Sólin Sólin Rís 10:17 • sest 16:10 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 21:40 • Sest 15:54 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 10:12 • Síðdegis: 22:46 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 03:46 • Síðdegis: 16:36 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 10:17 • sest 16:10 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 21:40 • Sest 15:54 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 10:12 • Síðdegis: 22:46 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 03:46 • Síðdegis: 16:36 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Hvað þýða nöfnin Arctic og Antarctic og hvenær fengu pólarnir þessi nöfn?

EDS

Orðin arctic og antarctic sem notuð eru um nyrstu og syðstu svæði jarðarinnar, suður- og norðurheimsskautssvæðin, eru upprunin frá Grikkjum. Orðið arctic mun dregið af gríska orðinu arktos sem merkir björn. Þar er líklega verið að vísa í annaðhvort Litla björn, stjörnumerki við norðurpól himins en í því er Pólstjarnan, ein þekktasta stjarna næturhiminsins, eða þá Stóra björn sem er stórt og áberandi stjörnumerki á norðurhveli himins.

Forskeytið “anti”, eða “ant” á undan sérhljóða, getur merkt and-, gagn- eða mót-. Orðið antarctic merkir því andspænis “arctic” og vísar þannig til svæðis sem er gagnstætt heimskautasvæðinu í norðri. Þetta orð (eða einhver útgáfa af því) var notað um aldir til þess að vísa til óþekkt lands í suðri. Land þetta fer að sjást á landakortum frá því snemma á 16. öld þótt enginn hefði litið það augum, og það kallað ýmsum nöfnum, til dæmis Terra Australis, Polus Antarcticus og South Pole.

Orðin arctic og antarctic (eða grísk útgáfa þeirra) eru gömul og voru notuð um nokkuð óskilgreind svæði í norðri og suðri löngu áður en menn vissu nákvæmlega hvað var nyrst og syðst á jarðarkringlunni.

Það var þó ekki fyrr en árið 1820 sem menn sáu Suðurskautslandið í fyrsta skipti. Talið er að nafnið Antarctica sem heiti á þessum mikla landmassa á syðsta hluta jarðarinnar hafi fyrst birst á korti sem landfræðingurinn og kortagerðamaðurinn John George Bartholomew (1860-1920) gerði og gefið var út árið 1887. Þetta heiti var áfram notað á kortum sem fyrirtæki Bartholomew gaf út og smám saman festist það í sessi.

Heimildir og mynd:

Höfundur

Emilía Dagný Sveinbjörnsdóttir

landfræðingur og starfsmaður Vísindavefsins

Útgáfudagur

20.9.2012

Spyrjandi

Friðleifur Kristjánsson

Tilvísun

EDS. „Hvað þýða nöfnin Arctic og Antarctic og hvenær fengu pólarnir þessi nöfn?“ Vísindavefurinn, 20. september 2012, sótt 21. nóvember 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=62959.

EDS. (2012, 20. september). Hvað þýða nöfnin Arctic og Antarctic og hvenær fengu pólarnir þessi nöfn? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=62959

EDS. „Hvað þýða nöfnin Arctic og Antarctic og hvenær fengu pólarnir þessi nöfn?“ Vísindavefurinn. 20. sep. 2012. Vefsíða. 21. nóv. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=62959>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Hvað þýða nöfnin Arctic og Antarctic og hvenær fengu pólarnir þessi nöfn?
Orðin arctic og antarctic sem notuð eru um nyrstu og syðstu svæði jarðarinnar, suður- og norðurheimsskautssvæðin, eru upprunin frá Grikkjum. Orðið arctic mun dregið af gríska orðinu arktos sem merkir björn. Þar er líklega verið að vísa í annaðhvort Litla björn, stjörnumerki við norðurpól himins en í því er Pólstjarnan, ein þekktasta stjarna næturhiminsins, eða þá Stóra björn sem er stórt og áberandi stjörnumerki á norðurhveli himins.

Forskeytið “anti”, eða “ant” á undan sérhljóða, getur merkt and-, gagn- eða mót-. Orðið antarctic merkir því andspænis “arctic” og vísar þannig til svæðis sem er gagnstætt heimskautasvæðinu í norðri. Þetta orð (eða einhver útgáfa af því) var notað um aldir til þess að vísa til óþekkt lands í suðri. Land þetta fer að sjást á landakortum frá því snemma á 16. öld þótt enginn hefði litið það augum, og það kallað ýmsum nöfnum, til dæmis Terra Australis, Polus Antarcticus og South Pole.

Orðin arctic og antarctic (eða grísk útgáfa þeirra) eru gömul og voru notuð um nokkuð óskilgreind svæði í norðri og suðri löngu áður en menn vissu nákvæmlega hvað var nyrst og syðst á jarðarkringlunni.

Það var þó ekki fyrr en árið 1820 sem menn sáu Suðurskautslandið í fyrsta skipti. Talið er að nafnið Antarctica sem heiti á þessum mikla landmassa á syðsta hluta jarðarinnar hafi fyrst birst á korti sem landfræðingurinn og kortagerðamaðurinn John George Bartholomew (1860-1920) gerði og gefið var út árið 1887. Þetta heiti var áfram notað á kortum sem fyrirtæki Bartholomew gaf út og smám saman festist það í sessi.

Heimildir og mynd:...