Hvaðan kemur orðið kenna (d. undervise) - að kenna, kennari?Sögnin að kenna er svokölluð orsakasögn mynduð af annarri kennimynd sterkrar sagnar: kunna – kann -> kenna – kenndi - kennt. Sögnin kunna ‘þekkja, vita , geta’ er samgermönsk og af henni er kenna leidd eins og sýnt er hér að framan. Hún hefur fleiri en eina merkingu: ‘þekkja aftur; finna til, skynja; fræða einhvern, segja til, boða, predika; saka einhver um eitthvað ...’. Hún er einnig til í öðrum germönskum málum, samanber færeysku kenna, nýnorsku kjenna, sænsku känna, dönsku kende, fornensku cennan, fornháþýsku irkennen, gotnesku kannjan (í sömu eða svipaðri merkingu).
- Ásgeir Blöndal Magnússon. 1989. Íslensk orðsifjabók. Bls. 455.
- Orðabók Háskólans, Reykjavík. (Bókina má einnig nálgast á heimasíðu Stofnunar Árna Magnússonar í íslenskum fræðum.)
- Mynd: Discoveringoujda.com. (Sótt 16.5.2022).