannsóknardómstóllinn yfirheyrði fólk með pyntingum og þannig fengust fram ótrúlegustu játningar.

Þessi bylgja galdraofsókna barst hingað til Íslands undir lok 16. aldar, og hún beindist fyrst og fremst að alþýðufólki. Prestarnir predikuðu um vald djöfulsins yfir manninum, og það varð til þess að fjöldi fólks varð óttasleginn. Fólk fór að trúa því, ef kýr drapst eða maður veiktist, að nágranninn ætti sök á því með göldrum. Þá vaknaði tortryggni og illt umtal sem um síður barst til eyrna sýslumanninum eða prestinum og endaði með því að viðkomandi var kærður. Eftir að einhver hafði fengið á sig galdraorð gat verið erfitt að hreinsa sig af því – því það voru sveitungarnir sem áttu að sverja fyrir dómstólum hvort hinn grunaði galdramaður var sekur eða saklaus. Og hver gat sagt til um það?

Satt að segja var þetta ekki ólíkt því sem gerist í eineltismálum nú til dags – og því ættu þessir atburðir að vera okkur umhugsunarefni til að læra af, enn þann dag í dag.

Frekara lesefni á Vísindavefnum:

Höfundur

Dr. Phil. í íslenskum bókmenntum og þjóðfræði

Útgáfudagur

16.6.2004

Spyrjandi

Sigurlaug Hafliðadóttir

Tilvísun

Ólína Þorvarðardóttir. „Hvers vegna voru hafðar galdrabrennur hér í gamla daga?“ Vísindavefurinn, 16. júní 2004, sótt 21. nóvember 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=4353.

Ólína Þorvarðardóttir. (2004, 16. júní). Hvers vegna voru hafðar galdrabrennur hér í gamla daga? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=4353

Ólína Þorvarðardóttir. „Hvers vegna voru hafðar galdrabrennur hér í gamla daga?“ Vísindavefurinn. 16. jún. 2004. Vefsíða. 21. nóv. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=4353>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Hvers vegna voru hafðar galdrabrennur hér í gamla daga?

Svar þetta er skrifað með unga lesendur í huga
Galdrabrennurnar í gamla daga helguðust af því að fólk hugsaði of mikið um djöfulinn og það óttaðist að hann væri að ná tökum á mannfólkinu. Þetta sagði að minnsta kosti Brynjólfur Sveinsson, biskup í Skálholti, í bréfi sem hann skrifaði einum af prestum landsins árið 1656.

Úti í Evrópu hafði kaþólska kirkjan í margar aldir barist við svokallaða villutrúarmenn en það var fólk sem ekki þótti hafa rétta trú. Því var jafnvel haldið fram að það þjónaði djöflinum og kirkjan dæmdi þetta fólk til dauða og brenndi það á báli. Þetta var á 12. og 13. öld. En þegar kom fram á 15. öld höfðu þessar villutrúarofsóknir breyst í ofsóknir gegn galdrafólki, og settur var upp sérstakur rannsóknardómur sem hafði það hlutverk að rannsaka og dæma fólk sem talið var göldrótt. Rannsóknardómstóllinn yfirheyrði fólk með pyntingum og þannig fengust fram ótrúlegustu játningar.

Þessi bylgja galdraofsókna barst hingað til Íslands undir lok 16. aldar, og hún beindist fyrst og fremst að alþýðufólki. Prestarnir predikuðu um vald djöfulsins yfir manninum, og það varð til þess að fjöldi fólks varð óttasleginn. Fólk fór að trúa því, ef kýr drapst eða maður veiktist, að nágranninn ætti sök á því með göldrum. Þá vaknaði tortryggni og illt umtal sem um síður barst til eyrna sýslumanninum eða prestinum og endaði með því að viðkomandi var kærður. Eftir að einhver hafði fengið á sig galdraorð gat verið erfitt að hreinsa sig af því – því það voru sveitungarnir sem áttu að sverja fyrir dómstólum hvort hinn grunaði galdramaður var sekur eða saklaus. Og hver gat sagt til um það?

Satt að segja var þetta ekki ólíkt því sem gerist í eineltismálum nú til dags – og því ættu þessir atburðir að vera okkur umhugsunarefni til að læra af, enn þann dag í dag.

Frekara lesefni á Vísindavefnum:...