Leit á vefnum
Niðurstöður leitar - 172 svör fundust
Hver er munurinn á náttúrulyfjum og náttúruvörum?
Jurtir hafa verið notaðar frá örófi alda í bæði í hefðbundinni og óhefðbundinni lyfja- og læknisfræði. Innihaldsefni plantna eru breytileg í mismunandi plöntulíffærum (til dæmis rót, fræ, blöð og börkur) og einnig eftir vaxtarstað, uppskerutíma, meðhöndlun eftir uppskeru og vinnsluaðferð. Á síðustu áratugum hef...
Er hægt að grennast með því að leika á fiðlu?
Vitað er að bæði lífsstíll og erfðir hafa áhrif á holdarfar fólks. Enn sem komið er höfum við litla stjórn á erfðaeiginleikunum en lifnaðarháttunum stýrum við sjálf, þar með talið hvað og hversu mikið við borðum og hversu miklu við brennum. Þeir sem vilja grennast þurfa að finna leið til þess að brenna meiri orku ...
Er hægt að lækna hrygggigt eða er bara hægt að halda einkennum niðri með lyfjum?
Hrygggigt (Spondylitis ankylopoetica) er sjúkdómur sem greinilega hefur fylgt mannkyninu lengi. Sýnt hefur verið fram á hryggikt í múmíum úr gröfum Forn-Egypta og einnig hafa fundist merki um sjúkdóminn í líkamsleifum frá því um 3000 árum fyrir Krist. Ekki er vitað með vissu um algengi hrygggigtar, en talið er...
Af hverju man fólk með Alzheimer hvað það gerði fyrir 50 árum, en ekki hvað það borðaði í morgunmat?
Alzheimers-sjúkdómur er algengasti heilahrörnunarsjúkdómurinn, en þeir eru allmargir. Eitt aðaleinkenni hans er skert minni og virðist það einkum koma fram í nærminni eða með öðrum orðum hæfileikanum til að leggja nýja hluti eða nýliðna atburði á minnið. Þegar nánar er að gáð, til dæmis með beinum spurningum um fj...
Hvað eru freknur?
Freknur eru litlar skellur af litarefninu melaníni í húðinni. Þær eru mjög mismunandi á stærð, oftast álíka stórar og títuprjónshaus en geta runnið saman og þá orðið stærri. Freknur myndast við sams konar ferli og þegar við verðum sólbrún (sjá svar sama höfundar við spurningunni Hvers vegna verðum við brún af því ...
Hvernig lækningajurt er fífill og hvaða kvilla læknar hann?
Hér á landi er að finna nokkrar tegundir fífla, má þar nefna fjalldalafífil, hjartafífil, hóffífil, Íslandsfífil, Jakobsfífil, krossfífil, skarifífil og túnfífli (sjá www.floraislands.is). Túnfífill (Taraxacum officinale) er sá fífill sem ef til vill þekktastur og hefur lengi verið notaður í alþýðulækningum. Hi...
Íþróttamenn sjást stundum nota munntóbak, hvernig fer þetta tvennt saman?
Þegar talað er um reyklaust tóbak er átt við neftóbak og munntóbak. Neftóbaks hefur verið neytt á Íslandi í mjög langan tíma. Munntóbaks hefur aftur á móti verið neytt í mun styttri tíma svo einhverju nemi en notkun þess hefur farið mjög vaxandi á undanförnum árum einkum meðal yngra fólks. Ein skýringin á þessari ...
Hverjar voru meginstoðir kristins helgihalds á fyrstu öldum kristni á Íslandi?
Meginstoðir kristins helgihalds í landinu frá upphafi og fram á fyrstu áratugi 20. aldar voru sóknarkirkjurnar og heimilin. Þegar litið er yfir trúarlífið í landinu má því tala um kirkjuguðrækni og heimilisguðrækni.[1] Þannig hefur það líklega verið lengst af í kristnum heimi. Heimilin gegndu þó viðameira hlutver...
Hverjar eru síðustu heimildir um galdraiðkun á Íslandi?
Heimildir um galdraiðkun á Íslandi eru ýmiss konar. Um þau galdramál sem háð voru fyrir dómstólum eru Alþingisbækur traustustu heimildirnar auk þeirra héraðsdómsskjala sem varðveist hafa (dóma- og þingbækur). Þar sem þeim heimildum sleppir hafa annálar, bréfabækur, prestastefnubækur og máldagar einnig reynst haldb...
Eru nagladekk öruggasti kosturinn í umferðinni?
Ótal þættir hafa áhrif á öryggi í umferðinni, bæði tæknilegir og ekki síður mannlegir. Umferðarmannvirki eru yfirleitt hönnuð til að leiða umferðina sem um þau fer á öruggan og skilvirkan hátt. Það á við um alla vegbygginguna (burðarlög, slitlög og axlir), halla og legu vegarins, umferðarmerkingar svo og öryggisma...
Hvernig var daglegt líf almúgafólks á miðöldum?
Svarið við þessari spurningu gæti fyllt margar bækur og yrði þó aldrei tæmandi. Því er líklega best að umorða spurninguna dálítið og spyrja hvað var ólíkast með lífi almúgafólks á miðöldum og lífi fólks hér og nú. Og þá er best að hugsa um lífið eins og það var nær hvar sem var í Evrópu, að Íslandi meðtöldu. Me...
Hver er munurinn á trölli, jötni og risa?
Í heild sinni hljómaði spurningin svona: Hver er munurinn á trölli, jötni og risa? Í Þýskalandi og víða eru tröll dvergvaxin og ljót en hér eru stór (sbr. tröllvaxinn). Vanalega er gerður greinarmunur á hugtökunum jötunn, tröll og risi, þó að vissulega skarist merking þeirra og skil geti verið óljós. Þannig til...
Hversu oft slær hjartað á mínútu?
Hér er einnig að finna svör við spurningunum:Hvað er hjartað stórt? Slær hjartað öðuvísi þegar maður sefur heldur en þegar maður er vakandi og slakar alveg á? Hver er eðlilegur hjartsláttur á mínútu og hver er hentugur hjartsláttur við æfingar ef maður vill léttast? Hjartað er vöðvi sem sér um að dæla blóði u...
Hefur verið sannað að náttúrulyf eins og til dæmis sólhattur virki?
Sólhattur er náttúruvara, það er að segja hann flokkast sem fæðubótarefni og hefur ekki markaðsleyfi sem náttúrulyf hér á landi. Fjallað eru um náttúrlyf og náttúrvörur í svari sömu höfunda við spurningunni Hver er munurinn á náttúrulyfjum og náttúruvörum? Náttúruvörur eru seldar án þess að kröfur séu gerðar til ...
Hver er munurinn á jafnréttindum og kvenréttindum?
Í grunninn er munurinn á „jafnréttindum“ og „kvenréttindum“ sáralítill. Bæði hugtökin eru byggð á hugmyndinni um félagslegan jöfnuð sem á rætur að rekja til kenninga Aristótelesar. Þess ber að geta að þegar Aristóteles setti hugmyndina fram náði hún ekki til allra samfélagsþegna í Forn-Grikklandi. Konur og þrælar ...