Hver er þyngd og lengd afkvæmis beinhákarls?Beinhákarlar (Cetorhinus maximus) eru stærstu fiskar sem finnast hér við land. Fullorðnir beinhákarlar verða mest um 10 m á lengd en sagnir eru um stærri skepnur, allt að 15 metrar að lengd en það eru óstaðfest tilvik. Algengasta stærð beinhákarla sem hafa veiðst hér við land er um 7 metrar. Þyngdin er venjulega á bilinu 3-6 tonn. Beinhákarlar er ein þriggja tegunda hákarla sem eru ekki ránfiskar heldur svifætur líkt og hvalháfur (Rhincodon typus) og gingapi (Megachasma pelagios). Beinhákarlar halda til úti á rúmsjó yfir veturinn en þegar hlýna tekur í hafinu koma þeir nær landi og lifa þar á dýrasvifi í efstu lögum sjávar.

Beinhákarl (Cetorhinus maximus) er næst stærstur allra hákarla. Afkvæmin eru líklega 150-200 cm löng.