Ég og Nína barnabarnið mitt erum að velta fyrir okkur sõgninni að hátta. Hátta sig eða fara í háttinn. Hvaðan kemur þetta og hvernig verður orðið hátta til?Karlkynsnafnorðið háttur merkir ‘venja, útlit, aðferð ...’ og af því er leidd sögnin hátta ‘haga til’, til dæmis því er svo háttað nú í pestinni að allir eiga að nota grímu. Af karlkynsorðinu er myndað orðasambandið fara í háttinn, það er hátta, taka á sig náðir.
- Ásgeir Blöndal Magnússon. 1989. Íslensk orðsifjabók. Orðabók Háskólans, Reykjavík. (Orðsifjabókina má einnig finna á vef Stofnunar Árna Magnússonar í íslenskum fræðum undir Málið.is).
- Mynd: Bedtime reading.jpg - Wikimedia Commons. Birt undir Creative Commons Attribution 2.0 Generic leyfi. (Sótt 27.5.2021).