Leit á vefnum

Niðurstöður leitar - 2250 svör fundust

category-iconLandafræði

Hvað þýða nöfnin Arctic og Antarctic og hvenær fengu pólarnir þessi nöfn?

Orðin arctic og antarctic sem notuð eru um nyrstu og syðstu svæði jarðarinnar, suður- og norðurheimsskautssvæðin, eru upprunin frá Grikkjum. Orðið arctic mun dregið af gríska orðinu arktos sem merkir björn. Þar er líklega verið að vísa í annaðhvort Litla björn, stjörnumerki við norðurpól himins en í því er Pólstja...

category-iconMálvísindi: íslensk

Hver er upprunaleg merking orðsins 'utangarðs'?

Sambandið að eitthvað sé utan eða innan garðs er gamalt í málinu. Garður er þarna í merkingunni ‛gerði, hleðsla utan um jarðarpart’ Í Njáls sögu segir til dæmis „sauðahús stóð í gerðinu, en garðrinn var lágr um“ (JFr I:813). Gerði er þarna landspilda umlukin garði. Í gömlum norskum lögum er tekið fram að ...

category-iconTrúarbrögð

Er leyfilegt að dreifa ösku látinna einstaklinga hvar sem er?

Núgildandi lög nr. 36/1993 með síðari breytingum heimila að ösku látinna manna sé dreift yfir öræfi og sjó með leyfi sýslumannsins á Norðurlandi eystra[1]. Þar segir enn fremur: Óheimilt er að dreifa ösku á fleiri en einn stað sem og að merkja dreifingarstað. Sömuleiðis er óheimilt að geyma duftker fram að ráðs...

category-iconLífvísindi: dýrafræði

Hvernig komust menn að því að risaeðlur væru til?

Hvað datt mönnum fyrri alda í hug þegar þeir rákust á steingerðar leifar risaeðla í jarðlögum eða klettum? Í þeim löndum þar sem sögur af drekum voru algengar er ekki ólíklegt að menn hafi haldið að stórvaxnar, steingerðar leifar risaeðla væru í raun drekar. Kínverski sagnaritarinn Chang Qu var uppi á 3. öld e....

category-iconHugvísindi

Hvað eru jambar og hvernig tengjast þeir sonnettu?

Ítalska sonnettan er bragform með 14 ellefu atkvæða jambískum eða spottkveðnum braglínum. Jambar eru stígandi tvíliðir eins og til dæmis þessi braglína eftir Stefán frá Hvítadal: "Í kveld/ er allt/ svo hreint/ og hátt". Hugtakið bragliður er notað um einingar sem mynda línu í ljóði. Hrynjandi í skáldskap á kla...

category-iconHugvísindi

Af hverju er alltaf rigning í kvikmyndum þegar eitthvað sorglegt gerist eða þegar par kyssist eftir rifrildi?

Það er alveg örugglega ekki þannig að alltaf rigni í kvikmyndum þegar eitthvað sorglegt gerist. Í mörgum kvikmyndum gerast sorglegir atburðir innan dyra án þess að áhorfendur fái að sjá hvernig veðrið er úti og í sumum kvikmyndum gerast sorglegir atburðir undir heiðskýrum himni. Það er hins vegar margt til í þv...

category-iconHugvísindi

Af hverju er aðventan fjórar vikur?

Orðið aðventa er dregið af latnesku orðunum Adventus Domini, sem merkja „Koma Drottins“. Í Vesturkirkjunni (og þar á meðal í Íslensku þjóðkirkjunni) byrjar hún með fyrsta sunnudegi hins nýja kirkjuárs, sem getur verið á bilinu 27. nóvember til 3. desember ár hvert. Seinni mörkin eru jóladagur, meintur fæðingardagu...

category-iconNáttúruvísindi og verkfræði

Getið þið sagt mér eitthvað um þríbrota?

Þríbrotar (trilobita) eru útdauður hópur liðdýra (Arthropoda) sem uppi var á fornlífsöld. Þríbrotar voru með svokallaða ytri stoðgrind sem varðveitist afar vel í jarðlögum og gerir það að verkum að þetta er einn best þekkti hópur dýra frá fornlífsöld. Þríbrotar hafa varðveist vel í jarðlögum. Elstu þríbrotarnir ...

category-iconHugvísindi

Hver skrifaði bandarísku sjálfstæðisyfirlýsinguna?

Opinberlega er sjálfstæðisyfirlýsing Bandaríkjanna skrifuð af fimm manna nefnd sem skipuð var John Adams, Benjamin Franklin, Thomas Jefferson, Robert R. Livingston og Roger Sherman. Óopinberlega er þó talið að Thomas Jefferson sé aðalhöfundur yfirlýsingarinnar. Í nefndinni var enginn ritari og því koma þær heim...

category-iconHugvísindi

Hvað getið þið sagt mér um uppfinningamenn og uppfinningar Forngrikkja?

Um forngrískar uppfinningar hefur áður verið fjallað um á Vísindavefnum, í svari við spurningunni Hvað fundu Forngrikkir upp? Uppfinningarnar sem þar eru nefndar eru flestar óáþreifanlegar: stjórnskipan, bókmenntaform og fræðigreinar. En hvað með áþreifanlega hluti? Fundu Grikkir ekki upp nein tæki? Fyrir utan lás...

category-iconLæknisfræði

Hvað er náttblinda og hvað veldur henni?

Náttblinda (e. nyctalopia) er vangeta til að sjá í lítilli birtu eða erfiðleikar við að aðlagast minnkaðri birtu. Náttblinda er í sjálfu sér ekki sjúkdómur heldur fremur einkenni annarra augnkvilla. Náttblinda stafar af galla í sjónu (e. retina). Sjóna er sá hluti augans sem liggur innan á þremur fjórðu öftust...

category-iconEðlisfræði: fræðileg

Getið þið kennt okkur að gera tilraun sem sýnir að ljós er bæði öldur og agnir?

Leysibendlar með rauðum eða grænum geisla eru þeir leysar sem flestir kannast við. Afl geislanna er minna en eitt milliwatt og það er hættulaust augum viðstaddra í fyrirlestrasal. Geislinn getur þó valdið langvarandi glýju í augum þeirra sem fyrir honum verða. Þess vegna er stórhættulegt að beina honum að fólki að...

category-iconJarðvísindi

Hvar eru upptök jökulhlaupa í Skaftá og hversu mikið vatn rennur yfirleitt í Skaftárhlaupum?

Skaftá er jökulá sem á upptök sín í Skaftárjökli. Reglulega verða hlaup í Skaftá og lesendum er bent á að lesa líka svar við spurningunni Hvað veldur jökulhlaupum og hvaða hætta stafar af þeim? eftir Tómas Jóhannesson. Jökulhlaup í Skaftá eiga uppruna sinn í tveimur ketilsigum sem kallast Skaftárkatlar. Sigin e...

category-iconLífvísindi: dýrafræði

Hvernig rata himbrimaungar til vetrarstöðvanna?

Spurningin í fullri lengd hljóðaði svona: Hvernig rata himbrimaungar til vetrarstöðva fyrst foreldrarnir fara á undan? Þegar ungar himbrima verða eftir á klakvötnum sínum hafa þeir ekkert til að leiðbeina sér annað en eðlisávísun og reynsluna sem þeir hafa öðlast eftir aðeins um 11 vikna umsjá foreldra sinn...

category-iconMálvísindi: íslensk

Nafnið Indriði er með þremur i-um, er það eina íslenska karlmannsnafnið með þremur i-um?

Indriði er eina nafnið sem mér er kunnugt um sem ritað er nú með þremur i-um. Önnur þríkvæð nöfn með sama sérhljóði finnast í nafnaforðanum, eins og til dæmis Aðalbrandur með þremur a-um, en þau eru fremur fá. Nafnið Indriði þekkist þegar í fornu máli ritað Eindriði eða Eindriðr. Í formála Snorra-Eddu er sonars...

Fleiri niðurstöður