Hvað er átt við orðalaginu "í óspurðum fréttum" og er vitað hvaðan það kemur?Lýsingarorðið óspurður merkir annars vegar ‘sem ekki hefur verið spurður’ en hins vegar ‘sem ekki hefur verið spurt eftir’. Samkvæmt Ritmálsskrá Orðabókar Háskólans eru dæmi um orðið að minnsta kosti frá síðasta þriðjungi 16. aldar. Dæmi frá 1730 sýnir vel fyrri notkunina:
Síðan sagði hann sjálfur óspurt, að hann frá Grímsey róið hefði.Hér er merkingin ‘án þess að hafa verið spurður’:
að hann muni segja sér í óspurðum fréttum eitthvað af henni.Í þessu dæmi frá miðri 19. öld er átt við að ekki hafi verið spurt um fréttir.