Sólin Sólin Rís 11:20 • sest 15:29 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 18:59 • Sest 14:11 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 08:15 • Síðdegis: 20:42 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 01:58 • Síðdegis: 14:37 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 11:20 • sest 15:29 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 18:59 • Sest 14:11 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 08:15 • Síðdegis: 20:42 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 01:58 • Síðdegis: 14:37 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Mig langar að vita allt um þorskinn.

Jón Már Halldórsson



Þorskurinn (Gadus morhua morhua) hefur alla tíð verið okkar verðmætasti nytjafiskur og er svo enn í dag. Undanfarna áratugi hafa Íslendingar árlega veitt á bilinu 200-400 þúsund tonn af þorski og hefur útflutningsverðmæti hans numið tugum milljarða króna.

Fyrir utan svæðið umhverfis Ísland finnast nokkrir staðbundnir stofnar beggja vegna Norður-Atlandshafsins. Þorskurinn finnst í Barentshafi, Norðursjó, undan ströndum Grænlands, í Eystrasalti, umhverfis Færeyjar, Svalbarða og undan ströndum Norður-Ameríku, frá Hudsonflóa suður til Suður-Karolínu. Einnig finnst ein deilitegund þorsksins í Kyrrahafi (Gadus morhua macrocephalus).

Þorskurinn er botnfiskur og lifir á ýmsu dýpi, allt frá nokkrum metrum niður á 600 metra. Hér við land lifir hann á 100-250 metra dýpi. Þorskur lifir við alls konar botngerð, leirbotn, grýttan botni og í kóröllum. Hann er alger tækifærissinni þegar kemur að fæðunámi; étur allt sem að kjafti kemur, jafnvel minni þorska.

Hér við land hrygnir þorskurinn síðari hluta vetrar, í mars við suðurströndina en í apríl/maí við Norðurland. Mikilvægasta hryngingarsvæði þorsksins er meðfram suðurströndinni, frá Dyrhólaey að Reykjanesi. Þar er meðal annars Selvogsbanki, en talið er að mikill hluti hrygningarinnar fari fram þar. Við mökun snúa hængurinn og hrygnan kviðum saman um leið og egg og sæði losna. Frjóvgun eggsins verður því útvortis, eins og algengast er meðal fiska. Hver hrygna framleiðir gríðarlegan fjölda af eggjum en þó er eggjafjöldinn breytilegur eftir stærð hrygnanna. Fjöldinn getur verið á bilinu 2 milljónir upp í rúmar 4 milljónir eggja. Eggin eru glær og sviflæg.

Klakið getur tekið frá 16 dögum upp í 20 daga en hitastig sjávar er ákvarðandi þáttur í þeim efnum. Við klak eru lirfurnar um 5 mm langar. Þegar seiðin eru orðin þriggja mánaða gömul fara þau að leita til botns. Vöxturinn er mjög mismunandi og fer meðal annars eftir hitastigi sjávar, fæðuframboði og fleiri þáttum. Meðallengd þorsks við 3 ára aldur er í kringum 50 cm. Þorskurinn nær kynþroska við suðurströndina 4 til 6 ára en í kaldari sjó við Norðurland er hann frá 6 til 9 ára.

Helstu afræningjar þorsksins, fyrir utan manninn, eru selir, hvalir og hákarlar sem sækja í fullorðinn fisk. Seiðunum og lirfunum stafar hins vegar meiri hætta af stærri fiskum og ýmsum tegundum sjófugla.

Myndin er fengin af vefsetri Britannicu

Höfundur

Jón Már Halldórsson

líffræðingur

Útgáfudagur

8.3.2001

Spyrjandi

Hjálmar K. Sveinbjörnsson, f. 1985

Efnisorð

Tilvísun

Jón Már Halldórsson. „Mig langar að vita allt um þorskinn..“ Vísindavefurinn, 8. mars 2001, sótt 18. desember 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=1371.

Jón Már Halldórsson. (2001, 8. mars). Mig langar að vita allt um þorskinn.. Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=1371

Jón Már Halldórsson. „Mig langar að vita allt um þorskinn..“ Vísindavefurinn. 8. mar. 2001. Vefsíða. 18. des. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=1371>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Mig langar að vita allt um þorskinn.


Þorskurinn (Gadus morhua morhua) hefur alla tíð verið okkar verðmætasti nytjafiskur og er svo enn í dag. Undanfarna áratugi hafa Íslendingar árlega veitt á bilinu 200-400 þúsund tonn af þorski og hefur útflutningsverðmæti hans numið tugum milljarða króna.

Fyrir utan svæðið umhverfis Ísland finnast nokkrir staðbundnir stofnar beggja vegna Norður-Atlandshafsins. Þorskurinn finnst í Barentshafi, Norðursjó, undan ströndum Grænlands, í Eystrasalti, umhverfis Færeyjar, Svalbarða og undan ströndum Norður-Ameríku, frá Hudsonflóa suður til Suður-Karolínu. Einnig finnst ein deilitegund þorsksins í Kyrrahafi (Gadus morhua macrocephalus).

Þorskurinn er botnfiskur og lifir á ýmsu dýpi, allt frá nokkrum metrum niður á 600 metra. Hér við land lifir hann á 100-250 metra dýpi. Þorskur lifir við alls konar botngerð, leirbotn, grýttan botni og í kóröllum. Hann er alger tækifærissinni þegar kemur að fæðunámi; étur allt sem að kjafti kemur, jafnvel minni þorska.

Hér við land hrygnir þorskurinn síðari hluta vetrar, í mars við suðurströndina en í apríl/maí við Norðurland. Mikilvægasta hryngingarsvæði þorsksins er meðfram suðurströndinni, frá Dyrhólaey að Reykjanesi. Þar er meðal annars Selvogsbanki, en talið er að mikill hluti hrygningarinnar fari fram þar. Við mökun snúa hængurinn og hrygnan kviðum saman um leið og egg og sæði losna. Frjóvgun eggsins verður því útvortis, eins og algengast er meðal fiska. Hver hrygna framleiðir gríðarlegan fjölda af eggjum en þó er eggjafjöldinn breytilegur eftir stærð hrygnanna. Fjöldinn getur verið á bilinu 2 milljónir upp í rúmar 4 milljónir eggja. Eggin eru glær og sviflæg.

Klakið getur tekið frá 16 dögum upp í 20 daga en hitastig sjávar er ákvarðandi þáttur í þeim efnum. Við klak eru lirfurnar um 5 mm langar. Þegar seiðin eru orðin þriggja mánaða gömul fara þau að leita til botns. Vöxturinn er mjög mismunandi og fer meðal annars eftir hitastigi sjávar, fæðuframboði og fleiri þáttum. Meðallengd þorsks við 3 ára aldur er í kringum 50 cm. Þorskurinn nær kynþroska við suðurströndina 4 til 6 ára en í kaldari sjó við Norðurland er hann frá 6 til 9 ára.

Helstu afræningjar þorsksins, fyrir utan manninn, eru selir, hvalir og hákarlar sem sækja í fullorðinn fisk. Seiðunum og lirfunum stafar hins vegar meiri hætta af stærri fiskum og ýmsum tegundum sjófugla.

Myndin er fengin af vefsetri Britannicu

...