Sólin Sólin Rís 10:17 • sest 16:10 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 21:40 • Sest 15:54 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 10:12 • Síðdegis: 22:46 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 03:46 • Síðdegis: 16:36 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 10:17 • sest 16:10 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 21:40 • Sest 15:54 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 10:12 • Síðdegis: 22:46 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 03:46 • Síðdegis: 16:36 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Hvernig komust menn að því að risaeðlur væru til?

JMH

Hvað datt mönnum fyrri alda í hug þegar þeir rákust á steingerðar leifar risaeðla í jarðlögum eða klettum? Í þeim löndum þar sem sögur af drekum voru algengar er ekki ólíklegt að menn hafi haldið að stórvaxnar, steingerðar leifar risaeðla væru í raun drekar.

Kínverski sagnaritarinn Chang Qu var uppi á 3. öld e.Kr. Hann skrifaði um drekabein sem hafði fundist í Sichuan-héraði í Kína. Líklega voru þetta þó steingerðar leifar risaeðlu sem fundust.

Það var ekki fyrr en á 19. öld sem menn komust að því að risaeðlur hefðu verið til.

Löngu síðar eða árið 1676 fann fræðimaður að nafni Robert Plot (1640-1696) stóran lærlegg í suðurhluta Englands. Í þá daga töldu menn að lærlegurinn væri úr risa. Líklega var þetta lærleggur úr risaeðlu.

Það var síðan árið 1824 sem enski guðfræðingurinn William Buckland (1784-1856) lýsti fyrst vísindalega steingerðum leifum risaeðlu. Hún fékk nafnið Megalosaurus (eða stóreðla). Buckland komst að því að um var að ræða útdauða stóreðlu. Megalosaurus var því fyrsta risaeðlan sem var uppgötvuð og lýst á vísindalegan hátt.

Hugtakið dinosaur eða risaeðla er komið frá breska líffræðingnum Sir Richard Owen (1804-1892) en það setti hann fram árið 1841.

Meira má lesa um risaeðlubein og hugmyndir manna um þau í svari Unnars Árnasonar við spurningunni: Hver fann fyrstur risaeðlubein?

Mynd:

Höfundur

Útgáfudagur

7.9.2016

Spyrjandi

Þorvaldur Jón Andrésson, f. 2007

Tilvísun

JMH. „Hvernig komust menn að því að risaeðlur væru til?“ Vísindavefurinn, 7. september 2016, sótt 21. nóvember 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=71664.

JMH. (2016, 7. september). Hvernig komust menn að því að risaeðlur væru til? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=71664

JMH. „Hvernig komust menn að því að risaeðlur væru til?“ Vísindavefurinn. 7. sep. 2016. Vefsíða. 21. nóv. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=71664>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Hvernig komust menn að því að risaeðlur væru til?
Hvað datt mönnum fyrri alda í hug þegar þeir rákust á steingerðar leifar risaeðla í jarðlögum eða klettum? Í þeim löndum þar sem sögur af drekum voru algengar er ekki ólíklegt að menn hafi haldið að stórvaxnar, steingerðar leifar risaeðla væru í raun drekar.

Kínverski sagnaritarinn Chang Qu var uppi á 3. öld e.Kr. Hann skrifaði um drekabein sem hafði fundist í Sichuan-héraði í Kína. Líklega voru þetta þó steingerðar leifar risaeðlu sem fundust.

Það var ekki fyrr en á 19. öld sem menn komust að því að risaeðlur hefðu verið til.

Löngu síðar eða árið 1676 fann fræðimaður að nafni Robert Plot (1640-1696) stóran lærlegg í suðurhluta Englands. Í þá daga töldu menn að lærlegurinn væri úr risa. Líklega var þetta lærleggur úr risaeðlu.

Það var síðan árið 1824 sem enski guðfræðingurinn William Buckland (1784-1856) lýsti fyrst vísindalega steingerðum leifum risaeðlu. Hún fékk nafnið Megalosaurus (eða stóreðla). Buckland komst að því að um var að ræða útdauða stóreðlu. Megalosaurus var því fyrsta risaeðlan sem var uppgötvuð og lýst á vísindalegan hátt.

Hugtakið dinosaur eða risaeðla er komið frá breska líffræðingnum Sir Richard Owen (1804-1892) en það setti hann fram árið 1841.

Meira má lesa um risaeðlubein og hugmyndir manna um þau í svari Unnars Árnasonar við spurningunni: Hver fann fyrstur risaeðlubein?

Mynd:

...