- Tannholdið liggur ekki lengur þétt upp að tönnunum. Röng aðferð við tannburstun eða sjúkdómar í tannholdi geta verið orsök þess.
- Tennur hafa brotnað eða kvarnast úr þeim.
- Tönnum er klemmt saman eða þeim er gníst saman.
- Öldrun.
- Fara reglulega til tannlæknis. Hann einn getur greint tannskemmdir en einkenni frá þeim geta líkst einkennum frá viðkvæmum tönnum. Hann getur líka greint sjúkdóma í tannholdi og sprungur og fleira í tönnunum sjálfum.
- Nota tannbursta með mjúkum hárum. Hörð hár geta valdið skemmdum á tannholdi.
- Forðast að bursta tennur of fast. Með því að skoða hárin á tannburstanum er hægt að komast að því hvort þetta er tilfellið.
- Forðast tannkrem með ertandi efnum ef hægt er. Hér er einkum átt við tannkrem sem gera tennur hvítari og/eða vinna gegn tannsteini.
- Nota tannkrem sem er gert sérstaklega fyrir viðkvæmar tennur. Þessi tannkrem innihalda efni sem fylla í götin í göngum tannbeinsins. Þannig berst áreitið ekki til tauganna og skynjast því ekki sem sársauki. Það getur tekið allt að nokkrar vikur áður en full verkun tannkremsins kemur fram.
- Nota flúorskol fyrir viðkvæmar tennur til að styrkja glerung og fylla í göt í tannbeini.
- Forðast súrar matvörur. Þær eyða glerungi tannanna. Sykurlausir drykkir (diet-drykkir) eru í þessum hópi.