Fjögurra ára sonur minn spyr hvað orðið „kreik“ þýðir, sbr. „mig langar svo að lyfta mér á kreik“. Ég minnist þess ekki að hafa heyrt orðið öðruvísi en í samhenginu „á kreik“ og hef skilið það sem „af stað“. Hvernig er þetta orð í nefnifalli, hver er merking þess og uppruni?Hvorugkynsorðið kreik merkir 'hægur gangur, hæg hreyfing, rölt'. Elsta dæmi úr söfnum Orðabókar Háskólans er frá 17. öld úr kvæðinu „Þórhildarleikur“ þar sem stendur:
Helzt er von því heim mig langiKreik er einkum notað í samböndunum fara/komast/færast/hafa sig á kreik og að vera á kreiki. Sögnin að kreika 'staulast, rölta; ganga (hratt), iða, hreyfast fram og aftur' er einnig þekkt allt frá 17. öld. Hún er ekki mikið notuð og eru flest dæmi í Ritmálssafni Orðabókarinnar úr kveðskap. Samkvæmt Íslenskri orðsifjabók Ásgeirs Blöndal Magnússonar (1989:503) er í nýnorsku til sögnin kreika 'ganga hægt og varlega' og í hjaltlensku sögnin krek 'staulast, skreiðast áfram'. Sömuleiðis er í sænskri mállýsku til sögnin krika 'reika, staulast áfram'. Uppruninn virðist því norrænn. Heimildir:
úr hrakningssömu kreiki
í Þórhildarleiki.
- Ásgeir Blöndal Magnússon. 1989. Íslensk orðsifjabók. Orðabók Háskólans, Reykjavík.
- Kvæði og dansleikir. 1964. Jón Samsonarson gaf út. Bls. 316. Almenna bókafélagið, Reykjavík.
- Ritmálssafn Orðabókar Háskólans.
- Local Schools Take Part In Walk To School Week | North County Leader (Sótt 2. 12. 15.)