Sólin Sólin Rís 09:06 • sest 17:16 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 06:24 • Sest 16:46 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 05:17 • Síðdegis: 17:24 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 11:24 • Síðdegis: 23:36 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 09:06 • sest 17:16 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 06:24 • Sest 16:46 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 05:17 • Síðdegis: 17:24 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 11:24 • Síðdegis: 23:36 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Hver er upprunaleg merking orðsins 'utangarðs'?

Guðrún Kvaran

Árnastofnun - mynd í *Árnarstofnun
Sambandið að eitthvað sé utan eða innan garðs er gamalt í málinu. Garður er þarna í merkingunni ‛gerði, hleðsla utan um jarðarpart’ Í Njáls sögu segir til dæmis „sauðahús stóð í gerðinu, en garðrinn var lágr um“ (JFr I:813). Gerði er þarna landspilda umlukin garði.

Í gömlum norskum lögum er tekið fram að garður skuli vera utan um hverja kirkju. Orðið kirkjugarður gat til forna bæði verið notað um garð umhverfis kirkju og greftrunarstað við kirkju sem umlukinn var vegg. Í Grágás, hinni fornu lögbók sem rituð var á þjóðveldisöld, er tekið fram í 9. kafla hverja ekki megi grafa í kirkjugarði. Þá skal grafa „er firr (= fjær) sé túngarði manns en í örskotshelgi.“ Örskotshelgi merkir það svæði sem takmarkast af skotfæri bogmanns. Orðið utangarðmaður kemur fyrir í norskum fornbréfum í eiginlegri merkingu, það er um mann sem ekki er einn af íbúum á bænum.

Í gömlum norskum lögum er tekið fram að garður skuli vera utan um hverja kirkju. Orðið kirkjugarður gat til forna bæði verið notað um garð umhverfis kirkju og greftrunarstað við kirkju sem umlukinn var vegg.

Merkingin ‛fyrir utan garðinn’ lifði lengi í málinu eða á meðan garðar umluku bæi. Í Ritmálsskrá Orðabókar Háskólans er þetta dæmi frá lokum 18. aldar:
Gras-tegundir þær, er vaxa í túnunum, géta eigi annat enn verit megnbetri hinum utangarðs.
En sambandið utangarðs lifði einnig lengi í merkingunni ‛utan við kirkjugarðinn’ til dæmis grafa einhvern utangarðs. Frá fyrsta þriðjungi 20. aldar er þetta dæmi í Ritmálssafni Orðabókarinnar:
að Pétur frá Kroppi yrði urðaður utangarðs yfirsöngvalaust, eins og rakki.
vera utangarðs í þjóðfélaginu, það er í yfirfærðri merkingu, lifir enn góðu lífi og orðið utangarðsmaður ‛sá sem er utangarðs í þjóðfélaginu’ þekkist að minnsta kosti frá fyrri hluta 20. aldar.

Heimildir:
  • Johan Fritzner. 1886. Ordbog over det gamle norske sprog. Kristiania.
  • Grágás. Lagasafn íslenska þjóðveldisins. 1992. Reykjavík.

Mynd:

Upprunalega spurningin hljóðaði svo:
Mig langar til að spyrjast fyrir um upprunalega merkingu orðsins utangarðs. Er það tengt kirkjusókn og þess að vera utan garðsins sem lá utan um kirkjuna eða því að vera grafinn utangarðs sem úrhrak eða er þetta tengt eldri tíma?

Höfundur

Guðrún Kvaran

prófessor

Útgáfudagur

10.12.2013

Spyrjandi

Harpa Björnsdóttir

Tilvísun

Guðrún Kvaran. „Hver er upprunaleg merking orðsins 'utangarðs'?“ Vísindavefurinn, 10. desember 2013, sótt 30. október 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=65735.

Guðrún Kvaran. (2013, 10. desember). Hver er upprunaleg merking orðsins 'utangarðs'? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=65735

Guðrún Kvaran. „Hver er upprunaleg merking orðsins 'utangarðs'?“ Vísindavefurinn. 10. des. 2013. Vefsíða. 30. okt. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=65735>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Hver er upprunaleg merking orðsins 'utangarðs'?
Sambandið að eitthvað sé utan eða innan garðs er gamalt í málinu. Garður er þarna í merkingunni ‛gerði, hleðsla utan um jarðarpart’ Í Njáls sögu segir til dæmis „sauðahús stóð í gerðinu, en garðrinn var lágr um“ (JFr I:813). Gerði er þarna landspilda umlukin garði.

Í gömlum norskum lögum er tekið fram að garður skuli vera utan um hverja kirkju. Orðið kirkjugarður gat til forna bæði verið notað um garð umhverfis kirkju og greftrunarstað við kirkju sem umlukinn var vegg. Í Grágás, hinni fornu lögbók sem rituð var á þjóðveldisöld, er tekið fram í 9. kafla hverja ekki megi grafa í kirkjugarði. Þá skal grafa „er firr (= fjær) sé túngarði manns en í örskotshelgi.“ Örskotshelgi merkir það svæði sem takmarkast af skotfæri bogmanns. Orðið utangarðmaður kemur fyrir í norskum fornbréfum í eiginlegri merkingu, það er um mann sem ekki er einn af íbúum á bænum.

Í gömlum norskum lögum er tekið fram að garður skuli vera utan um hverja kirkju. Orðið kirkjugarður gat til forna bæði verið notað um garð umhverfis kirkju og greftrunarstað við kirkju sem umlukinn var vegg.

Merkingin ‛fyrir utan garðinn’ lifði lengi í málinu eða á meðan garðar umluku bæi. Í Ritmálsskrá Orðabókar Háskólans er þetta dæmi frá lokum 18. aldar:
Gras-tegundir þær, er vaxa í túnunum, géta eigi annat enn verit megnbetri hinum utangarðs.
En sambandið utangarðs lifði einnig lengi í merkingunni ‛utan við kirkjugarðinn’ til dæmis grafa einhvern utangarðs. Frá fyrsta þriðjungi 20. aldar er þetta dæmi í Ritmálssafni Orðabókarinnar:
að Pétur frá Kroppi yrði urðaður utangarðs yfirsöngvalaust, eins og rakki.
vera utangarðs í þjóðfélaginu, það er í yfirfærðri merkingu, lifir enn góðu lífi og orðið utangarðsmaður ‛sá sem er utangarðs í þjóðfélaginu’ þekkist að minnsta kosti frá fyrri hluta 20. aldar.

Heimildir:
  • Johan Fritzner. 1886. Ordbog over det gamle norske sprog. Kristiania.
  • Grágás. Lagasafn íslenska þjóðveldisins. 1992. Reykjavík.

Mynd:

Upprunalega spurningin hljóðaði svo:
Mig langar til að spyrjast fyrir um upprunalega merkingu orðsins utangarðs. Er það tengt kirkjusókn og þess að vera utan garðsins sem lá utan um kirkjuna eða því að vera grafinn utangarðs sem úrhrak eða er þetta tengt eldri tíma?
...