Sólin Sólin Rís 10:52 • sest 15:43 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 00:00 • Sest 00:00 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 07:25 • Síðdegis: 19:43 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 01:09 • Síðdegis: 13:45 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 10:52 • sest 15:43 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 00:00 • Sest 00:00 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 07:25 • Síðdegis: 19:43 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 01:09 • Síðdegis: 13:45 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Hvaðan kemur orðið smokkur í nútíma merkingu?

Guðrún Kvaran

Í heild hljóðaði spurningin svona:
Hvaðan kemur orðið smokkur í nútíma merkingu? Var það tekið upp sem nýyrði eða var notað gamalt orð yfir „condom“?

Orðið smokkur hefur fleiri en eina merkingu en allar að því leyti skyldar að átt er við eitthvað þröngt sem smeygt er yfir eitthvað annað. Þar má nefna ermastúku (oft áður fyrr prjónaða) sem smeygt var yfir skyrtuermi til hlífðar. Smokkur er líka sérstök getnaðarverja og nafn á smokkfisk. Í fornu máli var orðið notað um ermalausa skyrtu eða bol.

Í nýnorsku er smokk, smukk og í sænsku mállýskum smokk notað í merkingunni ‘fingurhetta, hlífðarhylki á sárum fingri’; samanber líka fornensku smocc k. ‘kufl, treyja’ og fornháþýsku smoccho k. ‘skyrta’.

Smokkur frá 1813 ásamt leiðbeiningum.

Þegar menn fóru að nota smokka sem getnaðarvörn lá beint við að nota orð sem fyrir var í málinu. Smokknum er vissulega smeygt utan um getnaðarliminn.

Heimild og mynd:

Höfundur

Guðrún Kvaran

prófessor

Útgáfudagur

20.6.2022

Spyrjandi

Kolfinna Jónsdóttir

Tilvísun

Guðrún Kvaran. „Hvaðan kemur orðið smokkur í nútíma merkingu?“ Vísindavefurinn, 20. júní 2022, sótt 3. desember 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=83362.

Guðrún Kvaran. (2022, 20. júní). Hvaðan kemur orðið smokkur í nútíma merkingu? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=83362

Guðrún Kvaran. „Hvaðan kemur orðið smokkur í nútíma merkingu?“ Vísindavefurinn. 20. jún. 2022. Vefsíða. 3. des. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=83362>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Hvaðan kemur orðið smokkur í nútíma merkingu?
Í heild hljóðaði spurningin svona:

Hvaðan kemur orðið smokkur í nútíma merkingu? Var það tekið upp sem nýyrði eða var notað gamalt orð yfir „condom“?

Orðið smokkur hefur fleiri en eina merkingu en allar að því leyti skyldar að átt er við eitthvað þröngt sem smeygt er yfir eitthvað annað. Þar má nefna ermastúku (oft áður fyrr prjónaða) sem smeygt var yfir skyrtuermi til hlífðar. Smokkur er líka sérstök getnaðarverja og nafn á smokkfisk. Í fornu máli var orðið notað um ermalausa skyrtu eða bol.

Í nýnorsku er smokk, smukk og í sænsku mállýskum smokk notað í merkingunni ‘fingurhetta, hlífðarhylki á sárum fingri’; samanber líka fornensku smocc k. ‘kufl, treyja’ og fornháþýsku smoccho k. ‘skyrta’.

Smokkur frá 1813 ásamt leiðbeiningum.

Þegar menn fóru að nota smokka sem getnaðarvörn lá beint við að nota orð sem fyrir var í málinu. Smokknum er vissulega smeygt utan um getnaðarliminn.

Heimild og mynd:

...