Eru lýsingarorðið graður og sögnin að græða af sama orðstofni og hvenær birtast þau fyrst í tungumálinu?Lýsingarorðið graður ‘ógeltur, kynólmur, lostafullur’ er samkvæmt Íslenskri orðsifjabók Ásgeirs Blöndal Magnússonar (1989:271) skylt orðum í grannmálunum eins í færeysku graður, nýnorsku gra, grad í sömu merkingu, í sænskri mállýsku grahäst ‘graðfoli’ og í færeysku grað (hvorugkynsorð) ‘folasæði eða -brundur’. Skylt graður er nafnorðið gredda ‘samræðisfýsn, losti’. Graður þekkist í málinu að minnsta kosti frá 18. öld.
- Ásgeir Blöndal Magnússon. 1989. Íslensk orðsifjabók. Orðabók Háskólans. Reykjavík. (Orðsifjabókina má einnig nálgast rafrænt á vef Stofnunar Árna Magnússonar í íslenskum fræðum. Málið.is.
- Pixabay. (Sótt 14.02.2022).