Hvaðan kemur orðið kenna (d. undervise) - að kenna, kennari?Sögnin að kenna er svokölluð orsakasögn mynduð af annarri kennimynd sterkrar sagnar: kunna – kann -> kenna – kenndi - kennt. Sögnin kunna ‘þekkja, vita , geta’ er samgermönsk og af henni er kenna leidd eins og sýnt er hér að framan. Hún hefur fleiri en eina merkingu: ‘þekkja aftur; finna til, skynja; fræða einhvern, segja til, boða, predika; saka einhver um eitthvað ...’. Hún er einnig til í öðrum germönskum málum, samanber færeysku kenna, nýnorsku kjenna, sænsku känna, dönsku kende, fornensku cennan, fornháþýsku irkennen, gotnesku kannjan (í sömu eða svipaðri merkingu).

Upphafleg merking sagnarinnar að kenna er líklega ‘gera kunnugt’.
- Ásgeir Blöndal Magnússon. 1989. Íslensk orðsifjabók. Bls. 455.
- Orðabók Háskólans, Reykjavík. (Bókina má einnig nálgast á heimasíðu Stofnunar Árna Magnússonar í íslenskum fræðum.)
- Mynd: Discoveringoujda.com. (Sótt 16.5.2022).