Óheimilt er að dreifa ösku á fleiri en einn stað sem og að merkja dreifingarstað. Sömuleiðis er óheimilt að geyma duftker fram að ráðstöfun þess annars staðar en í líkhúsi. Duftker sem ætluð eru til dreifingar ösku skulu vera úr forgengilegu efni og brennd strax að lokinni dreifingu.Nánari útfærslu um dreifingu ösku utan kirkjugarðs má lesa í reglugerð nr. 203/2003. Einnig er leyfilegt að dreifa ösku á sérreiti innan kirkjugarðs án þess að geta nafna hinna látnu eða grafanúmera; nöfnin skulu hins vegar færð í legstaðaskrá. Efst í Fossvogskirkjugarði er dreifilundur til að dreifa dufti frá bálstofu og eru nöfn ekki tilgreind. Fyrsta dreifing fór fram 19. júlí 2004. Ekki er mikið um það að ösku sé dreift þar enda vita fáir af þessum möguleika. Hægt er að lesa meira um duftker og ösku í svari eftir sama höfund við spurningunni Hvar er hægt að jarðsetja duftker? Mynd
- Jökull á Öræfum. (Sótt 15.05.2014).