Sólin Sólin Rís 10:17 • sest 16:10 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 21:40 • Sest 15:54 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 10:12 • Síðdegis: 22:46 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 03:46 • Síðdegis: 16:36 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 10:17 • sest 16:10 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 21:40 • Sest 15:54 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 10:12 • Síðdegis: 22:46 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 03:46 • Síðdegis: 16:36 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Hvað hefur vísindamaðurinn Finnur Friðriksson rannsakað?

Ritstjórn Vísindavefsins og Vísindafélag Íslands

Vísindafélag Íslendinga - 100 ára
Finnur Friðriksson er dósent við kennaradeild Háskólans á Akureyri. Rannsóknir hans snúa aðallega að félagslegum málvísindum, einkum málbreytingum, viðhorfum til máls og málbreytinga og málnotkun unglinga. Finnur hefur einnig rannsakað stöðu íslenskunnar sem námsgreinar og kennslutungu í skólakerfinu og viðhorf nemenda og kennara til íslenskukennslu, einkum málfræði.

Doktorsritgerð Finns fjallaði um ýmsar þær málbreytingar, svo sem þágufallshneigð og nýja þolmynd, sem hvað oftast ber á góma í umræðu um þróun íslensks máls og í henni var reynt að komast að því hve langt þessar breytingar voru gengnar í hversdagslegri málnotkun fólks. Meginniðurstöður voru þær að umræddar breytingar voru skemur gengnar en oft er talið og að íslenskt mál einkennist, hvað þessa þætti varðar, af stöðugleika fremur en breytingum. Þessi stöðugleiki var aðallega rakinn til sterkrar þjóðerniskenndar og íhaldssamrar málstefnu sem er almennt samþykkt í málssamfélaginu og leiðir af sér viðhorf sem yfirleitt eru andsnúin breytingum á málinu.

Rannsóknir Finns snúa aðallega að félagslegum málvísindum, einkum málbreytingum, viðhorfum til máls og málbreytinga og málnotkun unglinga.

Undanfarin ár hefur Finnur beint sjónum sínum að málnotkun á samfélagsmiðlum, einkum Facebook. Þar hefur hann horft sérstaklega til unglinga og þess hvernig þeir tjá sig í máli og myndum, hvort heldur er í opnum stöðuuppfærslum eða í lokuðum hópum, en einkum í síðarnefnda umhverfinu virðast hafa myndast ýmsar sjálfsprottnar reglur um málnotkun, til að mynda hvað varðar notkun skammstafana, greinarmerkja og ensku, enda þótt heildarmyndin kunni við fyrstu sýn að virðast nokkuð óreiðukennd. Finnur hefur einnig kannað hvort þessi málnotkun sé að einhverju leyti kynbundin. Þá er hann þátttakandi í samstarfsverkefni sem mun á næstu misserum rýna í hversdagslegt talmál unglinga við ýmsar aðstæður með það fyrir augum að greina samtalsmynstur þeirra, þróun orðaforða og breytileika í máli.

Finnur fæddist 23. október 1972. Hann lauk stúdentsprófi frá Menntaskólanum á Akureyri 1992, BA-gráðu í ensku og sagnfræði frá Háskóla Íslands, með tveggja ára viðkomu í Edinborgarháskóla í Skotlandi, og doktorsgráðu í almennum málvísindum frá Gautaborgarháskóla í Svíþjóð árið 2008. Auk þess lauk hann prófi í kennslufræðum til kennsluréttinda frá Háskólanum á Akureyri árið 2011. Finnur hefur starfað við Háskólann á Akureyri síðan 2002, fyrir utan 2011-2012 er hann starfaði sem lektor við Gautaborgarháskóla, en þar sinnti hann jafnframt stundakennslu á námsárum sínum. Samhliða kennslu og rannsóknum hefur hann síðustu árin sinnt starfi brautarstjóra kennarabrautar og þannig haft umsjón með kennaranámi. Hann hefur jafnframt kennt á bæði grunn- og framhaldsskólastigi.

Mynd:
  • Úr safni Háskólans á Akureyri.

Útgáfudagur

5.5.2018

Síðast uppfært

3.2.2020

Spyrjandi

Ritstjórn

Tilvísun

Ritstjórn Vísindavefsins og Vísindafélag Íslands. „Hvað hefur vísindamaðurinn Finnur Friðriksson rannsakað?“ Vísindavefurinn, 5. maí 2018, sótt 21. nóvember 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=75799.

Ritstjórn Vísindavefsins og Vísindafélag Íslands. (2018, 5. maí). Hvað hefur vísindamaðurinn Finnur Friðriksson rannsakað? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=75799

Ritstjórn Vísindavefsins og Vísindafélag Íslands. „Hvað hefur vísindamaðurinn Finnur Friðriksson rannsakað?“ Vísindavefurinn. 5. maí. 2018. Vefsíða. 21. nóv. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=75799>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Hvað hefur vísindamaðurinn Finnur Friðriksson rannsakað?
Finnur Friðriksson er dósent við kennaradeild Háskólans á Akureyri. Rannsóknir hans snúa aðallega að félagslegum málvísindum, einkum málbreytingum, viðhorfum til máls og málbreytinga og málnotkun unglinga. Finnur hefur einnig rannsakað stöðu íslenskunnar sem námsgreinar og kennslutungu í skólakerfinu og viðhorf nemenda og kennara til íslenskukennslu, einkum málfræði.

Doktorsritgerð Finns fjallaði um ýmsar þær málbreytingar, svo sem þágufallshneigð og nýja þolmynd, sem hvað oftast ber á góma í umræðu um þróun íslensks máls og í henni var reynt að komast að því hve langt þessar breytingar voru gengnar í hversdagslegri málnotkun fólks. Meginniðurstöður voru þær að umræddar breytingar voru skemur gengnar en oft er talið og að íslenskt mál einkennist, hvað þessa þætti varðar, af stöðugleika fremur en breytingum. Þessi stöðugleiki var aðallega rakinn til sterkrar þjóðerniskenndar og íhaldssamrar málstefnu sem er almennt samþykkt í málssamfélaginu og leiðir af sér viðhorf sem yfirleitt eru andsnúin breytingum á málinu.

Rannsóknir Finns snúa aðallega að félagslegum málvísindum, einkum málbreytingum, viðhorfum til máls og málbreytinga og málnotkun unglinga.

Undanfarin ár hefur Finnur beint sjónum sínum að málnotkun á samfélagsmiðlum, einkum Facebook. Þar hefur hann horft sérstaklega til unglinga og þess hvernig þeir tjá sig í máli og myndum, hvort heldur er í opnum stöðuuppfærslum eða í lokuðum hópum, en einkum í síðarnefnda umhverfinu virðast hafa myndast ýmsar sjálfsprottnar reglur um málnotkun, til að mynda hvað varðar notkun skammstafana, greinarmerkja og ensku, enda þótt heildarmyndin kunni við fyrstu sýn að virðast nokkuð óreiðukennd. Finnur hefur einnig kannað hvort þessi málnotkun sé að einhverju leyti kynbundin. Þá er hann þátttakandi í samstarfsverkefni sem mun á næstu misserum rýna í hversdagslegt talmál unglinga við ýmsar aðstæður með það fyrir augum að greina samtalsmynstur þeirra, þróun orðaforða og breytileika í máli.

Finnur fæddist 23. október 1972. Hann lauk stúdentsprófi frá Menntaskólanum á Akureyri 1992, BA-gráðu í ensku og sagnfræði frá Háskóla Íslands, með tveggja ára viðkomu í Edinborgarháskóla í Skotlandi, og doktorsgráðu í almennum málvísindum frá Gautaborgarháskóla í Svíþjóð árið 2008. Auk þess lauk hann prófi í kennslufræðum til kennsluréttinda frá Háskólanum á Akureyri árið 2011. Finnur hefur starfað við Háskólann á Akureyri síðan 2002, fyrir utan 2011-2012 er hann starfaði sem lektor við Gautaborgarháskóla, en þar sinnti hann jafnframt stundakennslu á námsárum sínum. Samhliða kennslu og rannsóknum hefur hann síðustu árin sinnt starfi brautarstjóra kennarabrautar og þannig haft umsjón með kennaranámi. Hann hefur jafnframt kennt á bæði grunn- og framhaldsskólastigi.

Mynd:
  • Úr safni Háskólans á Akureyri.
...