Sólin Sólin Rís 10:17 • sest 16:10 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 21:40 • Sest 15:54 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 10:12 • Síðdegis: 22:46 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 03:46 • Síðdegis: 16:36 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 10:17 • sest 16:10 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 21:40 • Sest 15:54 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 10:12 • Síðdegis: 22:46 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 03:46 • Síðdegis: 16:36 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Hver sveik Jesú?

Ásdís Nína Magnúsdóttir og Heiða María Sigurðardóttir

Sá sem sveik Jesús var Júdas Ískaríot, einn af tólf lærisveinum hans, en hann framseldi Jesús til rómverskra yfirvalda fyrir 30 silfurpeninga. Í Matteusarguðspjalli 26:14-16 segir:

Þá fór einn þeirra tólf, Júdas Ískaríot að nafni, til æðstu prestanna og sagði: "Hvað viljið þér gefa mér fyrir að framselja yður Jesú?" En þeir greiddu honum þrjátíu silfurpeninga. Upp frá þessu leitaði hann færis að framselja hann.


'Síðasta kvöldmáltíðin' eftir Simon Ushakov. Athugið að Júdas er ekki sýndur með geislabaug.

Samkvæmt Biblíunni sá Jesús svik Júdasar fyrir, og lét þau jafnvel viðgangast. Í Matteusarguðspjalli 26:20-25 segir frá síðustu kvöldmáltíðinni, þar sem Jesús matast í hinsta sinn með lærisveinu sínum tólf:

Um kvöldið sat hann til borðs með þeim tólf. Og er þeir mötuðust, sagði hann: "Sannlega segi ég yður: Einn af yður mun svíkja mig." Þeir urðu mjög hryggir og sögðu við hann, einn af öðrum: "Ekki er það ég, herra?" Hann svaraði þeim: "Sá sem dýfði hendi í fatið með mér, mun svíkja mig. Mannssonurinn fer að sönnu héðan, svo sem um hann er ritað, en vei þeim manni, sem því veldur, að Mannssonurinn verður framseldur. Betra væri þeim manni að hafa aldrei fæðst." En Júdas, sem sveik hann, sagði: "Rabbí, ekki er það ég?" Jesús svaraði: "Þú sagðir það."

Jesús og lærisveinarnir komu til staðar að nafni Getsemane, og tekur Jesús að biðjast þar fyrir. Meðan á því stóð kom Júdas að honum með miklum flokki manna. Úr Matteusarguðspjalli 26:47-49:

Meðan hann var enn að tala, kom Júdas, einn þeirra tólf, og með honum mikill flokkur frá æðstu prestunum og öldungum lýðsins, og höfðu þeir sverð og barefli. Svikarinn hafði sagt þeim þetta til marks: "Sá sem ég kyssi, hann er það. Takið hann höndum." Hann gekk beint að Jesú og sagði: "Heill, rabbí!" og kyssti hann.


'Júdasarkoss' eftir Giotto di Bondone (frá árinu 1306).

Með þessum kossi sveik Júdas Ískaríot Jesú í hendur prestanna og öldunganna, og er enn talað um að kyssa einhvern Júdasarkossi. Prestarnir og öldungarnir samþykktu að Jesús skyldi tekinn af lífi. Við að heyra þessi tíðindi iðraðist Júdas svo mjög að hann svipti sig lífi (Matt. 27:3-5):
Þegar Júdas, sem sveik hann, sá, að hann var dæmdur sekur, iðraðist hann og skilaði æðstu prestunum og öldungunum silfurpeningunum þrjátíu og mælti: "Ég drýgði synd, ég sveik saklaust blóð." Þeir sögðu: "Hvað varðar oss um það? Það er þitt að sjá fyrir því." Hann fleygði þá silfrinu inn í musterið og hélt brott. Síðan fór hann og hengdi sig.

Heimildir og myndir

  • Matteusarguðspjall. Biblían.
  • Mynd af síðustu kvöldmáltíðinni er af The Last Supper. Wikipedia, frjálsa alfræðiorðabókin.
  • Mynd af Júdasarkossi er af Judas. Wikipedia, frjálsa alfræðiorðabókin.


Þetta svar er eftir nemanda í Háskóla unga fólksins, námskeiðum á vegum HÍ fyrir 12-16 ára ungmenni í júnímánuði 2005.

Höfundar

nemandi í Háskóla unga fólksins

Heiða María Sigurðardóttir

prófessor við Sálfræðideild

Útgáfudagur

15.8.2005

Spyrjandi

Aldís Óskarsdóttir, f. 1992

Tilvísun

Ásdís Nína Magnúsdóttir og Heiða María Sigurðardóttir. „Hver sveik Jesú?“ Vísindavefurinn, 15. ágúst 2005, sótt 21. nóvember 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=5197.

Ásdís Nína Magnúsdóttir og Heiða María Sigurðardóttir. (2005, 15. ágúst). Hver sveik Jesú? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=5197

Ásdís Nína Magnúsdóttir og Heiða María Sigurðardóttir. „Hver sveik Jesú?“ Vísindavefurinn. 15. ágú. 2005. Vefsíða. 21. nóv. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=5197>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Hver sveik Jesú?
Sá sem sveik Jesús var Júdas Ískaríot, einn af tólf lærisveinum hans, en hann framseldi Jesús til rómverskra yfirvalda fyrir 30 silfurpeninga. Í Matteusarguðspjalli 26:14-16 segir:

Þá fór einn þeirra tólf, Júdas Ískaríot að nafni, til æðstu prestanna og sagði: "Hvað viljið þér gefa mér fyrir að framselja yður Jesú?" En þeir greiddu honum þrjátíu silfurpeninga. Upp frá þessu leitaði hann færis að framselja hann.


'Síðasta kvöldmáltíðin' eftir Simon Ushakov. Athugið að Júdas er ekki sýndur með geislabaug.

Samkvæmt Biblíunni sá Jesús svik Júdasar fyrir, og lét þau jafnvel viðgangast. Í Matteusarguðspjalli 26:20-25 segir frá síðustu kvöldmáltíðinni, þar sem Jesús matast í hinsta sinn með lærisveinu sínum tólf:

Um kvöldið sat hann til borðs með þeim tólf. Og er þeir mötuðust, sagði hann: "Sannlega segi ég yður: Einn af yður mun svíkja mig." Þeir urðu mjög hryggir og sögðu við hann, einn af öðrum: "Ekki er það ég, herra?" Hann svaraði þeim: "Sá sem dýfði hendi í fatið með mér, mun svíkja mig. Mannssonurinn fer að sönnu héðan, svo sem um hann er ritað, en vei þeim manni, sem því veldur, að Mannssonurinn verður framseldur. Betra væri þeim manni að hafa aldrei fæðst." En Júdas, sem sveik hann, sagði: "Rabbí, ekki er það ég?" Jesús svaraði: "Þú sagðir það."

Jesús og lærisveinarnir komu til staðar að nafni Getsemane, og tekur Jesús að biðjast þar fyrir. Meðan á því stóð kom Júdas að honum með miklum flokki manna. Úr Matteusarguðspjalli 26:47-49:

Meðan hann var enn að tala, kom Júdas, einn þeirra tólf, og með honum mikill flokkur frá æðstu prestunum og öldungum lýðsins, og höfðu þeir sverð og barefli. Svikarinn hafði sagt þeim þetta til marks: "Sá sem ég kyssi, hann er það. Takið hann höndum." Hann gekk beint að Jesú og sagði: "Heill, rabbí!" og kyssti hann.


'Júdasarkoss' eftir Giotto di Bondone (frá árinu 1306).

Með þessum kossi sveik Júdas Ískaríot Jesú í hendur prestanna og öldunganna, og er enn talað um að kyssa einhvern Júdasarkossi. Prestarnir og öldungarnir samþykktu að Jesús skyldi tekinn af lífi. Við að heyra þessi tíðindi iðraðist Júdas svo mjög að hann svipti sig lífi (Matt. 27:3-5):
Þegar Júdas, sem sveik hann, sá, að hann var dæmdur sekur, iðraðist hann og skilaði æðstu prestunum og öldungunum silfurpeningunum þrjátíu og mælti: "Ég drýgði synd, ég sveik saklaust blóð." Þeir sögðu: "Hvað varðar oss um það? Það er þitt að sjá fyrir því." Hann fleygði þá silfrinu inn í musterið og hélt brott. Síðan fór hann og hengdi sig.

Heimildir og myndir

  • Matteusarguðspjall. Biblían.
  • Mynd af síðustu kvöldmáltíðinni er af The Last Supper. Wikipedia, frjálsa alfræðiorðabókin.
  • Mynd af Júdasarkossi er af Judas. Wikipedia, frjálsa alfræðiorðabókin.


Þetta svar er eftir nemanda í Háskóla unga fólksins, námskeiðum á vegum HÍ fyrir 12-16 ára ungmenni í júnímánuði 2005....