Af hverju er orðatiltækið „út í hött“ dregið?Samkvæmt Ásgeiri Blöndal Magnússyni er orðið höttur í orðasamböndum eins og svara (líta) út í hött 'út í bláinn' og að vera á höttunum eftir einhverju 'reyna að ná í eitthvað, svipast um eftir einhverju' þekkt frá því á 18. öld og vafasamt að tengja þau hetti í merkingunni 'sítt höfuðfat, hetta, hattur'. Hann telur að höttur sé hér hugsanlega ummyndun úr *hottr, samanber nýnorsku hott, hutt 'þúfa, hnjótur, grashnotti', jósku hot 'jarðvegshnjótur, þúfa' og færeysku høttur 'þúfa' (1989:414).

Sumir telja að höttur merki 'fjallstindur' eða 'himinn, loft'. Á myndinni sést Búlandstindur í Djúpavogshreppi.
- Ásgeir Blöndal Magnússon. 1989. Íslensk orðsifjabók. Orðabók Háskólans, Reykjavík.
- Halldór Halldórsson 1991. Íslenzkt orðtakasafn. 3. útgáfa aukin og endurskoðuð.
- Helgi Hálfdanarson. 1985. Skynsamleg orð og skætingur. Almenna bókafélagið, Reykjavík.
- Jón G. Friðjónsson. 2006. Mergur málsins. Mál og menning, Reykjavík.
- File:Goðaborg am Berufjörður.jpg - Wikimedia Common (Sótt 16.06.15).