Sólin Sólin Rís 10:17 • sest 16:10 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 21:40 • Sest 15:54 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 10:12 • Síðdegis: 22:46 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 03:46 • Síðdegis: 16:36 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 10:17 • sest 16:10 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 21:40 • Sest 15:54 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 10:12 • Síðdegis: 22:46 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 03:46 • Síðdegis: 16:36 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Hvaðan kemur orðið hlúð um tehettu?

Guðrún Kvaran

Öll spurningin hljómaði svona:

Eldri fjölskyldumeðlimur, (1916-2002) uppruni að Gröf í Laugardal, sagði gjarnan „hlúð“ um tehettu. En ekkert nafnorð finnum við í orðabókum um orðið hlúð. Finnst það hjá ykkur? Takk fyrir.

Í ritinu Alþjóðamál og málleysur eftir Þórberg Þórðarson rithöfund eru talin upp allmörg nýyrði og getið um höfunda þeirra. Einn þeirra er Sigurður Nordal, prófessor við Háskóla Íslands, sem var góður orðasmiður.

Hlúð eða tehetta frá Þýskalandi. Hlúð hefur ekki fest rætur í málinu. Á ensku kallast fyrirbærið tea cosy', á þýsku Teewärmer og á frönsku couvre théière.

Eitt þeirra orða sem Þórbergur nefndi var hlúð. Hann skrifaði: „Hann hefir og smíðað orðið hlúð, sem á náttúrumálinu hét tevarmari!“ Þetta orð hefur ekki fest rætur og eru örlög margra góðra nýyrða að komast aldrei í orðabækur. Að baki liggur sögnin að hlúa ‘hita upp, hlýja’.

Mynd:

Höfundur

Guðrún Kvaran

prófessor

Útgáfudagur

29.11.2021

Spyrjandi

Þórarinn Guðnason

Tilvísun

Guðrún Kvaran. „Hvaðan kemur orðið hlúð um tehettu?“ Vísindavefurinn, 29. nóvember 2021, sótt 21. nóvember 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=82307.

Guðrún Kvaran. (2021, 29. nóvember). Hvaðan kemur orðið hlúð um tehettu? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=82307

Guðrún Kvaran. „Hvaðan kemur orðið hlúð um tehettu?“ Vísindavefurinn. 29. nóv. 2021. Vefsíða. 21. nóv. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=82307>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Hvaðan kemur orðið hlúð um tehettu?
Öll spurningin hljómaði svona:

Eldri fjölskyldumeðlimur, (1916-2002) uppruni að Gröf í Laugardal, sagði gjarnan „hlúð“ um tehettu. En ekkert nafnorð finnum við í orðabókum um orðið hlúð. Finnst það hjá ykkur? Takk fyrir.

Í ritinu Alþjóðamál og málleysur eftir Þórberg Þórðarson rithöfund eru talin upp allmörg nýyrði og getið um höfunda þeirra. Einn þeirra er Sigurður Nordal, prófessor við Háskóla Íslands, sem var góður orðasmiður.

Hlúð eða tehetta frá Þýskalandi. Hlúð hefur ekki fest rætur í málinu. Á ensku kallast fyrirbærið tea cosy', á þýsku Teewärmer og á frönsku couvre théière.

Eitt þeirra orða sem Þórbergur nefndi var hlúð. Hann skrifaði: „Hann hefir og smíðað orðið hlúð, sem á náttúrumálinu hét tevarmari!“ Þetta orð hefur ekki fest rætur og eru örlög margra góðra nýyrða að komast aldrei í orðabækur. Að baki liggur sögnin að hlúa ‘hita upp, hlýja’.

Mynd: