Leit á vefnum
Niðurstöður leitar - 1499 svör fundust
Er ekki vonlaust fyrir Íslendinga að svara þessum 2500 spurningum til að komast í Evrópusambandið?
Ísland er búið að svara öllum spurningunum sem Olli Rehn stækkunarstjóri Evrópusambandsins afhenti stjórnvöldum fyrir þremur dögum! Aldrei fyrr í sögunni hefur fámenn þjóð svarað svo mörgum spurningum jafn hratt og örugglega! (Við erum best!) Þessi mynd var tekin þegar Olli Rehn afhenti Jóhönnu Sigurðardóttur spu...
Er nafnorðið þolinmóður notað yfir verkfæri?
Upprunalega spurningin var: Kannist þið við nafnorðið þolinmóður? Gæti það verið verkfæri eða pinninn sem heldur hurðalömum saman? Þetta er komið frá eldra fólki sem fallið er frá fyrir löngu. Mögulega er um misheyrn eða misskilning að ræða en mig langar samt að forvitnast um þetta. Nafnorðið þolinmóður er n...
Hvaða hött er átt við þegar eitthvað er 'út í hött'?
Upprunalega hljóðaði spurningin svona: Af hverju er orðatiltækið „út í hött“ dregið? Samkvæmt Ásgeiri Blöndal Magnússyni er orðið höttur í orðasamböndum eins og svara (líta) út í hött 'út í bláinn' og að vera á höttunum eftir einhverju 'reyna að ná í eitthvað, svipast um eftir einhverju' þekkt frá því á 1...
Fjögurra ára sonur minn spyr hvað orðið 'kreik' merkir?
Spurningin í fullri lengd hljóðaði svona:Fjögurra ára sonur minn spyr hvað orðið „kreik“ þýðir, sbr. „mig langar svo að lyfta mér á kreik“. Ég minnist þess ekki að hafa heyrt orðið öðruvísi en í samhenginu „á kreik“ og hef skilið það sem „af stað“. Hvernig er þetta orð í nefnifalli, hver er merking þess og uppruni...
Getur verið að cachupa sem borðuð er á Grænhöfðaeyjum eigi sér rætur í íslenska orðinu kjötsúpa?
Spurningin í heild sinni hljóðaði svona: Á Grænhöfðaeyjum er talað tungumál sem kallast „kreol“ og er kokkteill portúgölsku og ýmissa afrískra tungumála. Meðal ýmissa þjóðlegra rétta í matarmenningu eyjaskegga er svínakjötskássa sem svipar svolítið til íslenskrar kjötsúpu og nefnist cachupa en orðið er borið fram...
Hvað er í „óspurðum fréttum“?
Upprunalega spurningin var: Hvað er átt við orðalaginu "í óspurðum fréttum" og er vitað hvaðan það kemur? Lýsingarorðið óspurður merkir annars vegar ‘sem ekki hefur verið spurður’ en hins vegar ‘sem ekki hefur verið spurt eftir’. Samkvæmt Ritmálsskrá Orðabókar Háskólans eru dæmi um orðið að minnsta kosti fr...
Hvaðan kemur orðið hlúð um tehettu?
Öll spurningin hljómaði svona: Eldri fjölskyldumeðlimur, (1916-2002) uppruni að Gröf í Laugardal, sagði gjarnan „hlúð“ um tehettu. En ekkert nafnorð finnum við í orðabókum um orðið hlúð. Finnst það hjá ykkur? Takk fyrir. Í ritinu Alþjóðamál og málleysur eftir Þórberg Þórðarson rithöfund eru talin upp allmör...
Hvaðan kemur íslenska orðið von?
Öll spurningin hljóðaði svona: Hvaðan kemur íslenska orðið „von“? Er eitthvað vitað um orðsifjar þess? Kvenkynsorðið von ‘vænting’ er þekkt í elsta máli í myndinni ván. Breytingin vá > vo hófst á 14. öld (á > ó > o á eftir v, það er ván > vón > von) (Stefán Karlsson 2000:26). Kvenkynsorðið von ‘vænting’ ...
Hvenær sagði Jón Sigurðson hin frægu orð „ég mótmæli þá í nafni konungs og þjóðarinnar því ranglæti sem haft væri í frammi“?
Þessi frægu orð voru sögð þann 9. ágúst 1851 þegar Trampe greifi, fulltrúi konungs á þjóðfundi sem haldinn var í Lærða skólanum í Reykjavík, sleit fundinum í óþökk flestra íslensku fulltrúanna sem sátu fundinn. Danska stjórnin hafði boðað til fundar sumarið 1851 þar sem ræða átti um tengsl Íslands og Danmerkur...
Hvað er hlátur og af hverju hlæjum við?
Hér er svarað eftirfarandi spurningum: Af hverju hlæjum við og hvað er það sem veldur því að okkur finnst sumt fyndið en annað ekki? (Ólafur Sindri Helgason og Ævar Ólafsson)Hvers vegna hlæjum við? (Rögnvaldur Magnússon)Hvað er hlátur? (Ómar Ómarsson)Hlátur telst bæði til sjálfráðra og ósjálfráðra viðbragða mannsi...
Af hverju er allt svona mikið vesen?
Það er af því að einu sinni var uppi maður að nafni Murphy. Hann setti fram lögmál sem við hann er kennt og nefnist lögmál Murphys. Lögmálið er yfirleitt dregið saman í eina setningu: Allt sem getur farið úrskeiðis gerir það, fyrr eða síðar. Út frá lögmálinu má meðal annars leiða eftirfarandi reglur: Allt te...
Hvernig verður tungumál til?
Þótt dýr geti haft tjáskipti þá eru það aðeins menn sem tala tungumál. Aðeins mannlegt mál inniheldur málfræðireglur sem gera málhafanum kleift að búa til ný orð og setningar og ræða nýjar hugmyndir. Börn læra tungumál mjög fljótt og auðveldlega, rétt eins og þau hafi meðfædda hæfileika til að tileinka sér móðurmá...
Hvað er hugmyndafræði?
Hugtakið hugmyndafræði er frá því um 1800 og merkti upphaflega heildstæða lýsingu á samfélaginu ásamt hugmyndum um hvernig skyldi breyta því til hins betra. Merking orðsins hefur víkkað síðan og það færst nær því að merkja hvern þann hugsunarhátt sem einkennir einhvern hóp eða menningarsamfélag. Enn er orðið þó sé...
Hver eru inntökuskilyrðin í Himnaríki?
Handan heimsins, rúms og tíma, er til Guð og ímyndað aðsetur hans má kalla himna. En þegar spurt er hvort Himnaríki sé til og hverjir komist þangað er sennilega einnig verið að spyrja um staðinn sem börnum er kennt að afi þeirra og amma fari til eftir dauðann, og dveljist þar með Guði. Þessi heimur er sá sem Jesús...
Er það ekki föður mínum og móður að þakka að ég er til?
Spurningin í heild var svohljóðandi:Í nýlegu svari um pabba Jesú telur svarandi HMH að "það er honum (Guði) að þakka að þú ert til." Er það ekki föður mínum og móður að þakka að ég er til?Spyrjandi vísar til svars við spurningu frá 10 ára barni og í svari HMH var tekið tillit til aldursins en hann kom því miður ek...