Íslenskan hefur fullt af frösum þar sem fyrir kemur orð, sem er eiginlega bara aldrei notað utan þess orðasambands og merkingin jafnvel nær óþekkt á orðinu stöku. Hvað er t.d. þetta flimtingar fyrirbæri?Nafnorðið flimtingar (kv. ft.) merkir ‘háð, spott, dylgjur’. Af sama stofni eru einnig orðin flim (einnig flím) og flimska ‘háðkveðskapur, skop’ og sögnin að flimta ‘skopast að, vera með dylgjur’. Í sömu merkingu og flimtingar eru nafnorðin flimtan og flimt. Að hafa eitthvað í flimtingum merkir ‘skemmta sér við söguburð, dylgja um eitthvað’.
Að hafa eitthvað í flimtingum merkir ‘skemmta sér við söguburð, dylgja um eitthvað’. Þetta verk er eftir ítalska endurreisnarmálarann Sofonisba Anguissola.
- Ásgeir Blöndal Magnússon. 1989. Íslensk orðsifjabók. Orðabók Háskólans, Reykjavík.
- Picryl. (Sótt 29.3.2019).