Hver er munurinn á trölli, jötni og risa? Í Þýskalandi og víða eru tröll dvergvaxin og ljót en hér eru stór (sbr. tröllvaxinn).Vanalega er gerður greinarmunur á hugtökunum jötunn, tröll og risi, þó að vissulega skarist merking þeirra og skil geti verið óljós. Þannig tilheyra jötnar jafnan norrænni goðafræði, risar eiga heima í evrópskum ævintýrum en tröllin byggja kletta og klungur íslenskra þjóðsagna. Í goðafræðinni eru jötnar erkióvinir ása, enda var það ein helsta iðja Þórs að lumbra á þeim með hamrinum Mjölni. Reið hann þá í austurveg "að berja tröll" og má á því orðalagi sjá að í fyrstu var ekki greint vel á milli jötna og trölla. Í öðrum norrænum málum hefur "tröll" nokkuð aðra merkingu en í íslensku. Í dönsku er "trold" nokkurs konar dvergur, það er lítil yfirnáttúruleg vera sem býr í hæðum og hólum. Orðið "tröll" er skylt sögninni að "trylla" og í gamalli íslensku er það notað sem skammaryrði um fjölkynngisfólk, enda er norræna orðið "trolddom" notað um galdur og fjölkynngi. Fram eftir öldum var í íslensku máli einnig talað um "tröllskap" í merkingunni galdur.
"Sjáðu þá", sagði tröllamamma. "Sjáðu syni mína! Fegurri tröll finnast ekki hérna megin mánans." Myndskreyting eftir John Bauer.
Fögur þykir mér hönd þín snör mín en snarpa og dillidóHún svarar tröllinu og skiptist á kviðlingum við það þar til "dagur er í austri" og hún getur með fullvissu sagt:
Stattu og vertu að steini en engum þó að meini ári minn Kári og korriró.Fjölmörg íslensk örnefni og fyrirbæri í landslagi hafa verið nefnd eftir sögnum af nátttröllum, þar á meðal Drangey og Reynisdrangar. Frekara lesefni á Vísindavefnum
- Er Hagrid í Harry Potter-bókunum til í grískri eða rómverskri goðafræði? eftir Eyju Margréti Brynjarsdóttur.
- Eru til einhverjar staðfestar heimildir um ófreskjur? eftir Unnar Árnason.
- Eru þjóðsögur byggðar á sönnum atburðum? eftir Rakel Pálsdóttur.
- Hvað eru þjóðsögur og hverjir urðu fyrstir til að safna þeim hér á landi? eftir Gísla Sigurðsson.
- Hvað þýða landvættir? Og eru til sjóvættir? eftir Símon Jón Jóhannsson.
- Árni Björnsson. Íslenskt vættatal. Mál og menning, Reykjavík 1990.
- Ásgeir Blöndal Magnússon. Íslensk orðsifjabók. Orðabók Háskólans, Reykjavík 1989.
- Dönsk-íslensk orðabók. 2. útgáfa. Mál og menning, Reykjavík 2000.
- Eddukvæði. Íslenzk úrvalsrit 5. Ólafur Briem annaðist útgáfuna. Reykjavík 1968.
- Einar Ólafur Sveinsson. Um íslenzkar þjóðsögur. Reykjavík 1940.
- Íslensk orðabók. Þriðja útgáfa aukin og endurbætt. Mörður Árnason ritstjóri. Edda, Reykjavík 2002.
- Jón Árnason. Íslenzkar þjóðsögur og ævintýri I-IV. Árni Böðvarsson og Bjarni Vilhjálmsson önnuðust útgáfuna. Reykjavík 1954-61.
- Ólína Þorvarðardóttir. Íslenskar þjóðsögur. Álfar og tröll. Bóka- og blaðaútgáfan. Reykjavík 1995.
- Myndin er af síðunni Billede:John Bauer 1915.jpg. Wikipedia: Den frie encyklopædi.