Sólin Sólin Rís 10:17 • sest 16:10 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 21:40 • Sest 15:54 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 10:12 • Síðdegis: 22:46 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 03:46 • Síðdegis: 16:36 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 10:17 • sest 16:10 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 21:40 • Sest 15:54 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 10:12 • Síðdegis: 22:46 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 03:46 • Síðdegis: 16:36 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Er það ekki föður mínum og móður að þakka að ég er til?

Þorsteinn Vilhjálmsson

Spurningin í heild var svohljóðandi:
Í nýlegu svari um pabba Jesú telur svarandi HMH að "það er honum (Guði) að þakka að þú ert til." Er það ekki föður mínum og móður að þakka að ég er til?
Spyrjandi vísar til svars við spurningu frá 10 ára barni og í svari HMH var tekið tillit til aldursins en hann kom því miður ekki fram í fyrstu gerð svarsins.

HMH er hins vegar ekki að lýsa eigin skoðunum í tilvitnuðum texta, enda leggjum við ekki áherslu á slíkt hér á Vísindavefnum. Í svarinu segir svo orðrétt:
En Jesú kennir einnig að Guð sé pabbi allra. ... Að Guð sé pabbi þinn þýðir að það er honum að þakka að þú ert til.
Við sjáum ekki ástæðu til að túlka þessi orð, sem höfundur leggur Kristi og kristnum mönnum í munn, svo þröngt að Guð ætti einn og sér að vera fullnægjandi ástæða þess að "þú ert til". Þannig er ekki sýnileg mótsögn milli eftirfarandi fullyrðinga:
  1. Það er Guði að þakka að þú ert til.

  2. Það er pabba þínum og mömmu að þakka að þú ert til.
Báðar þessar fullyrðingar gætu sem best verið sannar eða aðeins önnur þeirra eða jafnvel hvorug. Alltént hefur verið til fólk sem hefur þekkt hvoruga þessa fullyrðingu og mundi telja þær báðar annaðhvort óskiljanlegar eða fásinnu. Það þyrfti ekki þar með að lenda í einhverri rökleysu eða mótsögnum við sjálft sig, þó að það væri að sjálfsögðu að afneita þekkingu nútímans á getnaði og æxlun.

Enn er þess að geta að flestir sem hafna fyrri fullyrðingunni en samþykkja þá síðari munu varla vilja setja þar punkt, heldur fallast á að það sé líka mörgu öðru en pabba okkar og mömmu að þakka að við erum til. Til þess að vera til núna höfum við þurft mat og húsaskjól, sóttvarnir og barnavernd í víðustu merkingu, og svo framvegis.

Flest af því sem gerist kringum okkur á sér margar orsakir ef að er gáð. Sá sem tilgreinir eina hugsanlega orsök (hér Guð) þarf ekki þar með að vera að hafna öðrum (hér foreldrum og raunar mörgu öðru). Þó er engan veginn þar með sagt að vandalaust sé að halda fram öllum atriðum kristinnar trúar nú á dögum, en það er önnur saga og miklu stærra mál.

Höfundur

Þorsteinn Vilhjálmsson

prófessor emeritus, ritstjóri Vísindavefsins 2000-2010 og ritstjóri Evrópuvefsins 2011

Útgáfudagur

10.1.2001

Spyrjandi

Bjarni Jónsson

Tilvísun

Þorsteinn Vilhjálmsson. „Er það ekki föður mínum og móður að þakka að ég er til?.“ Vísindavefurinn, 10. janúar 2001, sótt 21. nóvember 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=1271.

Þorsteinn Vilhjálmsson. (2001, 10. janúar). Er það ekki föður mínum og móður að þakka að ég er til?. Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=1271

Þorsteinn Vilhjálmsson. „Er það ekki föður mínum og móður að þakka að ég er til?.“ Vísindavefurinn. 10. jan. 2001. Vefsíða. 21. nóv. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=1271>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Er það ekki föður mínum og móður að þakka að ég er til?
Spurningin í heild var svohljóðandi:

Í nýlegu svari um pabba Jesú telur svarandi HMH að "það er honum (Guði) að þakka að þú ert til." Er það ekki föður mínum og móður að þakka að ég er til?
Spyrjandi vísar til svars við spurningu frá 10 ára barni og í svari HMH var tekið tillit til aldursins en hann kom því miður ekki fram í fyrstu gerð svarsins.

HMH er hins vegar ekki að lýsa eigin skoðunum í tilvitnuðum texta, enda leggjum við ekki áherslu á slíkt hér á Vísindavefnum. Í svarinu segir svo orðrétt:
En Jesú kennir einnig að Guð sé pabbi allra. ... Að Guð sé pabbi þinn þýðir að það er honum að þakka að þú ert til.
Við sjáum ekki ástæðu til að túlka þessi orð, sem höfundur leggur Kristi og kristnum mönnum í munn, svo þröngt að Guð ætti einn og sér að vera fullnægjandi ástæða þess að "þú ert til". Þannig er ekki sýnileg mótsögn milli eftirfarandi fullyrðinga:
  1. Það er Guði að þakka að þú ert til.

  2. Það er pabba þínum og mömmu að þakka að þú ert til.
Báðar þessar fullyrðingar gætu sem best verið sannar eða aðeins önnur þeirra eða jafnvel hvorug. Alltént hefur verið til fólk sem hefur þekkt hvoruga þessa fullyrðingu og mundi telja þær báðar annaðhvort óskiljanlegar eða fásinnu. Það þyrfti ekki þar með að lenda í einhverri rökleysu eða mótsögnum við sjálft sig, þó að það væri að sjálfsögðu að afneita þekkingu nútímans á getnaði og æxlun.

Enn er þess að geta að flestir sem hafna fyrri fullyrðingunni en samþykkja þá síðari munu varla vilja setja þar punkt, heldur fallast á að það sé líka mörgu öðru en pabba okkar og mömmu að þakka að við erum til. Til þess að vera til núna höfum við þurft mat og húsaskjól, sóttvarnir og barnavernd í víðustu merkingu, og svo framvegis.

Flest af því sem gerist kringum okkur á sér margar orsakir ef að er gáð. Sá sem tilgreinir eina hugsanlega orsök (hér Guð) þarf ekki þar með að vera að hafna öðrum (hér foreldrum og raunar mörgu öðru). Þó er engan veginn þar með sagt að vandalaust sé að halda fram öllum atriðum kristinnar trúar nú á dögum, en það er önnur saga og miklu stærra mál.

...