Sólin Sólin Rís 10:20 • sest 16:07 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 23:27 • Sest 15:40 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 11:11 • Síðdegis: 23:50 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 04:43 • Síðdegis: 17:39 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 10:20 • sest 16:07 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 23:27 • Sest 15:40 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 11:11 • Síðdegis: 23:50 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 04:43 • Síðdegis: 17:39 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Er nafnorðið þolinmóður notað yfir verkfæri?

Guðrún Kvaran

Árnastofnun - mynd í *Árnarstofnun
Upprunalega spurningin var:

Kannist þið við nafnorðið þolinmóður? Gæti það verið verkfæri eða pinninn sem heldur hurðalömum saman? Þetta er komið frá eldra fólki sem fallið er frá fyrir löngu. Mögulega er um misheyrn eða misskilning að ræða en mig langar samt að forvitnast um þetta.

Nafnorðið þolinmóður er notað um pinna eða titt sem eitthvað leikur á, snýst um, til dæmis í vasahníf, skærum, naglbít og fleiri verkfærum. Í Íslenskri orðabók, fyrra bindi, er mynd af þolinmóð á síðu 531. Í íslensk-latnesk-danskri orðabók Björns Halldórssonar (1814 II:500) er merkingin gefin 'Akse', það er 'öxull'. Orðið er gamalt í málinu. Í Ritmálssafni Orðabókar Háskólans er elsta heimild frá 1752:

anfærer velnefndur profasturenn þessa klukku med hennar kölfe, Rambhólldum spaungum holkum og þolinmodum.

Þolinmóður er notað um tittinn eða pinnann í ýmsum verkfærum eins og naglbítum og töngum.

Annað yngra dæmi frá lokum 19. aldar er:

tvær álmur úr málmi, með hnúð á öðrum endanum, en festar saman á hinum endanum, og leika þar á þolinmóð, og er sitt glerheptið á hvorri til að halda um.

Önnur dæmi í Ritmálssafni sýna að þolinmóður hefur verið vel þekkt orð og er það sjálfsagt enn, að minnsta kosti hjá eldra fólki.

Heimild:
  • Björn Halldórsson. 1814. Lexicon Islandico-Latino-Danicum. I–II. Havniæ.

Mynd:

Höfundur

Guðrún Kvaran

prófessor

Útgáfudagur

22.7.2015

Spyrjandi

Þuríður Haraldsdóttir

Tilvísun

Guðrún Kvaran. „Er nafnorðið þolinmóður notað yfir verkfæri?“ Vísindavefurinn, 22. júlí 2015, sótt 22. nóvember 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=69757.

Guðrún Kvaran. (2015, 22. júlí). Er nafnorðið þolinmóður notað yfir verkfæri? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=69757

Guðrún Kvaran. „Er nafnorðið þolinmóður notað yfir verkfæri?“ Vísindavefurinn. 22. júl. 2015. Vefsíða. 22. nóv. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=69757>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Er nafnorðið þolinmóður notað yfir verkfæri?
Upprunalega spurningin var:

Kannist þið við nafnorðið þolinmóður? Gæti það verið verkfæri eða pinninn sem heldur hurðalömum saman? Þetta er komið frá eldra fólki sem fallið er frá fyrir löngu. Mögulega er um misheyrn eða misskilning að ræða en mig langar samt að forvitnast um þetta.

Nafnorðið þolinmóður er notað um pinna eða titt sem eitthvað leikur á, snýst um, til dæmis í vasahníf, skærum, naglbít og fleiri verkfærum. Í Íslenskri orðabók, fyrra bindi, er mynd af þolinmóð á síðu 531. Í íslensk-latnesk-danskri orðabók Björns Halldórssonar (1814 II:500) er merkingin gefin 'Akse', það er 'öxull'. Orðið er gamalt í málinu. Í Ritmálssafni Orðabókar Háskólans er elsta heimild frá 1752:

anfærer velnefndur profasturenn þessa klukku med hennar kölfe, Rambhólldum spaungum holkum og þolinmodum.

Þolinmóður er notað um tittinn eða pinnann í ýmsum verkfærum eins og naglbítum og töngum.

Annað yngra dæmi frá lokum 19. aldar er:

tvær álmur úr málmi, með hnúð á öðrum endanum, en festar saman á hinum endanum, og leika þar á þolinmóð, og er sitt glerheptið á hvorri til að halda um.

Önnur dæmi í Ritmálssafni sýna að þolinmóður hefur verið vel þekkt orð og er það sjálfsagt enn, að minnsta kosti hjá eldra fólki.

Heimild:
  • Björn Halldórsson. 1814. Lexicon Islandico-Latino-Danicum. I–II. Havniæ.

Mynd:...