Nöfn þeirra sem duft er varðveitt af í kirkjugarði skal rita á legstaðaskrá og kerin og grafirnar tölusettar.Einnig er hægt að jarðsetja duftker ofan á kistugrafir með leyfi rétthafa leiðis. Þannig er auðvelt að útbúa fjölskyldugrafreiti. Ekki er leyfilegt að geyma duftkerið á öðrum stað en í löggiltum kirkjugarði. Eftir bálför eru duftker geymd í Bálstofu Kirkjugarða Reykjavíkurprófastsdæma (KGRP) í Fossvogskirkjugarði og skal grafa þau sem fyrst eftir bálför.

Tölvumynd af duftkirkjugarðinum Sóllandi. Aska látins manns er varðveitt og jarðsett í duftkeri. Duftker er jarðsett í duftgarði eða ofan á kistuleiði en einnig er leyfilegt að dreifa ösku innan kirkjugarðs eða yfir haf og óbyggðir.

Columbarium er bygging með hillum eða einungis útihillur þar sem hægt er að geyma duftker og ganga að þeim.
- Sólland - duftreitir. (Skoðað 25.07.2013).
- Duftgarðar Kirkjugarða Reykjavíkurprófastsdæma. (Skoðað 25.07.2013).
- Sólland - KGRP. (Sótt 5.8.2013)
- Flowers at Columbarium - Flickr.com. Höfundur myndar: Daniel Ramirez. Birt undir CC BY 2.0 leyfi. (Sótt 15.2.2022).
Þetta svar birtist upphaflega á vefsetrinu Kirkjugarða Reykjavíkurprófastsdæma og birtist hér með góðfúslegu leyfi.