Sólin Sólin Rís 09:06 • sest 17:16 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 06:24 • Sest 16:46 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 05:17 • Síðdegis: 17:24 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 11:24 • Síðdegis: 23:36 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 09:06 • sest 17:16 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 06:24 • Sest 16:46 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 05:17 • Síðdegis: 17:24 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 11:24 • Síðdegis: 23:36 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Hver er munurinn á náttúrulyfjum og náttúruvörum?

Sesselja Ómarsdóttir og Margrét Bessadóttir

Jurtir hafa verið notaðar frá örófi alda í bæði í hefðbundinni og óhefðbundinni lyfja- og læknisfræði. Innihaldsefni plantna eru breytileg í mismunandi plöntulíffærum (til dæmis rót, fræ, blöð og börkur) og einnig eftir vaxtarstað, uppskerutíma, meðhöndlun eftir uppskeru og vinnsluaðferð.

Á síðustu áratugum hefur fjöldi náttúruvara sem útbúnar eru á einfaldan hátt úr jurtum, dýrum, örverum, steinefnum eða söltum verið settar á markað. Náttúruvörur eru oftast extrökt, það er flóknar blöndur margra innihaldsefna og eru þær flokkaðar sem fæðubótarefni. Það eru ekki gerðar kröfur um víðtækt gæðaeftirlit né að niðurstöður rannsókna liggi fyrir um verkanir, auka- og milliverkanir.

Náttúrulyf eru einnig oftast extrökt en um þau eru gerðar kröfur um margþætt gæðaeftirlit og að innihaldsefni séu óbreytt á milli framleiðslulota, það er að sama magn af innihaldsefnum sé í hverjum skammti. Auk þess þurfa niðurstöður vísindarannsókna að hafa sýnt fram á að náttúrulyfið nýtist mönnum í baráttunni við sjúkdóma eða að það hafi fyrirbyggjandi áhrif eða að um hefð eða langa reynslu af notkuninni sé að ræða.

Eitt þeirra náttúrlyfja sem leyft er hérlendis er unnið úr rót garðabrúðu (Valeriana officinalis) og er það notað við óróa og svefnerfiðleikum.

Með náttúrulyfjum þarf að fylgja ítarleg samantekt á eiginleikum lyfsins og fylgiseðill sem hefur að geyma allar helstu upplýsingar fyrir neytandann um náttúrulyfið líkt og gildir um lyf. Það er heimilt að merkja og auglýsa ábendingar á náttúrulyfjum en ekki náttúruvörum.

Með því að smella hér má skoða reglugerð um markaðsleyfi náttúrulyfja sem tók gildi þann 1. janúar 1998. Listi yfir þau náttúrulyf sem hafa markaðsleyfi hér á landi er að finna á vef Lyfjastofnunar. Loks má benda á að á vef Lyfju er pistill eftir Ólöfu Þórhallsdóttur lyfjafræðing um aukaverkanir og milliverkanir náttúrulyfja, náttúruvara og fæðubótarefna.

Á Vísindavefnum eru nokkur svör sem fjalla um jurtir sem notaðar hafa verið í lækningaskyni í gegnum tíðina, til dæmis:

Mynd: Valerian (herb) á Wikipedia. Sótt 15. 02. 2008.

Höfundar

lektor í lyfja- og efnafræði náttúruefna við HÍ

doktorsnemi í lyfjafræði

Útgáfudagur

15.2.2008

Síðast uppfært

2.9.2022

Spyrjandi

Ritstjórn

Tilvísun

Sesselja Ómarsdóttir og Margrét Bessadóttir. „Hver er munurinn á náttúrulyfjum og náttúruvörum?“ Vísindavefurinn, 15. febrúar 2008, sótt 30. október 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=7070.

Sesselja Ómarsdóttir og Margrét Bessadóttir. (2008, 15. febrúar). Hver er munurinn á náttúrulyfjum og náttúruvörum? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=7070

Sesselja Ómarsdóttir og Margrét Bessadóttir. „Hver er munurinn á náttúrulyfjum og náttúruvörum?“ Vísindavefurinn. 15. feb. 2008. Vefsíða. 30. okt. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=7070>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Hver er munurinn á náttúrulyfjum og náttúruvörum?
Jurtir hafa verið notaðar frá örófi alda í bæði í hefðbundinni og óhefðbundinni lyfja- og læknisfræði. Innihaldsefni plantna eru breytileg í mismunandi plöntulíffærum (til dæmis rót, fræ, blöð og börkur) og einnig eftir vaxtarstað, uppskerutíma, meðhöndlun eftir uppskeru og vinnsluaðferð.

Á síðustu áratugum hefur fjöldi náttúruvara sem útbúnar eru á einfaldan hátt úr jurtum, dýrum, örverum, steinefnum eða söltum verið settar á markað. Náttúruvörur eru oftast extrökt, það er flóknar blöndur margra innihaldsefna og eru þær flokkaðar sem fæðubótarefni. Það eru ekki gerðar kröfur um víðtækt gæðaeftirlit né að niðurstöður rannsókna liggi fyrir um verkanir, auka- og milliverkanir.

Náttúrulyf eru einnig oftast extrökt en um þau eru gerðar kröfur um margþætt gæðaeftirlit og að innihaldsefni séu óbreytt á milli framleiðslulota, það er að sama magn af innihaldsefnum sé í hverjum skammti. Auk þess þurfa niðurstöður vísindarannsókna að hafa sýnt fram á að náttúrulyfið nýtist mönnum í baráttunni við sjúkdóma eða að það hafi fyrirbyggjandi áhrif eða að um hefð eða langa reynslu af notkuninni sé að ræða.

Eitt þeirra náttúrlyfja sem leyft er hérlendis er unnið úr rót garðabrúðu (Valeriana officinalis) og er það notað við óróa og svefnerfiðleikum.

Með náttúrulyfjum þarf að fylgja ítarleg samantekt á eiginleikum lyfsins og fylgiseðill sem hefur að geyma allar helstu upplýsingar fyrir neytandann um náttúrulyfið líkt og gildir um lyf. Það er heimilt að merkja og auglýsa ábendingar á náttúrulyfjum en ekki náttúruvörum.

Með því að smella hér má skoða reglugerð um markaðsleyfi náttúrulyfja sem tók gildi þann 1. janúar 1998. Listi yfir þau náttúrulyf sem hafa markaðsleyfi hér á landi er að finna á vef Lyfjastofnunar. Loks má benda á að á vef Lyfju er pistill eftir Ólöfu Þórhallsdóttur lyfjafræðing um aukaverkanir og milliverkanir náttúrulyfja, náttúruvara og fæðubótarefna.

Á Vísindavefnum eru nokkur svör sem fjalla um jurtir sem notaðar hafa verið í lækningaskyni í gegnum tíðina, til dæmis:

Mynd: Valerian (herb) á Wikipedia. Sótt 15. 02. 2008.

...