Sólin Sólin Rís 09:06 • sest 17:16 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 06:24 • Sest 16:46 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 05:17 • Síðdegis: 17:24 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 11:24 • Síðdegis: 23:36 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 09:06 • sest 17:16 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 06:24 • Sest 16:46 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 05:17 • Síðdegis: 17:24 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 11:24 • Síðdegis: 23:36 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Hvað búa margir unglingar á Íslandi?

ÍDÞ

Hjá Hagstofu Íslands má finna ýmislegt talnaefni, meðal annars aldursdreifingu þeirra sem búa á Íslandi. En áður en við getum svarað spurningunni verðum við að skilgreina hvaða ár teljast til unglingsára.

Á Snöru má finna eftirfarandi skilgreiningu á orðinu unglingur:

ungur maður á aldrinum frá um 13 til 17-18 ára.
Einnig er talað um táningasaldur frá 13-19 ára en þær tölur enda allar á -tán.

Með þetta í huga skulum við skoða hversu margir á aldrinum 13-19 ára búa á Íslandi miðað við upphaf árs 2015, sjá töflu 1:

Aldur: Fjöldi:
13 ára
4.207
14 ára
4.414
15 ára
4.254
16 ára
4.346
17 ára
4.404
18 ára
4.566
19 ára
4.540

Tafla 1: Aldursdreifing þeirra sem búa á Íslandi í upphafi árs 2015 og eru á bilinu 13-19 ára.

Fjöldi unglinga á Íslandi fer eftir því hvaða aldur við miðum við. Ef við lítum á unglinga sem 13-17 ára eru þeir 21.625, ef við bætum þeim sem eru 18 ára við verða þeir 26.191 en 30.731 ef við miðum við 13-19 ára.

Því næst getum við litið á hve margir unglingar búa á Íslandi eftir því hvort við viljum miða við 13-17 ára, 13-18 ára eða 13-19 ára, sjá töflu 2:

Aldursbil: Fjöldi:
13-17 ára
21.625
13-18 ára
26.191
13-19 ára
30.731

Tafla 2: Fjöldi unglinga á Íslandi í upphafi árs 2015 eftir því hvaða aldursbil við miðum við.

Það fer því allt eftir því hvernig við skilgreinum unglinga, hve margir unglingar búa á Íslandi, allt frá 21.625 ef við miðum við 13-17 ára og upp í 30.731 ef við miðum við 13-19 ára.

Enn fremur er athyglisvert að skoða hversu hátt hlutfall þeirra sem búa á Íslandi eru unglingar en á Íslandi búa 329.100 manns, sjá töflu 3:

Aldursbil: Fjöldi: Hlutfall af heildaríbúafjölda:
13-17 ára
21.625
6,57%
13-18 ára
26.191
7,96%
13-19 ára
30.731
9,34%

Tafla 3: Hlutfall þeirra sem eru unglingar á Íslandi.

Eins og áður segir miðast tölurnar hér að ofan við upphaf árs 2015, nánar tiltekið 1. janúar. Þetta svar mun því fljótt verða úrelt og því skal lesendum bent á vef Hagstofunnar, nánar tiltekið á flokkinn Mannfjöldi sem finna má undir talnaefni Hagstofunnar. Þar má finna ýmsar upplýsingar um íbúa Íslands, bæði upplýsingar fyrir núverandi ár og fyrir fyrri ár.

Heimildir:

Mynd:

Höfundur

Ívar Daði Þorvaldsson

M.Sc. í hugbúnaðarverkfræði og fyrrverandi starfsmaður Vísindavefsins

Útgáfudagur

29.7.2015

Spyrjandi

Hákon Tumi Lárusson

Tilvísun

ÍDÞ. „Hvað búa margir unglingar á Íslandi?“ Vísindavefurinn, 29. júlí 2015, sótt 30. október 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=70229.

ÍDÞ. (2015, 29. júlí). Hvað búa margir unglingar á Íslandi? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=70229

ÍDÞ. „Hvað búa margir unglingar á Íslandi?“ Vísindavefurinn. 29. júl. 2015. Vefsíða. 30. okt. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=70229>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Hvað búa margir unglingar á Íslandi?
Hjá Hagstofu Íslands má finna ýmislegt talnaefni, meðal annars aldursdreifingu þeirra sem búa á Íslandi. En áður en við getum svarað spurningunni verðum við að skilgreina hvaða ár teljast til unglingsára.

Á Snöru má finna eftirfarandi skilgreiningu á orðinu unglingur:

ungur maður á aldrinum frá um 13 til 17-18 ára.
Einnig er talað um táningasaldur frá 13-19 ára en þær tölur enda allar á -tán.

Með þetta í huga skulum við skoða hversu margir á aldrinum 13-19 ára búa á Íslandi miðað við upphaf árs 2015, sjá töflu 1:

Aldur: Fjöldi:
13 ára
4.207
14 ára
4.414
15 ára
4.254
16 ára
4.346
17 ára
4.404
18 ára
4.566
19 ára
4.540

Tafla 1: Aldursdreifing þeirra sem búa á Íslandi í upphafi árs 2015 og eru á bilinu 13-19 ára.

Fjöldi unglinga á Íslandi fer eftir því hvaða aldur við miðum við. Ef við lítum á unglinga sem 13-17 ára eru þeir 21.625, ef við bætum þeim sem eru 18 ára við verða þeir 26.191 en 30.731 ef við miðum við 13-19 ára.

Því næst getum við litið á hve margir unglingar búa á Íslandi eftir því hvort við viljum miða við 13-17 ára, 13-18 ára eða 13-19 ára, sjá töflu 2:

Aldursbil: Fjöldi:
13-17 ára
21.625
13-18 ára
26.191
13-19 ára
30.731

Tafla 2: Fjöldi unglinga á Íslandi í upphafi árs 2015 eftir því hvaða aldursbil við miðum við.

Það fer því allt eftir því hvernig við skilgreinum unglinga, hve margir unglingar búa á Íslandi, allt frá 21.625 ef við miðum við 13-17 ára og upp í 30.731 ef við miðum við 13-19 ára.

Enn fremur er athyglisvert að skoða hversu hátt hlutfall þeirra sem búa á Íslandi eru unglingar en á Íslandi búa 329.100 manns, sjá töflu 3:

Aldursbil: Fjöldi: Hlutfall af heildaríbúafjölda:
13-17 ára
21.625
6,57%
13-18 ára
26.191
7,96%
13-19 ára
30.731
9,34%

Tafla 3: Hlutfall þeirra sem eru unglingar á Íslandi.

Eins og áður segir miðast tölurnar hér að ofan við upphaf árs 2015, nánar tiltekið 1. janúar. Þetta svar mun því fljótt verða úrelt og því skal lesendum bent á vef Hagstofunnar, nánar tiltekið á flokkinn Mannfjöldi sem finna má undir talnaefni Hagstofunnar. Þar má finna ýmsar upplýsingar um íbúa Íslands, bæði upplýsingar fyrir núverandi ár og fyrir fyrri ár.

Heimildir:

Mynd:

...