Sólin Sólin Rís 10:26 • sest 16:02 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 01:04 • Sest 15:19 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 01:05 • Síðdegis: 13:31 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 07:12 • Síðdegis: 20:04 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 10:26 • sest 16:02 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 01:04 • Sest 15:19 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 01:05 • Síðdegis: 13:31 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 07:12 • Síðdegis: 20:04 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Hvað er hugmyndafræði?

Haukur Már Helgason og Þorsteinn Vilhjálmsson

Hugtakið hugmyndafræði er frá því um 1800 og merkti upphaflega heildstæða lýsingu á samfélaginu ásamt hugmyndum um hvernig skyldi breyta því til hins betra. Merking orðsins hefur víkkað síðan og það færst nær því að merkja hvern þann hugsunarhátt sem einkennir einhvern hóp eða menningarsamfélag. Enn er orðið þó sér í lagi notað um félagspólitíska stefnuskrá hóps eða hreyfingar.


Orðið hugmyndafræði er íslensk þýðing á orðinu ídeólógía, sem er upprunnið í frönsku (ideologie), í skrifum heimspekingsins Destutt de Tracy (1754—1836). Hjá honum og fleirum stendur orðið fyrir heildstæða lýsingu á samfélaginu ásamt hugmyndum um hvernig skuli breyta því til hins betra.

Í hugmyndasögunni hafa róttækir eða gagnrýnir höfundar, öðrum fremur, hneigst til að nota þetta orð. Innifalið í upphaflegu merkingu orðsins er enda það viðhorf að ekki sé allt sem sýnist og hugmyndir manna, hreyfinga eða stofnana fléttist oft saman í stærri heildir en menn vilja vera láta. Að því er virðist sjálfsagðar hugmyndir innan samfélagsins kunni að vera notaðar til að réttlæta skipan mála sem sé fjarri því sjálfsögð.

Í dag er talað um hugmyndafræði kommúnisma, sósíalisma, fasisma, frjálshyggju, sósíal-demókratisma, íhalds, kirkju og fleiri aðila. Við sjáum strax að hér hefur orðið þróast frá þröngri notkun de Tracys til dæmis að því leyti að þessir aðilar hafa ekki allir í huga breytingar á þjóðfélaginu.

Hugmyndafræði stjórnmálaafla er oft sett fram samtímis með tilfinningaþrungnum slagorðum og undir merkjum fræða eða vísinda og höfðar því hvort tveggja til tilfinninga manna og vitsmuna.

Á seinni árum hefur merking orðsins enn víkkað á þann veg samkvæmt orðabókum að talað er um að hugmyndafræði einhvers hóps eða menningarsamfélags sé sá hugsunarháttur, kenningakerfi, goðsagnir eða tákn sem einkenna hópinn eða tilheyra honum. Má þá tala um hugmyndafræði starfsgreinar, stofnunar og félagshreyfingar.

Heimildir:

Britannica.com

Þorsteinn Vilhjálmsson. "Hugmyndafræði vísindanna í ljósi sögunnar". Tímarit Máls og Menningar, 44, 2. hefti 1983, bls. 169-188.

Höfundar

heimspekingur og fyrrverandi starfsmaður Vísindavefsins

Þorsteinn Vilhjálmsson

prófessor emeritus, ritstjóri Vísindavefsins 2000-2010 og ritstjóri Evrópuvefsins 2011

Útgáfudagur

19.6.2000

Spyrjandi

Hrafn Óli Sigurðsson

Efnisorð

Tilvísun

Haukur Már Helgason og Þorsteinn Vilhjálmsson. „Hvað er hugmyndafræði?“ Vísindavefurinn, 19. júní 2000, sótt 24. nóvember 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=536.

Haukur Már Helgason og Þorsteinn Vilhjálmsson. (2000, 19. júní). Hvað er hugmyndafræði? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=536

Haukur Már Helgason og Þorsteinn Vilhjálmsson. „Hvað er hugmyndafræði?“ Vísindavefurinn. 19. jún. 2000. Vefsíða. 24. nóv. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=536>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Hvað er hugmyndafræði?
Hugtakið hugmyndafræði er frá því um 1800 og merkti upphaflega heildstæða lýsingu á samfélaginu ásamt hugmyndum um hvernig skyldi breyta því til hins betra. Merking orðsins hefur víkkað síðan og það færst nær því að merkja hvern þann hugsunarhátt sem einkennir einhvern hóp eða menningarsamfélag. Enn er orðið þó sér í lagi notað um félagspólitíska stefnuskrá hóps eða hreyfingar.


Orðið hugmyndafræði er íslensk þýðing á orðinu ídeólógía, sem er upprunnið í frönsku (ideologie), í skrifum heimspekingsins Destutt de Tracy (1754—1836). Hjá honum og fleirum stendur orðið fyrir heildstæða lýsingu á samfélaginu ásamt hugmyndum um hvernig skuli breyta því til hins betra.

Í hugmyndasögunni hafa róttækir eða gagnrýnir höfundar, öðrum fremur, hneigst til að nota þetta orð. Innifalið í upphaflegu merkingu orðsins er enda það viðhorf að ekki sé allt sem sýnist og hugmyndir manna, hreyfinga eða stofnana fléttist oft saman í stærri heildir en menn vilja vera láta. Að því er virðist sjálfsagðar hugmyndir innan samfélagsins kunni að vera notaðar til að réttlæta skipan mála sem sé fjarri því sjálfsögð.

Í dag er talað um hugmyndafræði kommúnisma, sósíalisma, fasisma, frjálshyggju, sósíal-demókratisma, íhalds, kirkju og fleiri aðila. Við sjáum strax að hér hefur orðið þróast frá þröngri notkun de Tracys til dæmis að því leyti að þessir aðilar hafa ekki allir í huga breytingar á þjóðfélaginu.

Hugmyndafræði stjórnmálaafla er oft sett fram samtímis með tilfinningaþrungnum slagorðum og undir merkjum fræða eða vísinda og höfðar því hvort tveggja til tilfinninga manna og vitsmuna.

Á seinni árum hefur merking orðsins enn víkkað á þann veg samkvæmt orðabókum að talað er um að hugmyndafræði einhvers hóps eða menningarsamfélags sé sá hugsunarháttur, kenningakerfi, goðsagnir eða tákn sem einkenna hópinn eða tilheyra honum. Má þá tala um hugmyndafræði starfsgreinar, stofnunar og félagshreyfingar.

Heimildir:

Britannica.com

Þorsteinn Vilhjálmsson. "Hugmyndafræði vísindanna í ljósi sögunnar". Tímarit Máls og Menningar, 44, 2. hefti 1983, bls. 169-188.

...