Mig langar að spyrja um heiti á ákveðinni málhefð. Ég veit að á Siglufirði sleppa menn stundum eignarfornafni þegar talað er um hluti sem tilheyra einhverjum, t.d. bíllinn mömmu í stað bíllinn hennar mömmu, báturinn afa í stað báturinn hans afa, dótahillan Helgu í stað dótahillan hennar Helgu. Mín spurning er heitir þetta „málafbrigði“ eitthvað?
- Mats Wibe Lund - mats.is. Birt með góðfúslegu leyfi. (Sótt 14.12.2020).