
Í gömlum norskum lögum er tekið fram að garður skuli vera utan um hverja kirkju. Orðið kirkjugarður gat til forna bæði verið notað um garð umhverfis kirkju og greftrunarstað við kirkju sem umlukinn var vegg.
Gras-tegundir þær, er vaxa í túnunum, géta eigi annat enn verit megnbetri hinum utangarðs.En sambandið utangarðs lifði einnig lengi í merkingunni ‛utan við kirkjugarðinn’ til dæmis grafa einhvern utangarðs. Frá fyrsta þriðjungi 20. aldar er þetta dæmi í Ritmálssafni Orðabókarinnar:
að Pétur frá Kroppi yrði urðaður utangarðs yfirsöngvalaust, eins og rakki.Að vera utangarðs í þjóðfélaginu, það er í yfirfærðri merkingu, lifir enn góðu lífi og orðið utangarðsmaður ‛sá sem er utangarðs í þjóðfélaginu’ þekkist að minnsta kosti frá fyrri hluta 20. aldar. Heimildir:
- Johan Fritzner. 1886. Ordbog over det gamle norske sprog. Kristiania.
- Grágás. Lagasafn íslenska þjóðveldisins. 1992. Reykjavík.
- Dómkirkjan í Reykjavík - Wikipedia, frjálsa alfræðiritið. (Sótt 29.11.2013).
Mig langar til að spyrjast fyrir um upprunalega merkingu orðsins utangarðs. Er það tengt kirkjusókn og þess að vera utan garðsins sem lá utan um kirkjuna eða því að vera grafinn utangarðs sem úrhrak eða er þetta tengt eldri tíma?