Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.
Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar
um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að
svara öllum spurningum.
Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að
svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki
nægileg deili á sér.
Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.
Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!
Tennur eru ekki bein, en þær sitja í beini. Tennur eru gerðar úr fjórum vefjum. Ysti vefurinn er svokallaður glerungur (e. enamel) sem er harðasta efni líkamans. Meginefni hans eða um 96% eru ólífræn steinefni, en afgangurinn er vatn og lífræn efni. Eðlilegur litur glerungs er allt frá ljósgulum til gráhvíts, en stundum virðast rendur tanna vera bláleitar. Það stafar af því að glerungur er hálfgegnsætt efni og þar sem ekkert tannbein er undir glerungi tannranda virkar litur þeirra blár. Annars taka tennur lit af tannbeininu fyrir innan glerunginn. Glerungur tanna er misþykkur; þykkastur er hann á hnúðum jaxla eða allt að 2,5 mm en þynnstur við tannlímið. Hlutverk hans er að verja tennurnar.
Tannbein (e. dentine) er styrktarefni fyrir innan glerunginn. Það er ekki beinvefur þrátt fyrir nafnið, heldur mun mýkra efni sem tannkímfrumur (e. odontoblasts) í tannkvikunni mynda. Aðalefnið er bandvefur með steinefnum og grunnefni úr kollageni. Tannbein er miklu mýkri vefur en glerungur og skemmist fljótt komist tannáta í gegnum glerunginn utan um það.
Tannlím (e. cementum) er þriðji vefurinn í tönn. Það er beinkennt efni og er myndað af límkímfrumum (e. cementoblasts) í tannrótinni (e. periodontal root). Aðalhlutverk tannlíms er að þekja tannrótina og veita festu fyrir liðbönd hennar.
Innsti vefur tannar heitir tannkvika (e. pulp). Hún er gerð úr mjúkum bandvef og í henni eru æðar og taugar sem koma inn í tönnina um tannrótarendann sem er í holu í kjálkabeininu.
Frekari fróðleikur á Vísindavefnum: