Hvernig stendur á því að sumir sleppa aldrei í gegnum leitarhlið á flugvelli enda þótt ekkert reynist svo að? Þetta á til dæmis við um mig. Ég er alltaf tekin til hliðar og skoðuð hátt og lágt enda pípir hliðið þegar ég fer í gegn. Mig langar að fá skýringu á þessu.Líklegasta skýringin á því að málmleitarhliðið tístir alltaf þegar ákveðnir einstaklingar fara þar í gegn er sú að í þeim sé einhver málmur. Við leiðum sjaldan hugann að því en mjög margir hafa einhvern málm í líkamanum; dæmi um það eru tannfyllingar og skrúfur sem notaðar hafa verið til að gera við beinbrot. Málmleitarhlið sendir frá sér og nemur örstutta segulsviðspúlsa. Ef málmur kemur inn í segulsviðið aflagast það og þannig verður ljóst að málmur er á ferðinni.

Á þessari röntgenmynd af höfði sést vel málmskrúfa sem tönn hefur verið byggð ofan á. Fæst málmleitarhlið gefa þó frá sér hljóð þegar svona skrúfa fer í gegn um það.
- Úr safni höfundar.
- Hvernig virka málmleitarhlið á flugvöllum?