Sólin Sólin Rís 10:17 • sest 16:10 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 21:40 • Sest 15:54 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 10:12 • Síðdegis: 22:46 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 03:46 • Síðdegis: 16:36 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 10:17 • sest 16:10 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 21:40 • Sest 15:54 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 10:12 • Síðdegis: 22:46 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 03:46 • Síðdegis: 16:36 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Hvaða fiskitegundir er hægt að veiða í kringum Ísland?

Jón Már Halldórsson

Á hafsvæðinu í kringum Ísland eru þekktar um 350 tegundir fiska. Það er þó langt frá því að allar þessar tegundir séu veiddar eða veiðanlegar. Margar þeirra eru sjaldséðar og koma ekki oft í veiðarfæri sjómanna.

Árið 2014 veiddu íslensk skip 57 fisktegundir á miðunum í kringum landið.

Þegar skoðaðar eru tölur yfir þær fisktegundir sem veiddar voru hér við land árið 2014 þá kemur í ljós að íslensk skip veiddu alls 57 tegundir fiska. Magnið er vissulega mismikið eftir tegundum en árið 2014 veiddu íslensku skipin mest af þorski á Íslandsmiðum eða 220 þúsund tonn. Næst mest var veitt af makríl, 155 þúsund tonn en þar á eftir komu loðna og síld en í kringum 100 þúsund tonn voru veidd af hvorri tegund.

Á hinum endanum eru dílamjóri (Lycodes esmarkii) og svartháfur (Centroscyllium fabricii) en íslensk skip komu aðeins með tvö kg af þessum tegundum að landi á síðasta ári.

Svartháfur (Centroscyllium fabricii) finnst við Íslandsstrendur en kemur afar sjaldan í veiðarfæri sjómanna.

Á vef Fiskistofu og eins á vef Hagstofunnar má skoða tölur um afla eftir tegundum og þar eru taldar upp flestar, ef ekki allar, tegundir sem veiddar eru af íslenskum skipum. Athugið að tölum ber ekki endilega alveg saman á þessum tveimur vefsvæðum þar sem forsendur geta verið mismunandi, til dæmis hvort um er að ræða afla á öllum miðum eða afmörkuðum veiðisvæðum.

Heimild:
  • Jónbjörn Pálsson, sérfræðingur á Hafrannsóknarstofnun - munnleg heimild.

Myndir:

Höfundur

Jón Már Halldórsson

líffræðingur

Útgáfudagur

1.9.2015

Spyrjandi

Símon Björnsson

Tilvísun

Jón Már Halldórsson. „Hvaða fiskitegundir er hægt að veiða í kringum Ísland?“ Vísindavefurinn, 1. september 2015, sótt 21. nóvember 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=70447.

Jón Már Halldórsson. (2015, 1. september). Hvaða fiskitegundir er hægt að veiða í kringum Ísland? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=70447

Jón Már Halldórsson. „Hvaða fiskitegundir er hægt að veiða í kringum Ísland?“ Vísindavefurinn. 1. sep. 2015. Vefsíða. 21. nóv. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=70447>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Hvaða fiskitegundir er hægt að veiða í kringum Ísland?
Á hafsvæðinu í kringum Ísland eru þekktar um 350 tegundir fiska. Það er þó langt frá því að allar þessar tegundir séu veiddar eða veiðanlegar. Margar þeirra eru sjaldséðar og koma ekki oft í veiðarfæri sjómanna.

Árið 2014 veiddu íslensk skip 57 fisktegundir á miðunum í kringum landið.

Þegar skoðaðar eru tölur yfir þær fisktegundir sem veiddar voru hér við land árið 2014 þá kemur í ljós að íslensk skip veiddu alls 57 tegundir fiska. Magnið er vissulega mismikið eftir tegundum en árið 2014 veiddu íslensku skipin mest af þorski á Íslandsmiðum eða 220 þúsund tonn. Næst mest var veitt af makríl, 155 þúsund tonn en þar á eftir komu loðna og síld en í kringum 100 þúsund tonn voru veidd af hvorri tegund.

Á hinum endanum eru dílamjóri (Lycodes esmarkii) og svartháfur (Centroscyllium fabricii) en íslensk skip komu aðeins með tvö kg af þessum tegundum að landi á síðasta ári.

Svartháfur (Centroscyllium fabricii) finnst við Íslandsstrendur en kemur afar sjaldan í veiðarfæri sjómanna.

Á vef Fiskistofu og eins á vef Hagstofunnar má skoða tölur um afla eftir tegundum og þar eru taldar upp flestar, ef ekki allar, tegundir sem veiddar eru af íslenskum skipum. Athugið að tölum ber ekki endilega alveg saman á þessum tveimur vefsvæðum þar sem forsendur geta verið mismunandi, til dæmis hvort um er að ræða afla á öllum miðum eða afmörkuðum veiðisvæðum.

Heimild:
  • Jónbjörn Pálsson, sérfræðingur á Hafrannsóknarstofnun - munnleg heimild.

Myndir:

...