Sólin Sólin Rís 10:17 • sest 16:10 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 21:40 • Sest 15:54 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 10:12 • Síðdegis: 22:46 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 03:46 • Síðdegis: 16:36 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 10:17 • sest 16:10 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 21:40 • Sest 15:54 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 10:12 • Síðdegis: 22:46 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 03:46 • Síðdegis: 16:36 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Hvernig planta er vallhumall og hvernig hefur hún verið notuð?

Sigmundur Guðbjarnason (1931-2023)

Vallhumall (Achillea millefolium) vex víða í þurrum brekkum og valllendi sem illgresi en hann er einnig ræktaður sem vinsæl lækningajurt. Vallhumall hefur fengið mörg nöfn vegna þeirra áhrifa sem jurtin er talin hafa. Latneska nafnið er Achillea millefolium og er jurtin kennd við Achilles, stríðshetju úr Trójustríðinu. Achilles notaði lækningamátt jurtarinnar til að stöðva blæðingar hjá særðum hermönnum sínum. Dioscordes, sem var læknir í rómverskum hersveitum mælti með því að nudda mulinni jurtinni í sár.

Vallhumall (Achillea millefolium).

Jurtin hefur mörg nöfn sem vísa til notkunar hennar til að stöðva blæðingar svo sem hermannajurt, blóðjurt hermanna, blóðnasir o.fl. Á tímum Achillesar notuðu kínverskir læknar vallhumal við bólgum og blæðingum og Ayurvedic læknar á Indlandi notuðu jurtina við hitasótt.

Þegar Evrópubúar fóru til Norður Ameríku tóku þeir vallhumal með sér og Indíánar notuðu jurtina bæði útvortis og innvortis. Þeir notuðu hana á brunasár og við blæðingum og þeir notuðu hana við kvefi og sárindum í hálsi, við gikt og tannpínu og við svefnleysi og meltingartruflunum.

Notkun

Blóm og blöð eru tekin fyrri hluta sumars og notuð í te, jurtaveigar (í 25%-45% vínanda) og í bakstra og smyrsl til notkunar útvortis. Vallhumall hefur verið notaður við flensu, kvefi og hita. Jurtin hefur einnig verið notuð við meltingartruflunum og niðurgangi, við of háum blóðþrýstingi og liðagigt.

Vallhumall hefur verið talinn góður við krampa og verkjum í legi og til að örva tíðir, einnig við hitaköstum og svefnleysi á breytingaskeiðinu. Baðlögur með vallhumli hefur verið notaður við ýmsum húðkvillum, til dæmis ofnæmisútbrotum og exemi. Vallhumall er talin ein besta jurtin til að græða þrálát sár og er þá unnið smyrsl úr blómunum eða grisja er vætt í seyði og lögð við sárin.

Vísindarannsóknir

Vallhumall hefur að geyma mörg efnasambönd sem styðja hefðbundna notkun. Ilmolía úr vallhumli hefur fjölda rokgjarnra sameinda sem berast í nefið þegar ilmolían er borin að nefinu eða gegnum húðina ef hún er notuð sem nuddolía (a- og b-pinen, borneol, bornyl acetat, camphor, caryophyllene, eugenol, farnesene, myrcene, sabinene, terpineol, thujone og margar fleiri).

Jurtin hefur einnig ýmsa þekkta flavonoida svo sem apigenin, luteoli, quercetin, rutin og fleiri. Tvö efnin, achilletin og achilleine, örva blóðstorknun útvortis en vallhumall hefur einnig verið nefndur „jurtaplástur“. Önnur efni draga úr bólgum og sársauka (azulene, camphor, chamazulene, eugenol, menthol, quercetin, rutin og salicyl sýra). Vallhumall hefur efni sem draga úr krampakenndum samdrætti í sléttum vöðum og þau kunna að útskýra jákvæð áhrif við meltingatruflunum og krampa og verkjum í legi.

Vallhumall hefur lítilsháttar af thujone sem hefur róandi áhrif en virkni þess hefur verið líkt við marijuana. Í stórum skömmtum er thujone varhugavert efni en magnið í vallhumli er hins vegar svo lítið að það veldur ekki skaða.

Rannsóknir á Raunvísindastofnun hafa sýnt að í vallhumli eru sýkladrepandi efni, efni sem hindra veirufjölgun (antiviral virkni), sem kann að útskýra jákvæð áhrif við kvefi og flensu, og efni sem hindra vöxt á krabbameinsfrumum (antitumor virkni).

Mynd:

Höfundur

prófessor emeritus í efnafræði við HÍ

Útgáfudagur

22.10.2001

Síðast uppfært

27.4.2023

Spyrjandi

Patricia Jonsson

Tilvísun

Sigmundur Guðbjarnason (1931-2023). „Hvernig planta er vallhumall og hvernig hefur hún verið notuð?“ Vísindavefurinn, 22. október 2001, sótt 21. nóvember 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=1918.

Sigmundur Guðbjarnason (1931-2023). (2001, 22. október). Hvernig planta er vallhumall og hvernig hefur hún verið notuð? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=1918

Sigmundur Guðbjarnason (1931-2023). „Hvernig planta er vallhumall og hvernig hefur hún verið notuð?“ Vísindavefurinn. 22. okt. 2001. Vefsíða. 21. nóv. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=1918>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Hvernig planta er vallhumall og hvernig hefur hún verið notuð?
Vallhumall (Achillea millefolium) vex víða í þurrum brekkum og valllendi sem illgresi en hann er einnig ræktaður sem vinsæl lækningajurt. Vallhumall hefur fengið mörg nöfn vegna þeirra áhrifa sem jurtin er talin hafa. Latneska nafnið er Achillea millefolium og er jurtin kennd við Achilles, stríðshetju úr Trójustríðinu. Achilles notaði lækningamátt jurtarinnar til að stöðva blæðingar hjá særðum hermönnum sínum. Dioscordes, sem var læknir í rómverskum hersveitum mælti með því að nudda mulinni jurtinni í sár.

Vallhumall (Achillea millefolium).

Jurtin hefur mörg nöfn sem vísa til notkunar hennar til að stöðva blæðingar svo sem hermannajurt, blóðjurt hermanna, blóðnasir o.fl. Á tímum Achillesar notuðu kínverskir læknar vallhumal við bólgum og blæðingum og Ayurvedic læknar á Indlandi notuðu jurtina við hitasótt.

Þegar Evrópubúar fóru til Norður Ameríku tóku þeir vallhumal með sér og Indíánar notuðu jurtina bæði útvortis og innvortis. Þeir notuðu hana á brunasár og við blæðingum og þeir notuðu hana við kvefi og sárindum í hálsi, við gikt og tannpínu og við svefnleysi og meltingartruflunum.

Notkun

Blóm og blöð eru tekin fyrri hluta sumars og notuð í te, jurtaveigar (í 25%-45% vínanda) og í bakstra og smyrsl til notkunar útvortis. Vallhumall hefur verið notaður við flensu, kvefi og hita. Jurtin hefur einnig verið notuð við meltingartruflunum og niðurgangi, við of háum blóðþrýstingi og liðagigt.

Vallhumall hefur verið talinn góður við krampa og verkjum í legi og til að örva tíðir, einnig við hitaköstum og svefnleysi á breytingaskeiðinu. Baðlögur með vallhumli hefur verið notaður við ýmsum húðkvillum, til dæmis ofnæmisútbrotum og exemi. Vallhumall er talin ein besta jurtin til að græða þrálát sár og er þá unnið smyrsl úr blómunum eða grisja er vætt í seyði og lögð við sárin.

Vísindarannsóknir

Vallhumall hefur að geyma mörg efnasambönd sem styðja hefðbundna notkun. Ilmolía úr vallhumli hefur fjölda rokgjarnra sameinda sem berast í nefið þegar ilmolían er borin að nefinu eða gegnum húðina ef hún er notuð sem nuddolía (a- og b-pinen, borneol, bornyl acetat, camphor, caryophyllene, eugenol, farnesene, myrcene, sabinene, terpineol, thujone og margar fleiri).

Jurtin hefur einnig ýmsa þekkta flavonoida svo sem apigenin, luteoli, quercetin, rutin og fleiri. Tvö efnin, achilletin og achilleine, örva blóðstorknun útvortis en vallhumall hefur einnig verið nefndur „jurtaplástur“. Önnur efni draga úr bólgum og sársauka (azulene, camphor, chamazulene, eugenol, menthol, quercetin, rutin og salicyl sýra). Vallhumall hefur efni sem draga úr krampakenndum samdrætti í sléttum vöðum og þau kunna að útskýra jákvæð áhrif við meltingatruflunum og krampa og verkjum í legi.

Vallhumall hefur lítilsháttar af thujone sem hefur róandi áhrif en virkni þess hefur verið líkt við marijuana. Í stórum skömmtum er thujone varhugavert efni en magnið í vallhumli er hins vegar svo lítið að það veldur ekki skaða.

Rannsóknir á Raunvísindastofnun hafa sýnt að í vallhumli eru sýkladrepandi efni, efni sem hindra veirufjölgun (antiviral virkni), sem kann að útskýra jákvæð áhrif við kvefi og flensu, og efni sem hindra vöxt á krabbameinsfrumum (antitumor virkni).

Mynd:

...