Svo virðist sem (töku)orðið hottintotti sé þýskt að uppruna en hvernig er það komið til og hvað nákvæmlega þýðir það upprunalega?Orðið hottintotti er sennilega fengið að láni í íslensku úr dönsku hottentot sem aftur fékk það úr hollensku hotentot (sjá Ordbog over det danske sprog á ordnet.dk). Orðið mun rakið til þjóðflokks frumbyggja í Suður-Afríku sem bjó á og kringum Góðravonarhöfða. Hollendingum mun hafa þótt smellihljóð í máli þjóðflokksins hljóma sem endurtekning á hot og tot. Úr holllensku barst hottentot í önnur Evrópumál (Skeat, bls. 247).
- Íslensk orðabók. 2002. A-L. Ritstjóri Mörður Árnason. Edda, Reykjavík.
- Skeat, Walter W. Etymological Dictionary of the English Language. A Perigee Book, New York.
- Sameul Daniell - Kora-Khokhoi preparing to move - 1805.jpg - Wikimedia Commons. (Sótt 6.1.2021).