Leit á vefnum

Niðurstöður leitar - 2407 svör fundust

category-iconMálvísindi: íslensk

Hvað er að hafa eitthvað í flimtingum?

Spurningin í heild sinni hljóðaði svona: Íslenskan hefur fullt af frösum þar sem fyrir kemur orð, sem er eiginlega bara aldrei notað utan þess orðasambands og merkingin jafnvel nær óþekkt á orðinu stöku. Hvað er t.d. þetta flimtingar fyrirbæri? Nafnorðið flimtingar (kv. ft.) merkir ‘háð, spott, dylgjur’. Af sa...

category-iconMálvísindi: íslensk

Hvað er að fara á tvist og bast?

Orðasambandið fara á tvist og bast merkir ‘dreifast, fara á víð og dreif’. Samkvæmt íslensku fornmálsorðabókinni í Kaupmannahöfn virðist upphaflega átt við rangeygðan mann. Dæmið þar er svona (stafsetningu breytt):hann var ... skakktenntur og skjöpulmynntur og útskeifur. Annað auga hans horfði á bast en annað á kv...

category-iconMálvísindi: íslensk

Hver er uppruni orðsins mannbroddar og hvaðan kemur það?

Samkvæmt Íslenskri orðabók Eddu (2002:957) eru mannbroddar ‘broddajárn (oft með fjórum broddum) fest neðan á skó til að ganga á þegar hált er’. Orðið broddajárn er ekki fletta í orðabókinni. Elst dæmi um mannbrodda í Ritmálssafni Orðabókar Háskólans er úr Tímariti Máls og menningar frá 1990 en mun eldri dæmi e...

category-iconMálvísindi: íslensk

Hvaðan kemur orðið hottintotti og hvað merkti það upprunalega?

Upprunalega spurningin var: Svo virðist sem (töku)orðið hottintotti sé þýskt að uppruna en hvernig er það komið til og hvað nákvæmlega þýðir það upprunalega? Orðið hottintotti er sennilega fengið að láni í íslensku úr dönsku hottentot sem aftur fékk það úr hollensku hotentot (sjá Ordbog over det danske spro...

category-iconMálvísindi: íslensk

Hvað er átt við þegar menn hátta sig eða fara í háttinn?

Í heild hljóðaði spurningin svona:Ég og Nína barnabarnið mitt erum að velta fyrir okkur sõgninni að hátta. Hátta sig eða fara í háttinn. Hvaðan kemur þetta og hvernig verður orðið hátta til? Karlkynsnafnorðið háttur merkir ‘venja, útlit, aðferð ...’ og af því er leidd sögnin hátta ‘haga til’, til dæmis því er s...

category-iconMálvísindi: íslensk

Eru graður og græða af sama orðstofni?

Spurningin í fullri lengd hljóðaði svon: Eru lýsingarorðið graður og sögnin að græða af sama orðstofni og hvenær birtast þau fyrst í tungumálinu? Lýsingarorðið graður ‘ógeltur, kynólmur, lostafullur’ er samkvæmt Íslenskri orðsifjabók Ásgeirs Blöndal Magnússonar (1989:271) skylt orðum í grannmálunum eins í f...

category-iconMálvísindi: íslensk

Tengist bílda germanska orðinu Bild?

Spurningin í heild hljóðar svona:Tengist bílda germanska orðinu Bild? Hver er uppruni þess og hvar er samsvörun íslenska orðsins mynd að finna í indóevrópskum málum? Ekki er að sjá að íslenska orðið bílda ‘breiðöxi’ tengist þýska orðinu Bild ‘mynd’. Um mynd segir í Íslenskri orðsifjabók Ásgeirs Blöndal Magnússo...

category-iconMálvísindi: íslensk

Hvaðan kemur sögnin að kenna og hvað merkti hún upphaflega?

Upprunalega spurningin hljóðaði svona: Hvaðan kemur orðið kenna (d. undervise) - að kenna, kennari? Sögnin að kenna er svokölluð orsakasögn mynduð af annarri kennimynd sterkrar sagnar: kunna – kann -> kenna – kenndi - kennt. Sögnin kunna ‘þekkja, vita , geta’ er samgermönsk og af henni er kenna leidd eins o...

category-iconMálvísindi: íslensk

Hvaðan kemur orðið smokkur í nútíma merkingu?

Í heild hljóðaði spurningin svona:Hvaðan kemur orðið smokkur í nútíma merkingu? Var það tekið upp sem nýyrði eða var notað gamalt orð yfir „condom“? Orðið smokkur hefur fleiri en eina merkingu en allar að því leyti skyldar að átt er við eitthvað þröngt sem smeygt er yfir eitthvað annað. Þar má nefna ermastúku (...

category-iconMálvísindi: íslensk

Hvað er að vera dannaður og hver er uppruni orðsins?

Lýsingarorðið dannaður er tökuorð úr dönsku, dannet, (sjá til dæmis Den danske ordbog á vefnum ordnet.dk) og var mest notað á 19. öld. Samkvæmt Íslenskri orðabók Eddu (2002:205) er skýringin „sem kann að haga sér á heimsvísu, hefur tamið sér siði og hætti heldra fólks (einkum embættis- og borgarastéttar í útlöndum...

category-iconMálvísindi: íslensk

Hvað þýðir skor í orðinu skordýr?

Í heild hljóðaði spurningin svona:Hvað þýðir skorið í skordýr? Tengist það herdeildum Rómverja, eins og skor í háskólum (t.d. íslenskuskor)? Ég sá þá útskýringu á vefnum ykkar. Elsta dæmið um orðið skordýr í Ritmálssafni Orðabókar Háskólans er úr ritinu Sá gudlega þenkjandi Náttúru-skodari ... Asamt annari Hugl...

category-iconMálvísindi: íslensk

Er íslenska orðið bryggja skylt þýska orðinu brigg?

Upprunalega spurningin hljóðaði svona: Er íslenska orðið bryggja tekið úr þýska orðinu „brigg“ sem er ákveðin tegund af segli? Samkvæmt orðsifjabókum eru orðin bryggja og brigg ekki skyld. Brigg ‘tví- eða fleirmastrað seglskip’ er tökuorð í íslensku úr dönsku brig í sömu merkingu sem aftur er tekið að láni...

category-iconMálvísindi: íslensk

Af hverju heitir heiðlóa þessu nafni?

Spurningin í heild hljóðaði svona:Af hverju er nafn heiðlóu dregið? Hefur það með heiðar að gera (af hverju þá ekki heiðalóa)? Tengist það e.t.v. hreinleika sbr. heiður himinn? Heiðna-lóa með vísun í vor-ís? Annað? Kvenkynsnafnorðið ló (Pluvialis apricaria) er sama orð og í færeysku lógv, nýnorsku lo, heidlo, d...

category-iconMálvísindi: íslensk

Hvaðan kemur orðið grikkur og hvað er átt við þegar menn gera einhverjum grikk?

Elstu dæmi í ritmálssafni Orðabókar Háskólans um orðið grikkur eru frá miðri 18. öld og er merkingin ‘hrekkur, bragð’ en einnig ‘sérstakt bragð í glímu’. Að gera einhverjum grikk merkir þá að ‘hrekkja einhvern, leika á einhvern’. Í Íslensk-danskri orðabók Sigfúsar Blöndal (I 272) er lýsing á glímubragðinu grik...

category-iconMálvísindi: íslensk

Hvers konar menn voru flugumenn?

Upprunalega spurningin hljóðaði svona: Í Íslendingasögunum er oft talað um flugumenn. Hvað er þetta orð gamalt í málinu og hver er upphafleg merking orðsins flugumaður? Orðið flugumaður þekkist þegar í fornum heimildum, til dæmis Flateyjarbók, Víga-Glúms sögu og fleiri ritum. Í orðabók Johans Fritzners yfi...

Fleiri niðurstöður