Sólin Sólin Rís 10:20 • sest 16:07 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 23:27 • Sest 15:40 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 11:11 • Síðdegis: 23:50 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 04:43 • Síðdegis: 17:39 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 10:20 • sest 16:07 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 23:27 • Sest 15:40 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 11:11 • Síðdegis: 23:50 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 04:43 • Síðdegis: 17:39 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Hvaðan kemur íslenska orðið von?

Guðrún Kvaran

Öll spurningin hljóðaði svona:

Hvaðan kemur íslenska orðið „von“? Er eitthvað vitað um orðsifjar þess?

Kvenkynsorðið von ‘vænting’ er þekkt í elsta máli í myndinni ván. Breytingin > vo hófst á 14. öld (á > ó > o á eftir v, það er ván > vón > von) (Stefán Karlsson 2000:26).

Kvenkynsorðið von ‘vænting’ er þekkt í elsta máli í myndinni ván.

Skyld orð í grannmálunum eru í færeysku vón, nýnorsku vôn, gamalli dönsku vån, sænskum mállýskum vån, von, fornsænsku van. Af öðrum germönskum málum má nefna fornensku wēn, fornsaxnesku wān, gotnesku wens kvk. í svipaðri merkingu. Af nafnorðinu von (eldra ván) er leidd sögnin vona, eldra vána, ‘vænta’, samanber færeysku vóna, nýnorsku vona, sænskar mállýskur vånas, sjá Ásgeir Blöndal Magnússon 1989:1152.

Heimildir:

  • Ásgeir Blöndal Magnússon. 1989. Íslensk orðsifjabók. Orðabók Háskólans, Reykjavík.
  • Stefán Karlsson. 2000. Stafkrókar. Ritgerðir eftir Stefán Karlsson gefnar út í tilefni af sjötugsafmæli hans 2. desember 1998. Stofnun Árna Magnússonar á Íslandi. Reykjavík.

Mynd:

Höfundur

Guðrún Kvaran

prófessor

Útgáfudagur

14.7.2023

Spyrjandi

Gunnar Björn Gunnarsson

Tilvísun

Guðrún Kvaran. „Hvaðan kemur íslenska orðið von?“ Vísindavefurinn, 14. júlí 2023, sótt 22. nóvember 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=83743.

Guðrún Kvaran. (2023, 14. júlí). Hvaðan kemur íslenska orðið von? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=83743

Guðrún Kvaran. „Hvaðan kemur íslenska orðið von?“ Vísindavefurinn. 14. júl. 2023. Vefsíða. 22. nóv. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=83743>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Hvaðan kemur íslenska orðið von?
Öll spurningin hljóðaði svona:

Hvaðan kemur íslenska orðið „von“? Er eitthvað vitað um orðsifjar þess?

Kvenkynsorðið von ‘vænting’ er þekkt í elsta máli í myndinni ván. Breytingin > vo hófst á 14. öld (á > ó > o á eftir v, það er ván > vón > von) (Stefán Karlsson 2000:26).

Kvenkynsorðið von ‘vænting’ er þekkt í elsta máli í myndinni ván.

Skyld orð í grannmálunum eru í færeysku vón, nýnorsku vôn, gamalli dönsku vån, sænskum mállýskum vån, von, fornsænsku van. Af öðrum germönskum málum má nefna fornensku wēn, fornsaxnesku wān, gotnesku wens kvk. í svipaðri merkingu. Af nafnorðinu von (eldra ván) er leidd sögnin vona, eldra vána, ‘vænta’, samanber færeysku vóna, nýnorsku vona, sænskar mállýskur vånas, sjá Ásgeir Blöndal Magnússon 1989:1152.

Heimildir:

  • Ásgeir Blöndal Magnússon. 1989. Íslensk orðsifjabók. Orðabók Háskólans, Reykjavík.
  • Stefán Karlsson. 2000. Stafkrókar. Ritgerðir eftir Stefán Karlsson gefnar út í tilefni af sjötugsafmæli hans 2. desember 1998. Stofnun Árna Magnússonar á Íslandi. Reykjavík.

Mynd:...