Sólin Sólin Rís 10:17 • sest 16:10 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 21:40 • Sest 15:54 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 10:12 • Síðdegis: 22:46 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 03:46 • Síðdegis: 16:36 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 10:17 • sest 16:10 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 21:40 • Sest 15:54 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 10:12 • Síðdegis: 22:46 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 03:46 • Síðdegis: 16:36 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Hvaðan kemur sögnin að kenna og hvað merkti hún upphaflega?

Guðrún Kvaran

Upprunalega spurningin hljóðaði svona:

Hvaðan kemur orðið kenna (d. undervise) - að kenna, kennari?

Sögnin að kenna er svokölluð orsakasögn mynduð af annarri kennimynd sterkrar sagnar: kunna – kann -> kenna – kenndi - kennt. Sögnin kunna ‘þekkja, vita , geta’ er samgermönsk og af henni er kenna leidd eins og sýnt er hér að framan. Hún hefur fleiri en eina merkingu: ‘þekkja aftur; finna til, skynja; fræða einhvern, segja til, boða, predika; saka einhver um eitthvað ...’. Hún er einnig til í öðrum germönskum málum, samanber færeysku kenna, nýnorsku kjenna, sænsku känna, dönsku kende, fornensku cennan, fornháþýsku irkennen, gotnesku kannjan (í sömu eða svipaðri merkingu).

Upphafleg merking sagnarinnar að kenna er líklega ‘gera kunnugt’.

Samkvæmt Íslenskri orðsifjabók Ásgeirs Blöndal Magnússonar er upphafleg merking líklega ‘gera kunnugt’. Sögnin hefur borist hingað til lands með landnámsmönnum.

Viðskeytið -ari í kennari er notað til að mynda gerandanafnorð af sögnum en einnig af stöku nafnorði, til dæmis blásari (blása), heilari (heila), kveljari (kvelja), skrifari (skrifa) og kvalari af (kvöl).

Heimildir og mynd:
  • Ásgeir Blöndal Magnússon. 1989. Íslensk orðsifjabók. Bls. 455.
  • Orðabók Háskólans, Reykjavík. (Bókina má einnig nálgast á heimasíðu Stofnunar Árna Magnússonar í íslenskum fræðum.)
  • Mynd: Discoveringoujda.com. (Sótt 16.5.2022).

Höfundur

Guðrún Kvaran

prófessor

Útgáfudagur

24.5.2022

Spyrjandi

Inga H. Andreassen

Tilvísun

Guðrún Kvaran. „Hvaðan kemur sögnin að kenna og hvað merkti hún upphaflega?“ Vísindavefurinn, 24. maí 2022, sótt 21. nóvember 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=83567.

Guðrún Kvaran. (2022, 24. maí). Hvaðan kemur sögnin að kenna og hvað merkti hún upphaflega? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=83567

Guðrún Kvaran. „Hvaðan kemur sögnin að kenna og hvað merkti hún upphaflega?“ Vísindavefurinn. 24. maí. 2022. Vefsíða. 21. nóv. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=83567>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Hvaðan kemur sögnin að kenna og hvað merkti hún upphaflega?
Upprunalega spurningin hljóðaði svona:

Hvaðan kemur orðið kenna (d. undervise) - að kenna, kennari?

Sögnin að kenna er svokölluð orsakasögn mynduð af annarri kennimynd sterkrar sagnar: kunna – kann -> kenna – kenndi - kennt. Sögnin kunna ‘þekkja, vita , geta’ er samgermönsk og af henni er kenna leidd eins og sýnt er hér að framan. Hún hefur fleiri en eina merkingu: ‘þekkja aftur; finna til, skynja; fræða einhvern, segja til, boða, predika; saka einhver um eitthvað ...’. Hún er einnig til í öðrum germönskum málum, samanber færeysku kenna, nýnorsku kjenna, sænsku känna, dönsku kende, fornensku cennan, fornháþýsku irkennen, gotnesku kannjan (í sömu eða svipaðri merkingu).

Upphafleg merking sagnarinnar að kenna er líklega ‘gera kunnugt’.

Samkvæmt Íslenskri orðsifjabók Ásgeirs Blöndal Magnússonar er upphafleg merking líklega ‘gera kunnugt’. Sögnin hefur borist hingað til lands með landnámsmönnum.

Viðskeytið -ari í kennari er notað til að mynda gerandanafnorð af sögnum en einnig af stöku nafnorði, til dæmis blásari (blása), heilari (heila), kveljari (kvelja), skrifari (skrifa) og kvalari af (kvöl).

Heimildir og mynd:
  • Ásgeir Blöndal Magnússon. 1989. Íslensk orðsifjabók. Bls. 455.
  • Orðabók Háskólans, Reykjavík. (Bókina má einnig nálgast á heimasíðu Stofnunar Árna Magnússonar í íslenskum fræðum.)
  • Mynd: Discoveringoujda.com. (Sótt 16.5.2022).

...