Sólin Sólin Rís 09:06 • sest 17:16 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 06:24 • Sest 16:46 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 05:17 • Síðdegis: 17:24 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 11:24 • Síðdegis: 23:36 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 09:06 • sest 17:16 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 06:24 • Sest 16:46 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 05:17 • Síðdegis: 17:24 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 11:24 • Síðdegis: 23:36 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Hvernig var skessujurt notuð til lækninga?

Jón Már Halldórsson

Skessujurt (Levisticum officinale, e. lovage) er af sveipjurtaætt (Apiacea). Hún er venjulega um 1-1½ metri á hæð en getur þó orðið yfir 2 metrar. Hérlendis ber plantan venjulega blóm í júlí og eru þau gulgræn að lit.

Skessujurtin er upprunnin í Suður-Evrópu við Miðjarðarhafið en barst þaðan norður eftir álfunni, meðal annars til Bretlands þar sem hún var mikið ræktuð sem lækningajurt fyrr á tímum. Víða í Evrópu vex skessujurt í skóglendi, á ræktarsvæðum og við híbýli. Plantan hefur einnig borist til Bandaríkjanna og er hana að finna í fylkjum á austurströndinni.

Skessujurt hefur bæði verið notuð til lækninga og matargerðar frá alda öðli og eru til fjölmargar heimildir þess efnis. Venjulega voru laufin notuð sem krydd en jarðstöngull og rót til lækninga. Á miðöldum var skessujurt gjarnan ræktuð við klaustur og notuð af klausturbúum. Segir sagan að seyði jurtarinnar hafi verið notað til að lina hósta og til að vinna gegn verkjum í brjóstholi. Þá átti seyði unnið úr skessujurt að vera þvag- og gaslosandi og var það einnig gefið sjúklingum sem þjáðust af óþægindum í meltingarvegi og nýrum.

Skessujurtin var líka notuð út í baðvatn til að gefa góðan ilm, auk þess sem hún átti að hafa góð áhrif á húðina. Dæmi eru um að seyði unnið úr jurtinni hafi verið notað til að gera eins konar ástardrykk.

Í dag er skessujurtin mikið notuð í teblöndur auk þess sem efni úr henni eru notuð til meðferðar á ýmsum kvillum sem hrjá okkur mannfólkið. Sem dæmi má nefna nýrnasteina, malaríu, hálsbólgu, gigt, brjósthimnubólgu, þvagsýrugigt og tíðarverki.

Neysla á skessujurt á að örva matarlyst og hún þykir afar góð kryddjurt, en bragðið minnir um margt á blaðselju (sellerí). Víða í Evrópu er jurtin mikið notuð í ýmsar tegundir líkjöra, jurtabrennivín, sósur og súpur. Auk þess er algengt að steikja laufblöðin á pönnu ásamt ungum ferskum stilkum.

Þar sem jurtin hefur mjög þvaglosandi áhrif er mikilvægt að þeir sem neyta hennar í einhverjum mæli drekki mikið vatn. Þeim sem eru veikir fyrir hjarta eða í nýrum eða þjást af bólgum í þvagkerfi er bent á að neyta ekki skessujurtar nema að höfðu samráði við lækni. Það sama á við um ófrískar konur og konur með barn á brjósti.

Önnur svör um lækningajurtir á Vísindavefnum eftir Sigmund Guðbjarnason:

Frekari fróðleikur um skessujurt:

Mynd: Naturhistoriska riksmuseet

Höfundur

Jón Már Halldórsson

líffræðingur

Útgáfudagur

1.10.2004

Spyrjandi

Elfa Björk Vigfúsdóttir

Tilvísun

Jón Már Halldórsson. „Hvernig var skessujurt notuð til lækninga?“ Vísindavefurinn, 1. október 2004, sótt 30. október 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=4540.

Jón Már Halldórsson. (2004, 1. október). Hvernig var skessujurt notuð til lækninga? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=4540

Jón Már Halldórsson. „Hvernig var skessujurt notuð til lækninga?“ Vísindavefurinn. 1. okt. 2004. Vefsíða. 30. okt. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=4540>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Hvernig var skessujurt notuð til lækninga?
Skessujurt (Levisticum officinale, e. lovage) er af sveipjurtaætt (Apiacea). Hún er venjulega um 1-1½ metri á hæð en getur þó orðið yfir 2 metrar. Hérlendis ber plantan venjulega blóm í júlí og eru þau gulgræn að lit.

Skessujurtin er upprunnin í Suður-Evrópu við Miðjarðarhafið en barst þaðan norður eftir álfunni, meðal annars til Bretlands þar sem hún var mikið ræktuð sem lækningajurt fyrr á tímum. Víða í Evrópu vex skessujurt í skóglendi, á ræktarsvæðum og við híbýli. Plantan hefur einnig borist til Bandaríkjanna og er hana að finna í fylkjum á austurströndinni.

Skessujurt hefur bæði verið notuð til lækninga og matargerðar frá alda öðli og eru til fjölmargar heimildir þess efnis. Venjulega voru laufin notuð sem krydd en jarðstöngull og rót til lækninga. Á miðöldum var skessujurt gjarnan ræktuð við klaustur og notuð af klausturbúum. Segir sagan að seyði jurtarinnar hafi verið notað til að lina hósta og til að vinna gegn verkjum í brjóstholi. Þá átti seyði unnið úr skessujurt að vera þvag- og gaslosandi og var það einnig gefið sjúklingum sem þjáðust af óþægindum í meltingarvegi og nýrum.

Skessujurtin var líka notuð út í baðvatn til að gefa góðan ilm, auk þess sem hún átti að hafa góð áhrif á húðina. Dæmi eru um að seyði unnið úr jurtinni hafi verið notað til að gera eins konar ástardrykk.

Í dag er skessujurtin mikið notuð í teblöndur auk þess sem efni úr henni eru notuð til meðferðar á ýmsum kvillum sem hrjá okkur mannfólkið. Sem dæmi má nefna nýrnasteina, malaríu, hálsbólgu, gigt, brjósthimnubólgu, þvagsýrugigt og tíðarverki.

Neysla á skessujurt á að örva matarlyst og hún þykir afar góð kryddjurt, en bragðið minnir um margt á blaðselju (sellerí). Víða í Evrópu er jurtin mikið notuð í ýmsar tegundir líkjöra, jurtabrennivín, sósur og súpur. Auk þess er algengt að steikja laufblöðin á pönnu ásamt ungum ferskum stilkum.

Þar sem jurtin hefur mjög þvaglosandi áhrif er mikilvægt að þeir sem neyta hennar í einhverjum mæli drekki mikið vatn. Þeim sem eru veikir fyrir hjarta eða í nýrum eða þjást af bólgum í þvagkerfi er bent á að neyta ekki skessujurtar nema að höfðu samráði við lækni. Það sama á við um ófrískar konur og konur með barn á brjósti.

Önnur svör um lækningajurtir á Vísindavefnum eftir Sigmund Guðbjarnason:

Frekari fróðleikur um skessujurt:

Mynd: Naturhistoriska riksmuseet ...