Sólin Sólin Rís 10:20 • sest 16:07 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 23:27 • Sest 15:40 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 11:11 • Síðdegis: 23:50 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 04:43 • Síðdegis: 17:39 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 10:20 • sest 16:07 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 23:27 • Sest 15:40 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 11:11 • Síðdegis: 23:50 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 04:43 • Síðdegis: 17:39 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Hvað er að hafa eitthvað í flimtingum?

Guðrún Kvaran

Spurningin í heild sinni hljóðaði svona:

Íslenskan hefur fullt af frösum þar sem fyrir kemur orð, sem er eiginlega bara aldrei notað utan þess orðasambands og merkingin jafnvel nær óþekkt á orðinu stöku. Hvað er t.d. þetta flimtingar fyrirbæri?

Nafnorðið flimtingar (kv. ft.) merkir ‘háð, spott, dylgjur’. Af sama stofni eru einnig orðin flim (einnig flím) og flimska ‘háðkveðskapur, skop’ og sögnin að flimta ‘skopast að, vera með dylgjur’. Í sömu merkingu og flimtingar eru nafnorðin flimtan og flimt. Að hafa eitthvað í flimtingum merkir ‘skemmta sér við söguburð, dylgja um eitthvað’.

Að hafa eitthvað í flimtingum merkir ‘skemmta sér við söguburð, dylgja um eitthvað’. Þetta verk er eftir ítalska endurreisnarmálarann Sofonisba Anguissola.

Samkvæmt Orðsifjabók Ásgeirs Blöndals Magnússonar eru orðin skyld færeysku flím ‘glens, svikahjal, eitthvað grunsamlegt eða ótraust’ og fleimandi ‘smjaðurslegur’, gamalli dönsku flim ‘spott’, nýnorsku flima ‘stjákla til og frá’ og fleima ‘gera gælur við, smjaðra’ og lágþýsku flimen ‘smjaðra’ (1989:192).

Heimild:
  • Ásgeir Blöndal Magnússon. 1989. Íslensk orðsifjabók. Orðabók Háskólans, Reykjavík.

Mynd:

Höfundur

Guðrún Kvaran

prófessor

Útgáfudagur

2.5.2019

Spyrjandi

Örn Ó.

Tilvísun

Guðrún Kvaran. „Hvað er að hafa eitthvað í flimtingum?“ Vísindavefurinn, 2. maí 2019, sótt 22. nóvember 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=77191.

Guðrún Kvaran. (2019, 2. maí). Hvað er að hafa eitthvað í flimtingum? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=77191

Guðrún Kvaran. „Hvað er að hafa eitthvað í flimtingum?“ Vísindavefurinn. 2. maí. 2019. Vefsíða. 22. nóv. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=77191>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Hvað er að hafa eitthvað í flimtingum?
Spurningin í heild sinni hljóðaði svona:

Íslenskan hefur fullt af frösum þar sem fyrir kemur orð, sem er eiginlega bara aldrei notað utan þess orðasambands og merkingin jafnvel nær óþekkt á orðinu stöku. Hvað er t.d. þetta flimtingar fyrirbæri?

Nafnorðið flimtingar (kv. ft.) merkir ‘háð, spott, dylgjur’. Af sama stofni eru einnig orðin flim (einnig flím) og flimska ‘háðkveðskapur, skop’ og sögnin að flimta ‘skopast að, vera með dylgjur’. Í sömu merkingu og flimtingar eru nafnorðin flimtan og flimt. Að hafa eitthvað í flimtingum merkir ‘skemmta sér við söguburð, dylgja um eitthvað’.

Að hafa eitthvað í flimtingum merkir ‘skemmta sér við söguburð, dylgja um eitthvað’. Þetta verk er eftir ítalska endurreisnarmálarann Sofonisba Anguissola.

Samkvæmt Orðsifjabók Ásgeirs Blöndals Magnússonar eru orðin skyld færeysku flím ‘glens, svikahjal, eitthvað grunsamlegt eða ótraust’ og fleimandi ‘smjaðurslegur’, gamalli dönsku flim ‘spott’, nýnorsku flima ‘stjákla til og frá’ og fleima ‘gera gælur við, smjaðra’ og lágþýsku flimen ‘smjaðra’ (1989:192).

Heimild:
  • Ásgeir Blöndal Magnússon. 1989. Íslensk orðsifjabók. Orðabók Háskólans, Reykjavík.

Mynd:

...