Af hverju er nafn heiðlóu dregið? Hefur það með heiðar að gera (af hverju þá ekki heiðalóa)? Tengist það e.t.v. hreinleika sbr. heiður himinn? Heiðna-lóa með vísun í vor-ís? Annað?Kvenkynsnafnorðið ló (Pluvialis apricaria) er sama orð og í færeysku lógv, nýnorsku lo, heidlo, dönsku hjejle og hjaltlensku lu. Ásgeir Blöndal Magnússon telur að orðið eigi sennilega við söng fuglsins.
- Ásgeir Blöndal Magnússon. 1989. Íslensk orðsifjabók. Orðabók Háskólans, Reykjavík. Orðsifjabókina má einnig finna á vef Stofnunar Árna Magnússonar í íslenskum fræðum undir Málið.is.
- Mynd: Golden Plover (Pluvialis apricaria), Skaw - Geograph.org.uk. Höfundur myndar: Mike Pennington. Birt undir Creative Commons Attribution-ShareAlike 2.0 Generic (CC BY-SA 2.0) leyfi. (Sótt 10.8.2022).