Leit á vefnum
Niðurstöður leitar - 10000 svör fundust
Er eitthvert nafn falið í þulunni sem hefst á orðunum ,,Heyrði ég í hamrinum..."?
Til eru margar hljóðritanir af þulunni sem byrjar Heyrði ég í hamrinum (eða hellinum) í þjóðfræðisafni Stofnunar Árna Magnússonar í íslenskum fræðum. Þar fer hver heimildamaður með þuluna á sinn hátt eins og eðlilegt er því það er einmitt eðli kveðskapar úr munnlegri geymd að breytast í hvert sinn sem farið er með...
Af hverju gerðist Miklihvellur ("big bang") út úr engu?
Í fyrsta lagi þá er ekki vitað hvort Miklihvellur hafi gerst "út úr engu". Í raun er ekki víst að við fáum nokkurn tíman svar við þeirri spurningu. Vitað er í dag að alheimurinn er að þenjast út og frá þeirri vitneskju koma hinar viðteknu hugmyndir um Miklahvell. En ef við gerum ráð fyrir að Miklihvellur hafi ...
Hvað eru til mörg nöfn á Íslandi?
Spurningunni er ekki auðvelt að svara. Svarið fer eftir því við hvað er miðað. Ef átt er við þann fjölda nafna sem Íslendingar hafa borið svo vitað sé eru nöfnin rúmlega 6000. Ef aðeins er átt við þau nöfn sem nú eru í notkun eru þau heldur færri. Árið 1983, þegar ég lét athuga fyrir mig fjölda nafna á þjóðskrá, v...
Hvað geturðu sagt mér um fisktegundina gulldeplu?
Í upphafi þessa árs (2009) hóf fiskveiðiskipið Huginn VE tilraunaveiðar á smáfisk sem nefnist norræna gulldepla (Maurolicus mulleri). Aflabrögð urðu vonum framar og landaði skipið rúmlega 628 tonnum. En hvaða fiskur er gulldepla? Gulldepla er svokallaður miðsjávarfiskur sem heldur sig mest á 100 til 200 metra d...
Hvernig stendur á því að leitarhlið á flugvöllum pípa alltaf þegar ég fer þar í gegn?
Spurningin í fullri lengd hljóðaði svona: Hvernig stendur á því að sumir sleppa aldrei í gegnum leitarhlið á flugvelli enda þótt ekkert reynist svo að? Þetta á til dæmis við um mig. Ég er alltaf tekin til hliðar og skoðuð hátt og lágt enda pípir hliðið þegar ég fer í gegn. Mig langar að fá skýringu á þessu. ...
Hversu stór eru nýfædd afkvæmi beinhákarla?
Upprunalega spurningin var: Hver er þyngd og lengd afkvæmis beinhákarls? Beinhákarlar (Cetorhinus maximus) eru stærstu fiskar sem finnast hér við land. Fullorðnir beinhákarlar verða mest um 10 m á lengd en sagnir eru um stærri skepnur, allt að 15 metrar að lengd en það eru óstaðfest tilvik. Algengasta stær...
Hver eru helstu fiskimið Íslands?
Fiskveiðilögsaga Íslendinga er um 760 þúsund ferkílómetrar að stærð og þar er að finna marga af stærstu fiskistofnum Norður-Atlantshafsins. Ástæðan fyrir mikilli fiskigegnd hér við land tengist kerfi hafstrauma. Hlýr angi af Golfstraumnum kemur að landinu úr suðvestri og berst um allt hafið suður af landinu. Hann ...
Hvernig kæsir maður skötu?
Vera má að aðferðir séu eitthvað breytilegar á milli manna en í grunninn er skata einfaldlega kæst þannig að börðin eru tekin af, þau sett í ílát og látin standa í einhverjar vikur þar til fiskurinn er tilbúinn. Kæsing er gömul aðferð við verkun matvæla þar sem maturinn er látinn gerjast og byrja að rotna. Á me...
Eru til opinberar reglur um hvernig eigi að fallbeygja nafnorð?
Spurningin í heild sinni hljóðaði svo:Eru til opinberar reglur um hvernig eigi að fallbeygja nafnorð, svipað og til dæmis um réttritun? Er til dæmis til einhver opinber regla um það hvernig orðið kýr fallbeygist og hvernig það skuli vera í nefnifalli (ekki kú)? Til að svara spurningunni verður fyrst að gera stu...
Hvað hefur vísindamaðurinn Finnur Friðriksson rannsakað?
Finnur Friðriksson er dósent við kennaradeild Háskólans á Akureyri. Rannsóknir hans snúa aðallega að félagslegum málvísindum, einkum málbreytingum, viðhorfum til máls og málbreytinga og málnotkun unglinga. Finnur hefur einnig rannsakað stöðu íslenskunnar sem námsgreinar og kennslutungu í skólakerfinu og viðhorf ne...
Ef tveir hlutir nálgast mig úr gagnstæðum áttum með meira en hálfum ljóshraða, hver er þá innbyrðis hraði þeirra?
Spurningin í heild er sem hér segir:Ef ég er kyrr og í austri nálgast hlutur (A) á 0,6 c miðað við mig og annar úr vestri (B) á sama hraða, hver er hraði hlutar A miðað við B?Eins og sjá má í svari Þorsteins Vilhjálmssonar við spurningunni "Er ekki hægt að komast hraðar en ljósið með því að leggja einn hraða við a...
Hvað þýðir orðatiltækið - að sitja undir sjö og klóra þeim áttunda á bakinu?
Mér hefur ekki tekist að finna orðasambandið nákvæmlega í þeirri mynd sem spurt var um. Aftur á móti eru tvö vestfirsk dæmi til í söfnum Orðabókar Háskólans um að sitja ekki undir sjö og dilla þeim áttunda og eitt austfirskt um að sitja með púkana sjö og dilla þeim áttunda. Orðatiltækin virðast notuð um þá se...
Hestar hneggja, hundar gelta og kettir mjálma, en hvað gera til dæmis asnar, fílar, selir og gíraffar?
Dýrahljóð geta verið misjöfn eins og mannanna. Oftast er þó sagt að asninn hríni. Selurinn er sagður góla, fíllinn öskrar og um hljóð gíraffa er hægt að lesa nánar í svari við spurningunni Gefa gíraffar frá sér einhver hljóð? Selir góla. Myndin er af hlébarðasel. Fleiri svör við spurningum um dýrahljóð:Ef heil...
Er til sérstakt málafbrigði á Siglufirði?
Upprunalega spurningin hljóðaði svona: Mig langar að spyrja um heiti á ákveðinni málhefð. Ég veit að á Siglufirði sleppa menn stundum eignarfornafni þegar talað er um hluti sem tilheyra einhverjum, t.d. bíllinn mömmu í stað bíllinn hennar mömmu, báturinn afa í stað báturinn hans afa, dótahillan Helgu í stað dótah...
Hvernig virkar litrófsgreinir?
Litrófsgreinir (e. spectrophotometer) er almennt heiti yfir tæki sem mælir styrk ljóss (rafsegulbylgna) eftir bylgjulengdum, ýmist fyrir ljómun (e. emission) eða gleypni (e. absorption) efna. Slík tæki eru mismunandi að gerð eftir því hvort um er að ræða ljómunar- eða gleypnimælingar og háð því um hvaða litrófssv...