Er íslenska orðið bryggja tekið úr þýska orðinu „brigg“ sem er ákveðin tegund af segli?Samkvæmt orðsifjabókum eru orðin bryggja og brigg ekki skyld. Brigg ‘tví- eða fleirmastrað seglskip’ er tökuorð í íslensku úr dönsku brig í sömu merkingu sem aftur er tekið að láni úr ensku brig. Enska orðið brig er stytting úr ítölsku brigantino ‘ræningjaskip’.
- Ásgeir Blöndal Magnússon. 1989. Íslensk orðsifjabók. Orðabók Háskólans, Reykjavík. Orðsifjabókina má einnig finna á vef Stofnunar Árna Magnússonar í íslenskum fræðum undir Málið.is.
- Jan de Vries. 1962. Altnordisches etymologisches Wörterbuch. E.J. Brill. Leiden.
- Mynd: The Brig Unicorn - Public Domain Pictures.net. (Sótt 11.7.2022).