Sólin Sólin Rís 10:17 • sest 16:10 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 21:40 • Sest 15:54 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 10:12 • Síðdegis: 22:46 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 03:46 • Síðdegis: 16:36 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 10:17 • sest 16:10 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 21:40 • Sest 15:54 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 10:12 • Síðdegis: 22:46 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 03:46 • Síðdegis: 16:36 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Er til sérstakt málafbrigði á Siglufirði?

Guðrún Kvaran

Árnastofnun - mynd í *Árnarstofnun
Upprunalega spurningin hljóðaði svona:

Mig langar að spyrja um heiti á ákveðinni málhefð. Ég veit að á Siglufirði sleppa menn stundum eignarfornafni þegar talað er um hluti sem tilheyra einhverjum, t.d. bíllinn mömmu í stað bíllinn hennar mömmu, báturinn afa í stað báturinn hans afa, dótahillan Helgu í stað dótahillan hennar Helgu. Mín spurning er heitir þetta „málafbrigði“ eitthvað?

Svonefnt „Ólafsfjarðareignarfall“ þekkist einnig á Siglufirði og reyndar víðar á landinu. Myndin er af Siglufirði.

Þetta eignarfall var rannsakað fyrir nokkrum árum í svokölluðu „Tilbrigðaverkefni“. Einn af þeim sem fór fyrir þeirri rannsókn var Höskuldur Þráinsson, prófessor emeritus, og sagði hann mér að þetta hefði stundum verið kallað „Ólafsfjarðareignarfallið“ sem ekki sé sanngjarnt gagnvart Siglfirðingum sem nota þetta eignarfall ekki síður.

Það þekkist reyndar víðar svo sem á Sauðárkróki, á Patreksfirði og jafnvel í Vestur-Skaftafellssýslu. Um þetta má lesa í ritinu Tilbrigði í íslenskri setningagerð II, grein 13.4, en ritið var gefið út af Málvísindastofnun 2015.

Mynd:

Höfundur

Guðrún Kvaran

prófessor

Útgáfudagur

8.1.2021

Spyrjandi

Elva Díana Davíðsdóttir

Tilvísun

Guðrún Kvaran. „Er til sérstakt málafbrigði á Siglufirði?“ Vísindavefurinn, 8. janúar 2021, sótt 21. nóvember 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=80584.

Guðrún Kvaran. (2021, 8. janúar). Er til sérstakt málafbrigði á Siglufirði? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=80584

Guðrún Kvaran. „Er til sérstakt málafbrigði á Siglufirði?“ Vísindavefurinn. 8. jan. 2021. Vefsíða. 21. nóv. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=80584>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Er til sérstakt málafbrigði á Siglufirði?
Upprunalega spurningin hljóðaði svona:

Mig langar að spyrja um heiti á ákveðinni málhefð. Ég veit að á Siglufirði sleppa menn stundum eignarfornafni þegar talað er um hluti sem tilheyra einhverjum, t.d. bíllinn mömmu í stað bíllinn hennar mömmu, báturinn afa í stað báturinn hans afa, dótahillan Helgu í stað dótahillan hennar Helgu. Mín spurning er heitir þetta „málafbrigði“ eitthvað?

Svonefnt „Ólafsfjarðareignarfall“ þekkist einnig á Siglufirði og reyndar víðar á landinu. Myndin er af Siglufirði.

Þetta eignarfall var rannsakað fyrir nokkrum árum í svokölluðu „Tilbrigðaverkefni“. Einn af þeim sem fór fyrir þeirri rannsókn var Höskuldur Þráinsson, prófessor emeritus, og sagði hann mér að þetta hefði stundum verið kallað „Ólafsfjarðareignarfallið“ sem ekki sé sanngjarnt gagnvart Siglfirðingum sem nota þetta eignarfall ekki síður.

Það þekkist reyndar víðar svo sem á Sauðárkróki, á Patreksfirði og jafnvel í Vestur-Skaftafellssýslu. Um þetta má lesa í ritinu Tilbrigði í íslenskri setningagerð II, grein 13.4, en ritið var gefið út af Málvísindastofnun 2015.

Mynd:...