Sólin Sólin Rís 10:17 • sest 16:10 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 21:40 • Sest 15:54 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 10:12 • Síðdegis: 22:46 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 03:46 • Síðdegis: 16:36 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 10:17 • sest 16:10 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 21:40 • Sest 15:54 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 10:12 • Síðdegis: 22:46 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 03:46 • Síðdegis: 16:36 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Hvað er það í mjólkurafurðum sem veldur óþoli hjá ungbörnum?

Bryndís Eva Birgisdóttir

Spurningunni fylgdi eftirfarandi skýring:
Ég er með 3 vikna barn á brjósti. Ég borðaði mikinn mjólkurmat (skyr, AB-mjólk, súrmjólk, osta) og drakk mörg mjólkurglös á dag. Barnið var mjög órólegt fljótlega á 2. viku, allan sólarhringinn. Ég ráðfærði mig við hjúkrunarfræðinginn sem nefndi við mig að hætta að neyta mjólkurvara sjálf. Eftir 2 daga þegar ég var algerlega hætt að neyta mjólkurafuruða varð stúlkan aftur róleg og ánægð. Hvað er það í mjólkurvörum sem veldur þessu óþoli? Tek fram að mikið ofnæmi er í fjölskyldunni, bæði matarofnæmi, fyrir dýrum, ryki, frjókornum ...
Niðurstöður nýlegra rannsókna benda til þess að kúamjólk geti valdið því í um fjórðungi tilfella að börn verða óvær vegna magakrampa. Er þá rétt að hafa í huga að kúamjólk er oftast fyrsta fæða barns fyrir utan brjóstamjólk og líklegt er að allar fæðutegundir sem fengju það hlutverk geti tengst óþægindum viðkvæmra barna.

Niðurstöður rannsóknanna benda einnig til þess hjá hluta brjóstabarna að einkenni magakrampa hverfi við minni kúamjólkurneyslu móður. Þess vegna mæla nú sumir sérfræðingar með því að mæður barna með magakrampa prófi að hætta að nota kúamjólkurvörur um tíma. Ef ekki dregur úr einkennum er líklegt að orsökin sé önnur. Ef barninu líður hins vegar betur er móðurinni ráðlagt að halda sig við mjólkursnautt fæði um tíma og taka inn kalktöflur. Hugsanlegt er að þetta eigi við um allan tímann sem barnið er á brjósti, þó það sé ekki víst.

Við heildarmat á atriðum sem geta leitt til breytinga á mataræði þarf að skoða hversu stórt og alvarlegt vandamálið er. Í flestum tilfellum hverfur magakrampi á skömmum tíma og er skaðlaus fyrir heilsuna til lengri tíma, en vissulega vilja foreldrar minnka óþægindi barna sinna þegar leiðir til þess eru þekktar. Niðurstöður eldri rannsókna á þessu viðfangsefni hafa ekki leitt til þess að menn hafi talið að um orsakasamband væri að ræða. Í nýlegum rannsóknum má hins vegar sjá þá stefnubreytingu að í hluta tilfella sé kúamjólkurneysla móður ástæða magakrampans eins og áður er sagt.

Ekki er fyllilega vitað hvað veldur, en líklegt er að próteinin í kúamjólk, til dæmis beta-laktóglóbúlín, valdi barninu óþægindum. Undir eðlilegum kringumstæðum brotna prótein niður í amínósýrur í þarminum áður en þau frásogast. Svo virðist sem prótein úr kúamjólkinni geti hjá sumum einstaklingum, mæðrunum, frásogast í smáþörmum og komist heilleg út í brjóstamjólkina sem barnið neytir. Þetta hefur verið talið ólíklegt en er þó ein líklegasta skýringin á því að barn svari mjólkurneyslu móður. Gegndræpi þarmsins hjá slíkum börnum veldur því síðan að þau geta frásogað stórar einingar. Það veldur viðbrögðum hjá ónæmiskerfinu en einnig hafa sést önnur einkenni skertrar meltingarstarfsemi hjá þessum börnum.

Ef kúamjólkurneysla móður hefur áhrif á magakrampa er sem sagt líklegt að hvorki móðir né barn geti varist heillegum próteinum í kúamjólk. Þó ber að hafa í huga að hér er ekki um að ræða stóran hluta barna með magakrampa. Líklegt er að erfðir spili hér stóran þátt. Mörg þeirra barna sem þetta á við um munu þróa með sér mjólkurofnæmi síðar í barnæsku og fá jafnvel ofnæmi fyrir öðrum matvælum, með öðrum orðum verða ofnæmisgjörn.

Höfundur

doktor í næringarfræði

Útgáfudagur

27.4.2000

Spyrjandi

Margrét H. Þórarinsdóttir

Tilvísun

Bryndís Eva Birgisdóttir. „Hvað er það í mjólkurafurðum sem veldur óþoli hjá ungbörnum?“ Vísindavefurinn, 27. apríl 2000, sótt 21. nóvember 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=381.

Bryndís Eva Birgisdóttir. (2000, 27. apríl). Hvað er það í mjólkurafurðum sem veldur óþoli hjá ungbörnum? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=381

Bryndís Eva Birgisdóttir. „Hvað er það í mjólkurafurðum sem veldur óþoli hjá ungbörnum?“ Vísindavefurinn. 27. apr. 2000. Vefsíða. 21. nóv. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=381>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Hvað er það í mjólkurafurðum sem veldur óþoli hjá ungbörnum?
Spurningunni fylgdi eftirfarandi skýring:

Ég er með 3 vikna barn á brjósti. Ég borðaði mikinn mjólkurmat (skyr, AB-mjólk, súrmjólk, osta) og drakk mörg mjólkurglös á dag. Barnið var mjög órólegt fljótlega á 2. viku, allan sólarhringinn. Ég ráðfærði mig við hjúkrunarfræðinginn sem nefndi við mig að hætta að neyta mjólkurvara sjálf. Eftir 2 daga þegar ég var algerlega hætt að neyta mjólkurafuruða varð stúlkan aftur róleg og ánægð. Hvað er það í mjólkurvörum sem veldur þessu óþoli? Tek fram að mikið ofnæmi er í fjölskyldunni, bæði matarofnæmi, fyrir dýrum, ryki, frjókornum ...
Niðurstöður nýlegra rannsókna benda til þess að kúamjólk geti valdið því í um fjórðungi tilfella að börn verða óvær vegna magakrampa. Er þá rétt að hafa í huga að kúamjólk er oftast fyrsta fæða barns fyrir utan brjóstamjólk og líklegt er að allar fæðutegundir sem fengju það hlutverk geti tengst óþægindum viðkvæmra barna.

Niðurstöður rannsóknanna benda einnig til þess hjá hluta brjóstabarna að einkenni magakrampa hverfi við minni kúamjólkurneyslu móður. Þess vegna mæla nú sumir sérfræðingar með því að mæður barna með magakrampa prófi að hætta að nota kúamjólkurvörur um tíma. Ef ekki dregur úr einkennum er líklegt að orsökin sé önnur. Ef barninu líður hins vegar betur er móðurinni ráðlagt að halda sig við mjólkursnautt fæði um tíma og taka inn kalktöflur. Hugsanlegt er að þetta eigi við um allan tímann sem barnið er á brjósti, þó það sé ekki víst.

Við heildarmat á atriðum sem geta leitt til breytinga á mataræði þarf að skoða hversu stórt og alvarlegt vandamálið er. Í flestum tilfellum hverfur magakrampi á skömmum tíma og er skaðlaus fyrir heilsuna til lengri tíma, en vissulega vilja foreldrar minnka óþægindi barna sinna þegar leiðir til þess eru þekktar. Niðurstöður eldri rannsókna á þessu viðfangsefni hafa ekki leitt til þess að menn hafi talið að um orsakasamband væri að ræða. Í nýlegum rannsóknum má hins vegar sjá þá stefnubreytingu að í hluta tilfella sé kúamjólkurneysla móður ástæða magakrampans eins og áður er sagt.

Ekki er fyllilega vitað hvað veldur, en líklegt er að próteinin í kúamjólk, til dæmis beta-laktóglóbúlín, valdi barninu óþægindum. Undir eðlilegum kringumstæðum brotna prótein niður í amínósýrur í þarminum áður en þau frásogast. Svo virðist sem prótein úr kúamjólkinni geti hjá sumum einstaklingum, mæðrunum, frásogast í smáþörmum og komist heilleg út í brjóstamjólkina sem barnið neytir. Þetta hefur verið talið ólíklegt en er þó ein líklegasta skýringin á því að barn svari mjólkurneyslu móður. Gegndræpi þarmsins hjá slíkum börnum veldur því síðan að þau geta frásogað stórar einingar. Það veldur viðbrögðum hjá ónæmiskerfinu en einnig hafa sést önnur einkenni skertrar meltingarstarfsemi hjá þessum börnum.

Ef kúamjólkurneysla móður hefur áhrif á magakrampa er sem sagt líklegt að hvorki móðir né barn geti varist heillegum próteinum í kúamjólk. Þó ber að hafa í huga að hér er ekki um að ræða stóran hluta barna með magakrampa. Líklegt er að erfðir spili hér stóran þátt. Mörg þeirra barna sem þetta á við um munu þróa með sér mjólkurofnæmi síðar í barnæsku og fá jafnvel ofnæmi fyrir öðrum matvælum, með öðrum orðum verða ofnæmisgjörn....