Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.
Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar
um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að
svara öllum spurningum.
Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að
svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki
nægileg deili á sér.
Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.
Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!
Upphrópunin sko er notuð á fleiri en einn veg. Stundum er hún ábending um að taka eftir einhverju, veita einhverju athygli og hefur þá svipaða merkingu og ‘sjáðu, líttu á’. Í þessari merkingu er upphrópunin oft notuð þegar verið er að sýna litlum börnum myndir: ,,Sko bangsann”, ,,sko boltann”.
Upphrópunin er líka notuð þegar verið er að hrósa einhverjum, til dæmis: ,,Sko strákinn, þetta gat hann”, ,,sko þig, bara fyrst í mark!”
Mjög oft er sko notað í tali sem eins konar hikorð og heyrist til dæmis gjarnan í viðtölum í útvarpi og sjónvarpi: ,,Þetta var sko alveg frábært sko.”
Að uppruna til er sko tökuorð úr dönsku sgu sem er samandregin mynd úr sågu sem aftur er samandregin mynd úr så gud (hjælpe mig), það er svo hjálpi mér Guð.